Víðtækari heimildir lögreglu boðaðar 3. mars 2011 08:00 Ögmundur Jónasson vill auka rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu svo hún sé í stakk búin til að takast á við skipulagða glæpahópa hér á landi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra boðaði á Alþingi í gær vilja sinn til að lögregla fengi víðtækari rannsóknarheimildir til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa. Hann kvað frumvarp þessa efnis vera í smiðum í innanríkisráðuneytinu. Málið hefði verið kynnt í ríkisstjórn. Tilefni þessa var fyrirspurn Ólafar Nordal alþingismanns um viðbrögð stjórnvalda við fregnum af vaxandi umfangi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi, sem hún sagði gríðarlega ógn við íslenskt samfélag. „Nýjustu heimildir frá lögreglunni herma að skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi sé að færast í vöxt, sé orðin umfangsmeiri og brotin alvarlegri," sagði innanríkisráðherra í svari sínu. „Hér erum við að tala um fíkniefnasölu, mansal, peningaþvætti, vopnasmygl og vopnasölu og fjárkúgun af grófustu tegund." Ögmundur sagði enn fremur að greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefði nýlega gefið út hættumat vegna vísbendinga um vaxandi spennu í íslenskum undirheimum. Telji deildin vaxandi hættu á að til átaka og jafnvel uppgjörs komi í íslenskum undirheimum þar sem tekist verði á um fíkniefnamarkaði og stöðu á öðrum sviðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Allt bendi til þess að vélhjóladeildin MC Iceland hljóti viðurkenningu sem fullgild deild í Hells Angels og að nýr hópur íslenskra brotamanna hafi verið myndaður gagngert til þess að bregðast við breyttri stöðu í íslensku undirheimum. „Þessi þróun felur í sér í senn möguleika og ógn við öryggi almennings, starfsmenn lögreglu og tollþjónustu," sagði ráðherra. „Íslenska lögreglan hefur um árabil fylgst vel með þróun glæpagengja á Íslandi og utan þess og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar skjóti hér rótum. Ljóst er að efla þarf lögregluna enn frekar á þessu sviði þannig að henni sé gert kleift að fara fram með eins markvissum hætti og framast er unnt," sagði Ögmundur og nefndi fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir, þó með því skilyrði að þær yrðu áfram veittar á grundvelli dómsúrskurðar. Slíkar heimildir lögreglu veittu möguleika á að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpahópa sem grunaðir séu um alvarlega brotastarfsemi ekki síður en einstaklinga. jss@frettabladid.is
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira