Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd? Svavar Hrafn Svavarsson skrifar 10. október 2011 06:00 Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun