Urriðafossvirkjun - upprifjun Svanhvít Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 00:01 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Uriðafossvirkjun ógilda á dögunum. Deilt hefur verið um skipulagsmál í Flóahreppi undangengin ár og er þessi dómur einn angi af miklu stærra máli. Við skulum rifja upp söguna og fara aftur til 13. júní 2007 og líta í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps þar sem finna má bókun að; sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun sem var í upphaflegri tillögu fyrrverandi hreppsnefndar Villingaholtshrepps. Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans, né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar. Þessi afstaða sveitarstjórnar virðist ekki hafa verið djúpt ígrunduð því í fundargerð Flóahrepps frá 15. júni 2007 kemur fram að Landsvirkjun er búin að blanda sér í málefni sveitarfélagsins. Í bókun kemur m.a. fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hafi hist eftir fund sveitarstjórnarinnar og rætt um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Í framhaldi af því samþykkir sveitarstjórn að á íbúafundi 25. júni það sama ár verði lagðar fram tvær tillögur, með og án Urriðafossvirkjunar. Fram kemur í fundargerð frá 2. júlí 2007 að vinna sé í gangi milli sveitarstjórnar og Landsvirkjunar og í viðræðum hafi verið unnið að því að fá fram hvaða hugsanlegar mótvægisaðgerðir Landsvirkjun muni ráðast í, ef af framkvæmdum við Urriðafossvirkjun verði í nánustu framtíð. Á sveitarstjórnarfundi 14. nóvember 2007 er upplýst að viðræðum við Landsvirkjun um hugsanlegar mótvægisaðgerðir sé lokið með samkomulagi sem gerir m.a. ráð fyrir eftirfarandi mótvægisaðgerðum Landsvirkjunar;Landsvirkjun mun kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf.Endurbyggingu vegakafla frá þjóðvegi 1 um sveitarfélagið að Gaulverjabæ, þ.e. Urriðafossvegar og Hamarsvegar. Landsvirkjun mun sjá til þess að þeir vegir verði endurbyggðir með bundnu slitlagi.Endurbætur á GSM símakerfi í sveitarfélaginu þannig að gott farsímasamband verði í sveitarfélaginu með uppsetningu nýs sendis neðarlega í sveitarfélaginu og styrkingu núverandi senda ef með þarf. Í umræddu samkomulagi Landsvirkjunar og Flóahrepps sem undirritað er 19. júlí 2007 kemur einnig fram að Landsvirkjun leggi fram eingreiðslu kr. 40 milljónir til sérverkefna tengdum vatnsöflunarmálum í sveitarféalginu. Í 6. gr. umrædds samkomulags er getið um að Landsvirkjun muni bera allan kostnað af gerð deiliskipulags af virkjunarsvæði Urriðafossvirkjunar ásamt tilheyrarndi greinargerðum vegna skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun greiðir þann kostnað beint til ráðgjafa þeirra er annast það verkefni í samráði við sveitarstjórn. Samkomuleg er um að Landsvirkjun bæti sveitarfélaginu að fullu kostnað sem það kann að verða fyrir við aðal- og deiliskipulagsvinnu vegna virkjunarinnar. Það er þessi 6. grein samkomulagsins sem allur fréttaflutningur hefur snúist um undangengna daga, en hún er hluti af stærra máli eins og útskýrt er hér að ofan. Vandséð er hvernig endurbætur á GSM símkerfi geti talist mótvægisaðgerð við skaða sem áhrif virkjunar hefur á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunnarinnar eins og sveitarstjórn orðaði það sjálf í fundargerð 13. júni 2007. Eða er hægt að réttlæta óafturkræf áhrif á Þjórsá og umhverfi hennar með því að Landsvirkjun lagi vegi eða leggi vatnsleiðslur um sveitarfélagið? Spyrja má hvað kostun á GSM símkerfi, kostun og lagning vatnsleiðslu eða endurbygging vegakafla á skylt við aðalskipulag? Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvort aðkoma Landsvirkjunar eins og lýst er hér að ofan sé eðlileg. Það er þessi aðkoma Landsvirkjunar sem sumir hafa kallað ,,að hægt sé að kaupa sér skipulag." Það er mikið vald sem felst í því að fara með skipulagsmál og valdi fylgir ábyrgð. Spurningin er hvort það sé jafn leikur og allir fái að njóta vafans að væntanlegur framkvæmdaaðili beri fé í sveitarfélagið eins og að ofan er lýst í formi vega, vatnsleiðslu, GSM og eingreiðslu á sama tíma og verið er að fjalla um framtíðarskipulag sveitarfélagsins. Einnig veltir maður því fyrir sér hvernig þessi atburðarás rímar við almenn ákvæði skipulagslaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Uriðafossvirkjun ógilda á dögunum. Deilt hefur verið um skipulagsmál í Flóahreppi undangengin ár og er þessi dómur einn angi af miklu stærra máli. Við skulum rifja upp söguna og fara aftur til 13. júní 2007 og líta í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps þar sem finna má bókun að; sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun sem var í upphaflegri tillögu fyrrverandi hreppsnefndar Villingaholtshrepps. Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans, né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar. Þessi afstaða sveitarstjórnar virðist ekki hafa verið djúpt ígrunduð því í fundargerð Flóahrepps frá 15. júni 2007 kemur fram að Landsvirkjun er búin að blanda sér í málefni sveitarfélagsins. Í bókun kemur m.a. fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hafi hist eftir fund sveitarstjórnarinnar og rætt um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Í framhaldi af því samþykkir sveitarstjórn að á íbúafundi 25. júni það sama ár verði lagðar fram tvær tillögur, með og án Urriðafossvirkjunar. Fram kemur í fundargerð frá 2. júlí 2007 að vinna sé í gangi milli sveitarstjórnar og Landsvirkjunar og í viðræðum hafi verið unnið að því að fá fram hvaða hugsanlegar mótvægisaðgerðir Landsvirkjun muni ráðast í, ef af framkvæmdum við Urriðafossvirkjun verði í nánustu framtíð. Á sveitarstjórnarfundi 14. nóvember 2007 er upplýst að viðræðum við Landsvirkjun um hugsanlegar mótvægisaðgerðir sé lokið með samkomulagi sem gerir m.a. ráð fyrir eftirfarandi mótvægisaðgerðum Landsvirkjunar;Landsvirkjun mun kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf.Endurbyggingu vegakafla frá þjóðvegi 1 um sveitarfélagið að Gaulverjabæ, þ.e. Urriðafossvegar og Hamarsvegar. Landsvirkjun mun sjá til þess að þeir vegir verði endurbyggðir með bundnu slitlagi.Endurbætur á GSM símakerfi í sveitarfélaginu þannig að gott farsímasamband verði í sveitarfélaginu með uppsetningu nýs sendis neðarlega í sveitarfélaginu og styrkingu núverandi senda ef með þarf. Í umræddu samkomulagi Landsvirkjunar og Flóahrepps sem undirritað er 19. júlí 2007 kemur einnig fram að Landsvirkjun leggi fram eingreiðslu kr. 40 milljónir til sérverkefna tengdum vatnsöflunarmálum í sveitarféalginu. Í 6. gr. umrædds samkomulags er getið um að Landsvirkjun muni bera allan kostnað af gerð deiliskipulags af virkjunarsvæði Urriðafossvirkjunar ásamt tilheyrarndi greinargerðum vegna skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun greiðir þann kostnað beint til ráðgjafa þeirra er annast það verkefni í samráði við sveitarstjórn. Samkomuleg er um að Landsvirkjun bæti sveitarfélaginu að fullu kostnað sem það kann að verða fyrir við aðal- og deiliskipulagsvinnu vegna virkjunarinnar. Það er þessi 6. grein samkomulagsins sem allur fréttaflutningur hefur snúist um undangengna daga, en hún er hluti af stærra máli eins og útskýrt er hér að ofan. Vandséð er hvernig endurbætur á GSM símkerfi geti talist mótvægisaðgerð við skaða sem áhrif virkjunar hefur á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunnarinnar eins og sveitarstjórn orðaði það sjálf í fundargerð 13. júni 2007. Eða er hægt að réttlæta óafturkræf áhrif á Þjórsá og umhverfi hennar með því að Landsvirkjun lagi vegi eða leggi vatnsleiðslur um sveitarfélagið? Spyrja má hvað kostun á GSM símkerfi, kostun og lagning vatnsleiðslu eða endurbygging vegakafla á skylt við aðalskipulag? Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvort aðkoma Landsvirkjunar eins og lýst er hér að ofan sé eðlileg. Það er þessi aðkoma Landsvirkjunar sem sumir hafa kallað ,,að hægt sé að kaupa sér skipulag." Það er mikið vald sem felst í því að fara með skipulagsmál og valdi fylgir ábyrgð. Spurningin er hvort það sé jafn leikur og allir fái að njóta vafans að væntanlegur framkvæmdaaðili beri fé í sveitarfélagið eins og að ofan er lýst í formi vega, vatnsleiðslu, GSM og eingreiðslu á sama tíma og verið er að fjalla um framtíðarskipulag sveitarfélagsins. Einnig veltir maður því fyrir sér hvernig þessi atburðarás rímar við almenn ákvæði skipulagslaga?
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun