Innlent

Sleðamenn æfir yfir takmörkuðu aðgengi

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
Stjórn Landssambands íslenskra vélsleðamanna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Svandísar Svavardóttur  umhverfisráðherra, að takmarka verulega aðgengi almennings að Vatnajökulsþjóðgarði.

Sambandið telur vinnubrögð ráðherrans ekki samrýmast lýðræðisstjórnun þar sem þeir sem mest hafa farið um þjóðgarðinn, eins og sleðamenn, hestamenn, jeppamenn og aðrir útivistarunnendur, hafi ekki verið hafðir með í ráðum.

Umhverfisnefnd Alþingis ætlar að halda opinn fund um málefni þjóðgarðsins á morgun að frumkvæði þingmannanna Birgis Ármannssonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×