Fráleitur niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur Orri Vésteinsson skrifar 3. mars 2011 09:15 Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar