Innlent

Da Vinci fléttan: Vickram látinn laus gegn hálfum milljarði

Vicram, t.v. ásamt Helgu og Obama.
Vicram, t.v. ásamt Helgu og Obama. Myndin er af vef Journal News.
Vickram Bedi, annar sakborninganna í stórfelldu fjársvikamáli í New York-ríki, hefur verið látinn laus úr haldi gegn fimm milljóna dollara tryggingu, eða sem nemur um 580 milljónum króna samkvæmt fréttastofu RÚV.

Hinn sakborningurinn er Helga Ingvarsdóttir, sem bjó með Bedi og rak með honum tölvuverslun í smábæ, skammt norðan New-York borgar. Þau voru handtekin í byrjun nóvember, sökuð um að hafa svikið allt að 20 milljónir dollara af auðkýfingnum og tónskáldinu Roger Davidson.

Helga var líka í varðhaldi, þar til skömmu fyrir jól að hún var látin laus gegn tryggingu. Lögmenn þeirra Bedi og Helgu reyna nú að semja við saksóknara um málalok væntanlega að þau játi á sig sakir gegn vægari refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×