Vottun í stað sjónhverfinga Rannveig Guðleifsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Í viðtali við Ástu Sýrusdóttur, framkvæmdastjóra Purity Herbs, sem birtist í blaðinu „Akureyri“ 2. desember sl. undir fyrirsögninni „Vottun er oft sjónhverfing“ eru nokkrar meinlegar rangfærslur sem þörf er á að leiðrétta. Þar heldur hún því fram að vottun sé blekkingarleikur og að vörur sem hlotið hafa lífræna vottun geti innihaldið skaðleg kemísk efni. Með þessu er gerð tilraun til að varpa rýrð á það mikilvæga þróunarstarf sem framleiðendur vottaðra lífrænna afurða hafa unnið á liðnum áratugum, ekki síst í þágu íslenskra neytenda. Þá er með þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun lífrænna afurða sem Vottunarstofan Tún annast hér á landi. Hafa ber í huga að Tún er faggildur vottunaraðili sem fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vottunarstarfi og á samstarf við virta vottunaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil Association í Bretlandi. Þær vörur sem hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla strangar kröfur í samræmi við ítarlegt regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg hreyfing fagaðila á þessu sviði) og ESB um lífræna framleiðslu. Vottun lífrænna snyrti- og heilsuvara byggir á fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vottunarstofa í Evrópu. Með ósk um vottun er óháðum aðila falið að ganga úr skugga um að viðkomandi framleiðandi vinni í samræmi við opinberlega skilgreindar aðferðir. Á grundvelli vottunar fær framleiðandinn heimild til að merkja afurð sína með vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrirtæki votti sjálf eigin verðleika, en sjálfsvottun býður heim hættunni á sjónhverfingum og skrumi sem kann að skaða hagsmuni þeirra sem raunverulega vinna eftir lífrænum aðferðum. Af þeim sökum er vottun óháðs aðila nú lögbundin fyrir lífræna landbúnaðarframleiðslu og krafan um vottun breiðist ört út til iðngreina sem byggja á lífrænum hráefnum. Í umræddri grein er m.a. haft eftir Ástu að „ekki fari á milli mála að jurtirnar sem notaðar eru í t.d. krem frá Purity Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar og kostur er. Þær jurtir sem tíndar séu innan girðingar á vottuðum svæðum hafi ekki neina yfirburði yfir þær fersku jurtir sem fyrirtækið nýtir sér og bæti engu við gæði varanna.“ Hér gætir misskilnings á því hver tilgangur vottunar er. Vottunin felur ekki í sér flóknar efnagreiningar á efnasamsetningu jurtanna. Með vottun er gengið úr skugga um að jurtunum sé safnað á landi sem framleiðandinn hefur eftirlit með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn áburð eða eiturefni, hvort sem það er afgirt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær þannig að ekki sé gengið of nærri náttúrulegu gróðurjafnvægi svæðisins. Án vottunar hefur neytandinn enga tryggingu gegn því að jurtunum sé safnað úr vegköntum eða öðrum eftirlitslausum svæðum. Vottun snýst um neytendavernd; að tryggja það að lífrænum aðferðum hafi raunverulega verið beitt við gerð vöru sem sögð er vera lífræn. Þá segir Ásta enn fremur í umræddu viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrtivörum, ekki frekar en t.d. í matvælaframleiðslu, en það hefur því miður borið á því að neytendur séu blekktir. Sumir telja að sé vara vottuð þýði það að allt innihald hennar sé lífrænt ræktað, en svo er ekki. Það kemur fyrir að bara jurtirnar séu vottaðar en svo er ýmsum efnum bætt við og jafnvel er leyfilegt að nota ákveðið hlutfall af kemískum og óæskilegum efnum í vottaðri vöru.“ Hér fullyrðir Ásta meir en hófi gegnir, og skal henni bent á að kynna sér reglur um vinnslu lífrænna afurða sem eru afdráttarlausar í kröfum til samsetningar og merkinga. Ef samsett vara er kynnt sem lífræn verða minnst 95% landbúnaðarefna hennar að vera vottuð lífræn. Í almennum matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru leyfð hundruð aukefna. En í lífrænni framleiðslu er einungis lítill hluti þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan háð ströngum skilyrðum sem tilgreind eru í stöðlum, eftir að gengið hefur verið úr skugga um að efnin séu ekki skaðleg. Þannig eru t.d. parabenar, sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild efni sem finnast í flestum hefðbundnum snyrtivörum ekki leyfð í lífrænum vörum. Því miður kemur fyrir að neytendur eru blekktir, t.d. með því að vörur séu merktar lífrænar án þess að þær hafi hlotið til þess vottun. Því þurfa neytendur að sýna árvekni og leita eftir vottunarmerki á þeim vörum sem sagðar eru lífrænar. Ef vottunarmerki vantar er engin vissa fyrir því að varan uppfylli þær ströngu kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Staðlar og vottun eru trygging fyrir gegnsæi og trausti á markaði – andhverfa sjónhverfinga og blekkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Ástu Sýrusdóttur, framkvæmdastjóra Purity Herbs, sem birtist í blaðinu „Akureyri“ 2. desember sl. undir fyrirsögninni „Vottun er oft sjónhverfing“ eru nokkrar meinlegar rangfærslur sem þörf er á að leiðrétta. Þar heldur hún því fram að vottun sé blekkingarleikur og að vörur sem hlotið hafa lífræna vottun geti innihaldið skaðleg kemísk efni. Með þessu er gerð tilraun til að varpa rýrð á það mikilvæga þróunarstarf sem framleiðendur vottaðra lífrænna afurða hafa unnið á liðnum áratugum, ekki síst í þágu íslenskra neytenda. Þá er með þessu sömuleiðis gert lítið úr vottun lífrænna afurða sem Vottunarstofan Tún annast hér á landi. Hafa ber í huga að Tún er faggildur vottunaraðili sem fylgir alþjóðlegum stöðlum í sínu vottunarstarfi og á samstarf við virta vottunaraðila í öðrum löndum, m.a. Soil Association í Bretlandi. Þær vörur sem hljóta vottun Túns þurfa að uppfylla strangar kröfur í samræmi við ítarlegt regluverk IFOAM (sem er alþjóðleg hreyfing fagaðila á þessu sviði) og ESB um lífræna framleiðslu. Vottun lífrænna snyrti- og heilsuvara byggir á fjölþjóðlegu samstarfi leiðandi vottunarstofa í Evrópu. Með ósk um vottun er óháðum aðila falið að ganga úr skugga um að viðkomandi framleiðandi vinni í samræmi við opinberlega skilgreindar aðferðir. Á grundvelli vottunar fær framleiðandinn heimild til að merkja afurð sína með vottunarmerki. Hin leiðin er að fyrirtæki votti sjálf eigin verðleika, en sjálfsvottun býður heim hættunni á sjónhverfingum og skrumi sem kann að skaða hagsmuni þeirra sem raunverulega vinna eftir lífrænum aðferðum. Af þeim sökum er vottun óháðs aðila nú lögbundin fyrir lífræna landbúnaðarframleiðslu og krafan um vottun breiðist ört út til iðngreina sem byggja á lífrænum hráefnum. Í umræddri grein er m.a. haft eftir Ástu að „ekki fari á milli mála að jurtirnar sem notaðar eru í t.d. krem frá Purity Herbs séu eins hreinar og kraftmiklar og kostur er. Þær jurtir sem tíndar séu innan girðingar á vottuðum svæðum hafi ekki neina yfirburði yfir þær fersku jurtir sem fyrirtækið nýtir sér og bæti engu við gæði varanna.“ Hér gætir misskilnings á því hver tilgangur vottunar er. Vottunin felur ekki í sér flóknar efnagreiningar á efnasamsetningu jurtanna. Með vottun er gengið úr skugga um að jurtunum sé safnað á landi sem framleiðandinn hefur eftirlit með og ábyrgist að hvorki fái tilbúinn áburð eða eiturefni, hvort sem það er afgirt eða ekki, og að nýtingin sé sjálfbær þannig að ekki sé gengið of nærri náttúrulegu gróðurjafnvægi svæðisins. Án vottunar hefur neytandinn enga tryggingu gegn því að jurtunum sé safnað úr vegköntum eða öðrum eftirlitslausum svæðum. Vottun snýst um neytendavernd; að tryggja það að lífrænum aðferðum hafi raunverulega verið beitt við gerð vöru sem sögð er vera lífræn. Þá segir Ásta enn fremur í umræddu viðtali: „Ég er talsmaður þess að engin leyndarmál fylgi framleiðslu á snyrtivörum, ekki frekar en t.d. í matvælaframleiðslu, en það hefur því miður borið á því að neytendur séu blekktir. Sumir telja að sé vara vottuð þýði það að allt innihald hennar sé lífrænt ræktað, en svo er ekki. Það kemur fyrir að bara jurtirnar séu vottaðar en svo er ýmsum efnum bætt við og jafnvel er leyfilegt að nota ákveðið hlutfall af kemískum og óæskilegum efnum í vottaðri vöru.“ Hér fullyrðir Ásta meir en hófi gegnir, og skal henni bent á að kynna sér reglur um vinnslu lífrænna afurða sem eru afdráttarlausar í kröfum til samsetningar og merkinga. Ef samsett vara er kynnt sem lífræn verða minnst 95% landbúnaðarefna hennar að vera vottuð lífræn. Í almennum matvæla- og snyrtivöruiðnaði eru leyfð hundruð aukefna. En í lífrænni framleiðslu er einungis lítill hluti þeirra leyfður og notkun þeirra jafnan háð ströngum skilyrðum sem tilgreind eru í stöðlum, eftir að gengið hefur verið úr skugga um að efnin séu ekki skaðleg. Þannig eru t.d. parabenar, sodium lauryl sulfate og fleiri umdeild efni sem finnast í flestum hefðbundnum snyrtivörum ekki leyfð í lífrænum vörum. Því miður kemur fyrir að neytendur eru blekktir, t.d. með því að vörur séu merktar lífrænar án þess að þær hafi hlotið til þess vottun. Því þurfa neytendur að sýna árvekni og leita eftir vottunarmerki á þeim vörum sem sagðar eru lífrænar. Ef vottunarmerki vantar er engin vissa fyrir því að varan uppfylli þær ströngu kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Staðlar og vottun eru trygging fyrir gegnsæi og trausti á markaði – andhverfa sjónhverfinga og blekkinga.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun