Nú er lýst eftir peningastefnu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar