Jöklafólkvang eða virkjun? Þorlákur Axel Jónsson skrifar 3. mars 2011 06:00 Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Fallorka heitir félag í eigu Akureyrarbæjar sem sinnir rafmagnsframleiðslu og raforkusölu sem áður var hjá Norðurorku. Breið samstaða hefur ríkt meðal Akureyringa um að Glerárdal beri að vernda. Fallorka rýfur nú þann frið. Eitt er að Fallorka láti sér detta í hug að að leggja Glerá í holræsi og þurrka upp Glerárgil ofan Réttarhvamms, að eyðileggja friðlýstar náttúruminjar sem njóta verndar aðalskipulags og eru á Náttúruminjaskrá, að ráðast inn í náttúruvættið með jarðýtum og skurðgröfum, að breyta útivistarsvæði í iðnaðarlóð, að vera óvitandi um lífsgæðin sem felast í tækifærum okkar til að upplifa einstaka náttúru í bæjarlandinu – annað er að ætla að fá leyfi til slíkra framkvæmda á þeim forsendum sem Fallorka leggur upp með. Andri Teitsson framkvæmdastjóri Fallorku heldur því fram í bréfi sem lagt var fram í bæjarráði Akureyrar 17. feb. sl. að bæjarbúar muni fá ódýrara rafmagn verði friðlýsingu aflétt og virkjunin heimiluð. Talað er um að með aukinni eigin framleiðslu og minni kaupum félagsins á rafmagni á heildsölumarkaði muni "viðskiptavinir þess (einkum Akureyringar) njóta góðs af." Stæðist það raforkulög að nota hagnað af nýrri virkjun til þess að niðurgreiða rafmagn tiltekinna viðskiptavina Fallorku? Í tilskrifi Fallorku er talað um að stíflan verði "ekki há" og ekki verði lón "til vatnsöflunar" en það verður stífla og það verður lón. Ekkert kemur fram um stærð þeirra mannvirkja annað en að stífla, inntaksmannvirki, jöfnunarþró og vegagerð kosti 35 milljónir. Er þetta trúleg kostnaðaráætlun? Viðgerðir kostuðu Fallorku að eigin sögn 200 milljónir þegar stífla brast hjá þeim í Djúpadal fyrir fáum árum og skemmdi virkjun. Verkfræðistofa Norðurlands tók saman minnisblað fyrir Fallorku sem var lagt fram í bæjarráði og byggir það á lokaritgerð Skírnis Sigurbjörnssonar við auðlindasvið Háskólans á Akureyri frá 2007 um "Frummat á virkjun Glerár". Lónið sem Skrínir teiknar inn á yfirlitsmynd af mannvirkjunum er horfið í endurgerð VN sem var lögð fyrir bæjarráð. Hver er skýringin á því? Skírnir skrifar um þann möguleika að miðla vatnsrennslinu í Glerá yfir árið og minnka þannig sveifluna í framleiðslunni. "Miðlunin mundi væntanlega auka arðsemi virkjunarinnar mjög mikið" skrifar Skírnir og heldur áfram: "Miðlunin þyrfti ekki að vera mikil þó meiri miðlun sé hagkvæmari." Eigi peningasjónarmið Fallorku að ráða því að vatninu sé veitt úr Glerárgili, hvers vegna skyldi peningasjónarmið ekki kalla á hærri stíflu og miðlunarlón þegar virkjunin verður komin á sinn stað? Fallorka á ekkert eigið fé en kynnir 80% lán frá viðskiptabanka sínum. Bankinn afskrifaði 247 milljóna skuld á síðasta ári. Fallorka leggur fram hugmyndir um viðskiptahætti sem varla standast lög, kynnir fráleita kostnaðaráætlun og leynir áformum sínum með ófullburða gögnum. Á síðasta ári var samskonar erindi frá Fallorku um afnám friðlýsingar hafnað af bæjaryfirvöldum. Bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lét blekkjast á fundinum 17. feb. og fagnaði áformum Fallorku með bókun. Eru hagsmunir viðskiptabanka Fallorku svo mikilvægir að við ákveðum umræðulaust að hverfa frá grundvallarstefnu um verndun Glerárdals? Bæjarráði ber að hafna erindinu. Enn streymir Glerá frjáls í gljúfrinu sínu, enn er hægt að bjarga fossum, skútum og skessukötlum. Enn getum við skilað afkomendunum jöklafólkvangi á Glerárdal.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun