Urriðafossvirkjun - upprifjun Svanhvít Hermannsdóttir skrifar 24. febrúar 2011 00:01 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Uriðafossvirkjun ógilda á dögunum. Deilt hefur verið um skipulagsmál í Flóahreppi undangengin ár og er þessi dómur einn angi af miklu stærra máli. Við skulum rifja upp söguna og fara aftur til 13. júní 2007 og líta í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps þar sem finna má bókun að; sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun sem var í upphaflegri tillögu fyrrverandi hreppsnefndar Villingaholtshrepps. Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans, né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar. Þessi afstaða sveitarstjórnar virðist ekki hafa verið djúpt ígrunduð því í fundargerð Flóahrepps frá 15. júni 2007 kemur fram að Landsvirkjun er búin að blanda sér í málefni sveitarfélagsins. Í bókun kemur m.a. fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hafi hist eftir fund sveitarstjórnarinnar og rætt um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Í framhaldi af því samþykkir sveitarstjórn að á íbúafundi 25. júni það sama ár verði lagðar fram tvær tillögur, með og án Urriðafossvirkjunar. Fram kemur í fundargerð frá 2. júlí 2007 að vinna sé í gangi milli sveitarstjórnar og Landsvirkjunar og í viðræðum hafi verið unnið að því að fá fram hvaða hugsanlegar mótvægisaðgerðir Landsvirkjun muni ráðast í, ef af framkvæmdum við Urriðafossvirkjun verði í nánustu framtíð. Á sveitarstjórnarfundi 14. nóvember 2007 er upplýst að viðræðum við Landsvirkjun um hugsanlegar mótvægisaðgerðir sé lokið með samkomulagi sem gerir m.a. ráð fyrir eftirfarandi mótvægisaðgerðum Landsvirkjunar;Landsvirkjun mun kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf.Endurbyggingu vegakafla frá þjóðvegi 1 um sveitarfélagið að Gaulverjabæ, þ.e. Urriðafossvegar og Hamarsvegar. Landsvirkjun mun sjá til þess að þeir vegir verði endurbyggðir með bundnu slitlagi.Endurbætur á GSM símakerfi í sveitarfélaginu þannig að gott farsímasamband verði í sveitarfélaginu með uppsetningu nýs sendis neðarlega í sveitarfélaginu og styrkingu núverandi senda ef með þarf. Í umræddu samkomulagi Landsvirkjunar og Flóahrepps sem undirritað er 19. júlí 2007 kemur einnig fram að Landsvirkjun leggi fram eingreiðslu kr. 40 milljónir til sérverkefna tengdum vatnsöflunarmálum í sveitarféalginu. Í 6. gr. umrædds samkomulags er getið um að Landsvirkjun muni bera allan kostnað af gerð deiliskipulags af virkjunarsvæði Urriðafossvirkjunar ásamt tilheyrarndi greinargerðum vegna skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun greiðir þann kostnað beint til ráðgjafa þeirra er annast það verkefni í samráði við sveitarstjórn. Samkomuleg er um að Landsvirkjun bæti sveitarfélaginu að fullu kostnað sem það kann að verða fyrir við aðal- og deiliskipulagsvinnu vegna virkjunarinnar. Það er þessi 6. grein samkomulagsins sem allur fréttaflutningur hefur snúist um undangengna daga, en hún er hluti af stærra máli eins og útskýrt er hér að ofan. Vandséð er hvernig endurbætur á GSM símkerfi geti talist mótvægisaðgerð við skaða sem áhrif virkjunar hefur á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunnarinnar eins og sveitarstjórn orðaði það sjálf í fundargerð 13. júni 2007. Eða er hægt að réttlæta óafturkræf áhrif á Þjórsá og umhverfi hennar með því að Landsvirkjun lagi vegi eða leggi vatnsleiðslur um sveitarfélagið? Spyrja má hvað kostun á GSM símkerfi, kostun og lagning vatnsleiðslu eða endurbygging vegakafla á skylt við aðalskipulag? Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvort aðkoma Landsvirkjunar eins og lýst er hér að ofan sé eðlileg. Það er þessi aðkoma Landsvirkjunar sem sumir hafa kallað ,,að hægt sé að kaupa sér skipulag." Það er mikið vald sem felst í því að fara með skipulagsmál og valdi fylgir ábyrgð. Spurningin er hvort það sé jafn leikur og allir fái að njóta vafans að væntanlegur framkvæmdaaðili beri fé í sveitarfélagið eins og að ofan er lýst í formi vega, vatnsleiðslu, GSM og eingreiðslu á sama tíma og verið er að fjalla um framtíðarskipulag sveitarfélagsins. Einnig veltir maður því fyrir sér hvernig þessi atburðarás rímar við almenn ákvæði skipulagslaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun umhverfisráðherra um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Uriðafossvirkjun ógilda á dögunum. Deilt hefur verið um skipulagsmál í Flóahreppi undangengin ár og er þessi dómur einn angi af miklu stærra máli. Við skulum rifja upp söguna og fara aftur til 13. júní 2007 og líta í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps þar sem finna má bókun að; sveitarstjórn Flóahrepps samþykki að leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun sem var í upphaflegri tillögu fyrrverandi hreppsnefndar Villingaholtshrepps. Megin ástæða þess er að sveitarstjórn telur ekki nægilegan ávinning af slíkri virkjun fyrir Flóahrepp og íbúa hans, né að bættur verði sá skaði sem áhrif virkjunar hefði á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunarinnar. Þessi afstaða sveitarstjórnar virðist ekki hafa verið djúpt ígrunduð því í fundargerð Flóahrepps frá 15. júni 2007 kemur fram að Landsvirkjun er búin að blanda sér í málefni sveitarfélagsins. Í bókun kemur m.a. fram að fulltrúar Landsvirkjunar og fulltrúar sveitarstjórnar hafi hist eftir fund sveitarstjórnarinnar og rætt um mögulegar mótvægisaðgerðir vegna áhrifa virkunar Urriðafoss á sveitarfélagið. Í framhaldi af því samþykkir sveitarstjórn að á íbúafundi 25. júni það sama ár verði lagðar fram tvær tillögur, með og án Urriðafossvirkjunar. Fram kemur í fundargerð frá 2. júlí 2007 að vinna sé í gangi milli sveitarstjórnar og Landsvirkjunar og í viðræðum hafi verið unnið að því að fá fram hvaða hugsanlegar mótvægisaðgerðir Landsvirkjun muni ráðast í, ef af framkvæmdum við Urriðafossvirkjun verði í nánustu framtíð. Á sveitarstjórnarfundi 14. nóvember 2007 er upplýst að viðræðum við Landsvirkjun um hugsanlegar mótvægisaðgerðir sé lokið með samkomulagi sem gerir m.a. ráð fyrir eftirfarandi mótvægisaðgerðum Landsvirkjunar;Landsvirkjun mun kosta lögn nýrrar aðveitu vatnsveitu sveitarfélagsins, nægilega miðlun vatnsins með tilliti til dreifingar um allt sveitarfélagið og byggingu miðlunartanks ef með þarf.Endurbyggingu vegakafla frá þjóðvegi 1 um sveitarfélagið að Gaulverjabæ, þ.e. Urriðafossvegar og Hamarsvegar. Landsvirkjun mun sjá til þess að þeir vegir verði endurbyggðir með bundnu slitlagi.Endurbætur á GSM símakerfi í sveitarfélaginu þannig að gott farsímasamband verði í sveitarfélaginu með uppsetningu nýs sendis neðarlega í sveitarfélaginu og styrkingu núverandi senda ef með þarf. Í umræddu samkomulagi Landsvirkjunar og Flóahrepps sem undirritað er 19. júlí 2007 kemur einnig fram að Landsvirkjun leggi fram eingreiðslu kr. 40 milljónir til sérverkefna tengdum vatnsöflunarmálum í sveitarféalginu. Í 6. gr. umrædds samkomulags er getið um að Landsvirkjun muni bera allan kostnað af gerð deiliskipulags af virkjunarsvæði Urriðafossvirkjunar ásamt tilheyrarndi greinargerðum vegna skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun greiðir þann kostnað beint til ráðgjafa þeirra er annast það verkefni í samráði við sveitarstjórn. Samkomuleg er um að Landsvirkjun bæti sveitarfélaginu að fullu kostnað sem það kann að verða fyrir við aðal- og deiliskipulagsvinnu vegna virkjunarinnar. Það er þessi 6. grein samkomulagsins sem allur fréttaflutningur hefur snúist um undangengna daga, en hún er hluti af stærra máli eins og útskýrt er hér að ofan. Vandséð er hvernig endurbætur á GSM símkerfi geti talist mótvægisaðgerð við skaða sem áhrif virkjunar hefur á vatnsverndarsvæði, ferðaþjónustu, lífríki í Þjórsá og landnotkun í nágrenni virkjunnarinnar eins og sveitarstjórn orðaði það sjálf í fundargerð 13. júni 2007. Eða er hægt að réttlæta óafturkræf áhrif á Þjórsá og umhverfi hennar með því að Landsvirkjun lagi vegi eða leggi vatnsleiðslur um sveitarfélagið? Spyrja má hvað kostun á GSM símkerfi, kostun og lagning vatnsleiðslu eða endurbygging vegakafla á skylt við aðalskipulag? Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvort aðkoma Landsvirkjunar eins og lýst er hér að ofan sé eðlileg. Það er þessi aðkoma Landsvirkjunar sem sumir hafa kallað ,,að hægt sé að kaupa sér skipulag." Það er mikið vald sem felst í því að fara með skipulagsmál og valdi fylgir ábyrgð. Spurningin er hvort það sé jafn leikur og allir fái að njóta vafans að væntanlegur framkvæmdaaðili beri fé í sveitarfélagið eins og að ofan er lýst í formi vega, vatnsleiðslu, GSM og eingreiðslu á sama tíma og verið er að fjalla um framtíðarskipulag sveitarfélagsins. Einnig veltir maður því fyrir sér hvernig þessi atburðarás rímar við almenn ákvæði skipulagslaga?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun