Aukinn kaupmátt og mannsæmandi kjör Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 25. mars 2011 15:20 Stóra mál yfirstandandi kosninga í VR, er að skipuð verði forystusveit sem getur rétt félagið við og tekist samhent á við gríðarlega kaupmáttarskerðingu og ört vaxandi misskiptingu. Mikilvægasta forsendan fyrir því er, að nýr formaður verði kosinn sem er ótengdur núverandi stjórn. Að öðrum kosti grassera þau átök og flokkadrættir bara áfram, sem dregið hafa þrótt úr félaginu undanfarin misseri. Stjórnvöld hafa með vanhugsuðum og ósamstíga aðgerðum stuðlað að áframhaldandi atvinnuleysi og keyrt kaupmátt millitekjufólks niður með þeim afleiðingum að vaxandi misskipting ógnar nú undirstöðum íslenska velferðarkerfisins. Laga verður kjarabaráttu félagsins að þessum breyttu aðstæðum, með því að glæða hana nýrri hugsun og nýjum áherslum. Beina verður sjónum félagsins í auknum mæli að kjaraskerðandi aðgerðum stjórnvalda og krefjast þess að byrðum kreppunnar verði dreift með sanngjarnari hætti. Krefjast verður leiðréttinga á ofurskattahækkunum, hækkunar persónuafsláttarins og endurskoðunar á núverandi útfærslu verðtryggingarkerfisins svo að dæmi um brýnar aðgerðir séu nefnd. VR þarf m.ö.o. að verða á ný millitekjufólki sú brjóstvörn sem það hefur verið og á að vera. Hrynji kjarabarátta millitekjufólks, sem er langstærsti hópurinn innan VR, verður róðurinn enn þyngri hjá þeim sem minnst hafa handanna á milli. VR þarf einnig að líta inn á við og endurskoða lykilþætti í starfseminni með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Réttindi félagsmanna hafa verið tekjutengd um of, með hliðsjón af hratt dvínandi kaupmætti, auk þess sem varasjóðurinn er ekki að nýtast félagsmönnum sem skyldi. Einnig verður að styrkja innviði markaðslaunakerfisins og „Fyrirtækis ársins", svo að þessar mikilvægu stoðir fái staðist það álag sem kreppan, atvinnuleysi og vaxandi atvinnuóöryggi hefur í för með sér. Síðast en ekki síst verður VR að standa sem aldrei fyrr í fæturna gagnvart atvinnurekendum og snúa vörn í sókn. Aukinn kaupmáttur og mannsæmandi kjör – við sættum okkur ekki við neitt minna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra mál yfirstandandi kosninga í VR, er að skipuð verði forystusveit sem getur rétt félagið við og tekist samhent á við gríðarlega kaupmáttarskerðingu og ört vaxandi misskiptingu. Mikilvægasta forsendan fyrir því er, að nýr formaður verði kosinn sem er ótengdur núverandi stjórn. Að öðrum kosti grassera þau átök og flokkadrættir bara áfram, sem dregið hafa þrótt úr félaginu undanfarin misseri. Stjórnvöld hafa með vanhugsuðum og ósamstíga aðgerðum stuðlað að áframhaldandi atvinnuleysi og keyrt kaupmátt millitekjufólks niður með þeim afleiðingum að vaxandi misskipting ógnar nú undirstöðum íslenska velferðarkerfisins. Laga verður kjarabaráttu félagsins að þessum breyttu aðstæðum, með því að glæða hana nýrri hugsun og nýjum áherslum. Beina verður sjónum félagsins í auknum mæli að kjaraskerðandi aðgerðum stjórnvalda og krefjast þess að byrðum kreppunnar verði dreift með sanngjarnari hætti. Krefjast verður leiðréttinga á ofurskattahækkunum, hækkunar persónuafsláttarins og endurskoðunar á núverandi útfærslu verðtryggingarkerfisins svo að dæmi um brýnar aðgerðir séu nefnd. VR þarf m.ö.o. að verða á ný millitekjufólki sú brjóstvörn sem það hefur verið og á að vera. Hrynji kjarabarátta millitekjufólks, sem er langstærsti hópurinn innan VR, verður róðurinn enn þyngri hjá þeim sem minnst hafa handanna á milli. VR þarf einnig að líta inn á við og endurskoða lykilþætti í starfseminni með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Réttindi félagsmanna hafa verið tekjutengd um of, með hliðsjón af hratt dvínandi kaupmætti, auk þess sem varasjóðurinn er ekki að nýtast félagsmönnum sem skyldi. Einnig verður að styrkja innviði markaðslaunakerfisins og „Fyrirtækis ársins", svo að þessar mikilvægu stoðir fái staðist það álag sem kreppan, atvinnuleysi og vaxandi atvinnuóöryggi hefur í för með sér. Síðast en ekki síst verður VR að standa sem aldrei fyrr í fæturna gagnvart atvinnurekendum og snúa vörn í sókn. Aukinn kaupmáttur og mannsæmandi kjör – við sættum okkur ekki við neitt minna!
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun