Fráleitur niðurskurður í skólakerfi Reykjavíkur Orri Vésteinsson skrifar 3. mars 2011 09:15 Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er allt rangt við niðurskurð meirihlutans í Reykjavík til leikskóla og grunnskóla. Það er rangt að hjá þessum niðurskurði verði ekki komist, að svo rækilega hafi verið hreinsað til í borgarkerfinu að ekkert sé annað eftir en að reka leikskólastjóra. Það er röng aðferð að ákveða fyrst hversu mikið eigi að skera niður og reyna síðan að finna út úr því hvernig eigi að gera það. Sú aðferð leiðir ekki aðeins út í pólitískar ógöngur eins og þær sem meirihlutinn er nú kominn í heldur skaðar hún skólastarfið með þeirri óvissu sem hún veldur og hindrar að hægt sé að ná fram umbótum. Það er rangt að það hafi verið haft raunverulegt samráð við fagfólk og foreldra um þessar hugmyndir. Það er ekki samráð að boða fólk á fundi eða leyfa því að senda inn athugasemdir ef það er ekki tekið mark á því sem það hefur að segja. Allt þetta mætti samt fyrirgefa ef þær niðurskurðartillögur sem nú eru að líta dagsins ljós væru ekki jafnvondar og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þær hugmyndir sem meirihlutinn leggur til grundvallar, og Stefán Benediktsson lýsti í grein hér í Fréttablaðinu 21. febrúar síðastliðinn, eru í sjálfu sér ágætar. Það er alveg rétt að reykvískir skólar, sér í lagi grunnskólarnir, eru of litlir og smæð þeirra stendur gæðum skólastarfsins fyrir þrifum. Misbresturinn felst annarsvegar í því að það er ekki áhlaupaverk að sameina skóla. Það verður ekki gert án skaða fyrir börnin sem í skólunum eru nema að vandlega yfirveguðu máli og í sátt og samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Engin hugmyndafræði er svo góð að það sé hægt að gera hana að veruleika með þjösnaskap. Hinsvegar liggja mistök meirihlutans í því að tillögurnar ganga alls ekki út á neinar sameiningar. Það er ekki sameining þótt skipaður sé einn yfirmaður yfir tvo skóla. Það er bara leikur að orðum. Eftir sem áður mun þurfa einhvern á báðum stöðum sem er til svara og getur tekið ábyrgð á þeim vandamálum sem upp koma, á þeirri stund og þeim stað sem þau koma upp. Tillögurnar ganga því ekki út á annað en að lækka laun og breyta starfsheitum hæstráðenda á hverjum stað. Meirihlutinn vonar líklega að leikskólastjórarnir sem missa störf sín láti það yfir sig ganga að verða ráðnir aftur á lægri launum með önnur starfsheiti. En hættan er sú að einmitt þessir lykilstarfsmenn í skólakerfinu okkar, fólkið sem hefur mesta menntun og reynslu, og sem mesta möguleika á annars staðar á vinnumarkaðnum, láti ekki bjóða sér þetta og hverfi á braut. Þótt verulegur sparnaður næðist, sem er ekki útlit fyrir, þá er það ekki ásættanleg áhætta. Leikskólarnir í Reykjavík eru frábærir, ótrúlega frábærir ef haft er í huga hvílík smánarlaun starfsfólk þeirra þarf að sætta sig við. Allar aðgerðir sem grafa undan starfsgleði og metnaði skila sér í verra skólastarfi. Þær bitna á börnunum okkar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun