Nú er lýst eftir peningastefnu Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum af fjórðu afgreiðslu AGS á efnahagsaðstoð til okkar segir að nú verði kveðið á um að við þurfum eða verðum að móta okkur peningastefnu til frambúðar. Í skrifum um síðustu helgi gagnrýndi pistlahöfundurinn, Þorsteinn Pálsson, stjórnmálaleiðtoga fyrir að þegja um peningastefnu eða - stefnuleysi í áramótagreinum og - ávörpum. Það má með sanni segja að erfitt er að vita hvað sumir stjórnmálamenn telja að verði okkur, íslensku þjóðinni, affærasælast við stjórn peningamála á næstu árum og áratugum. Það er heldur enginn vandi að taka undir að það er vont þegar fólk þegir um svo mikilvæg málefni. Krónan hefur ekki reynst okkur vel, það liggur í augum uppi og það sýna rannsóknir. Væntanlega eiga enn fleiri rannsóknir eftir að sýna það, og útlista alls konar villur sem gerðar voru við stjórn peningamála undanfarin ár og jafnvel áratugi. Stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild okkar að Evrópusambandinu verða ekki sakaðir um stefnuleysi í peningamálum. Aðild að sambandinu myndi færa okkur inn í myntsamstarfið þó við gætum auðvitað ekki umsvifalaust skipt á krónu og evru. Aðild að ESB er hins vegar forsenda fyrir að við getum nokkurn tímann skipt krónunni út fyrir evruna. Í mínum huga þurfum við að hugsa þetta í tveim eða kannski er réttara að segja þrem skrefum. Fyrst þurfum við að brúa bilið þangað til við komumst inn í hið svokallaða ERM II. Það gerum við með því að losa um gjaldeyrishöftin eins og kostur er. En við neyðumst til að hafa þau áfram í einhverri mynd. Evrópusambandsríki sem ekki uppfylla skilyrði til að taka upp evru geta verið í ERM II, það er annað skrefið. Þá tengist gjaldmiðillinn evru með vikmörkum uppá ± 15 %. Ef útlit er fyrir að gengið sveiflist út fyrir vikmörkin kemur Evrópski seðlabankinn sjálfkrafa til hjálpar. Þegar Maastricht skilyrðin hafa verið uppfyllt tökum við síðan upp evru það væri þriðja skrefið. Auðvitað verður hvorki lífið sjálft né efnahagslífið eilífur dans á rósum við að ganga í ESB, en það mun sannarlega verða auðveldara að ráða við - allavega það síðarnefnda. - Þau þrjú skref sem ég nefndi eru stóru mikilvægu skrefin. Vissulega þarf svo alls konar ráðstafanir og krúsudullur í kring, en það er allt miklu auðveldara viðfangs. Annað hvort þetta eða áframhaldandi gjaldeyrishöft fyrir barnabarnabörnin. Það er ekki þeirra sem vilja halda samningaviðræðunum við ESB áfram að segja fyrir um einhverja aðra leið í peningastjórn þjóðarinnar. Það er hinna þeirra sem ekki vilja fara ESB leiðina að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að losa um gjaldeyrishöftin og halda efnahagslífinu hér stöðugu. Við bíðum spennt - að minnsta kosti ég.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun