Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar 3. mars 2011 08:00 Ögmundur Jónasson vill auka rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu svo hún sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpahópa hér á landi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira