Sparnaðartillögum mótmælt - lítill ávinningur 3. mars 2011 15:24 Sóley Tómasdóttir er oddviti VG í borgarstjórn. Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna harðlega framkomnar sparnaðartillögur í skólamálum borgarinnar. Að mati flokksins er faglegur ávinningur af tillögunum vart til staðar og þá er gagnrýnt að þarfagreining hafi ekki verið gerð. Þá eru markmið óskýr að mati VG og rökstuðningur ófullnægjandi. „Niðurstöður starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila sýna að fjárhagslegur ávinningur verður lítill sem eykur enn á efasemdir um réttmæti aðgerðanna," segir í yfirlýsingu frá VG. „Engu að síður fer meirihlutinn sínu fram, þvert gegn athugasemdum frá fagfólki, foreldrum og fulltrúum minnihlutans sem hafa verið settar fram bæði á faglegum forsendum en eins með sanngirnisrök að leiðarljósi. Ákefðin er svo mikil að ekki var fallist á að gefa kjörnum fulltrúum vikufrest til að kynna sér tillögurnar til hlítar heldur haldið áfram á sama hraða og einkennt hefur ferlið allt."Ámælisverð áform „Að ósk Vinstri grænna var þó fallist á að leita umsagna fagfólks og hagsmunaaðila, m.a. frá Menntavísindasviði HÍ, Félagi grunnskólakennara, Félagi leikskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Jafnréttisstofu, Samfok, Þroskahjálp og Börnunum okkar. Eins var óskað eftir lögfræðiáliti Menntamálaráðuneytis á því hvort breytingarnar stæðust bókstaf og anda þeirra laga sem unnið er út frá," segir enn fremur. Þá segir að áform meirihlutans séu í hæsta máta ámælisverð. „Þau grafa ekki aðeins undan faglegri þjónustu við börn, heldur endurspeglast í þeim vanvirðing við þá fagþekkingu og uppbyggingarstarf sem hefur verið unnið af hálfu uppeldisstétta í áranna rás. Fögur fyrirheit um fagmennsku og virðingu fyrir sérkennum ólíkra stofnana standast ekki, enda munu breytingarnar leiða af sér aukna einsleitni og meiri áherslu á rekstur á kostnað faglegrar framþróunar. Að sama skapi munu breytingarnar stuðla að afturför hvað varðar stöðu og þátttöku kvenna á vinnumarkaði, sem er í hrópandi andstöðu við aukna meðvitund samfélagsins í jafnréttismálum og stefnu meirihlutaflokkanna tveggja." „Það er einörð afstaða Vinstri grænna að útfæra verði hagræðingu á öllum öðrum sviðum borgarinnar og í stjórnkerfinu áður en snert er við þessari allra viðkvæmustu þjónustu borgarinnar. Þau einstrengingslegu og öfugsnúnu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð vekja upp spurningar um hæfi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar til stefnumótunar og forgangsröðunar á fjármunum og verkefnum fyrir hönd borgarbúa," segir að lokum. Tengdar fréttir Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega. 3. mars 2011 15:03 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna harðlega framkomnar sparnaðartillögur í skólamálum borgarinnar. Að mati flokksins er faglegur ávinningur af tillögunum vart til staðar og þá er gagnrýnt að þarfagreining hafi ekki verið gerð. Þá eru markmið óskýr að mati VG og rökstuðningur ófullnægjandi. „Niðurstöður starfshóps um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila sýna að fjárhagslegur ávinningur verður lítill sem eykur enn á efasemdir um réttmæti aðgerðanna," segir í yfirlýsingu frá VG. „Engu að síður fer meirihlutinn sínu fram, þvert gegn athugasemdum frá fagfólki, foreldrum og fulltrúum minnihlutans sem hafa verið settar fram bæði á faglegum forsendum en eins með sanngirnisrök að leiðarljósi. Ákefðin er svo mikil að ekki var fallist á að gefa kjörnum fulltrúum vikufrest til að kynna sér tillögurnar til hlítar heldur haldið áfram á sama hraða og einkennt hefur ferlið allt."Ámælisverð áform „Að ósk Vinstri grænna var þó fallist á að leita umsagna fagfólks og hagsmunaaðila, m.a. frá Menntavísindasviði HÍ, Félagi grunnskólakennara, Félagi leikskólakennara, Skólastjórafélagi Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Þroskaþjálfafélagi Íslands, Jafnréttisstofu, Samfok, Þroskahjálp og Börnunum okkar. Eins var óskað eftir lögfræðiáliti Menntamálaráðuneytis á því hvort breytingarnar stæðust bókstaf og anda þeirra laga sem unnið er út frá," segir enn fremur. Þá segir að áform meirihlutans séu í hæsta máta ámælisverð. „Þau grafa ekki aðeins undan faglegri þjónustu við börn, heldur endurspeglast í þeim vanvirðing við þá fagþekkingu og uppbyggingarstarf sem hefur verið unnið af hálfu uppeldisstétta í áranna rás. Fögur fyrirheit um fagmennsku og virðingu fyrir sérkennum ólíkra stofnana standast ekki, enda munu breytingarnar leiða af sér aukna einsleitni og meiri áherslu á rekstur á kostnað faglegrar framþróunar. Að sama skapi munu breytingarnar stuðla að afturför hvað varðar stöðu og þátttöku kvenna á vinnumarkaði, sem er í hrópandi andstöðu við aukna meðvitund samfélagsins í jafnréttismálum og stefnu meirihlutaflokkanna tveggja." „Það er einörð afstaða Vinstri grænna að útfæra verði hagræðingu á öllum öðrum sviðum borgarinnar og í stjórnkerfinu áður en snert er við þessari allra viðkvæmustu þjónustu borgarinnar. Þau einstrengingslegu og öfugsnúnu vinnubrögð sem nú eru viðhöfð vekja upp spurningar um hæfi meirihluta Besta flokks og Samfylkingar til stefnumótunar og forgangsröðunar á fjármunum og verkefnum fyrir hönd borgarbúa," segir að lokum.
Tengdar fréttir Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega. 3. mars 2011 15:03 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega. 3. mars 2011 15:03