Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar 3. mars 2011 08:00 Ögmundur Jónasson vill auka rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu svo hún sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpahópa hér á landi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira