Hvað er kennt þegar siðfræði er kennd? Svavar Hrafn Svavarsson skrifar 10. október 2011 06:00 Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Síðasta vetur var rædd á Alþingi tillaga um að gera heimspeki að skyldufagi í grunn- og framhaldsskólum. Mest var rætt um siðfræði. Að umræðum loknum var hún send til menntamálanefndar. Tillagan spratt af skýrslu rannsóknarnefndar og almennri umræðu um orsakir og aðdraganda hrunsins. Mér sýnist á umræðunni að ekki sé ljóst hvað sé kennt þegar siðfræði er kennd. Þó að viðfangsefnið sé ljóslega mannlegt siðferði, verður varla sagt að þeir sem kenni siðfræði kenni siðferði. Við kennum hvert öðru siðferði og lærum frá blautu barnsbeini. Við fæðumst inn í siðferði og mótumst sem siðferðisverur af samskiptum og lífsreynslu. Enda er fátt jafnmikilvægt og siðferði, gildismat, hneigðir og skoðanir sem gera manneskju að því sem hún er. Siðferði okkar ræður (mörgum, kannski flestum) ástæðum þess hvernig við breytum, hvað við teljum ákjósanlegt, hvers við væntum af náunganum, að við álösum honum eða hrósum. Það geymir forsendur fyrir mati okkar á því hvað sé gott ástand og hvað sé rétt breytni, hver séu réttlætanleg boð og bönn, hvaða ástæður og markmið séu mikilvæg, jafnvel því hvernig eigi að vera heil manneskja. Siðferðið grundvallar sjálfsmynd okkar, skilgreinir bæði okkur og stofnanir okkar. Það getur tilheyrt siðfræði að lýsa siðferði, útlista gildismat, greina frá staðreyndum málsins, því iðulega er mat okkar óljóst og innbyrðis mótsagnakennt. En alla jafna er fólki ekki kennt í siðfræði að ástæðulaust ofbeldi sé rangt, lygar séu varasamar, ójafnrétti sé skaðlegt, græðgi sé löstur. Því er ekki heldur kennt að náttúrulegt réttlæti birtist í yfirráðum þeirra sem eru sterkari. En í samræðunni sem kennslan er væri hægt að færa rök fyrir (eða gegn) réttmæti þessara skoðana, sem og annarra óræðari álitamála, hvort heldur um nýtingu stofnfruma, staðgöngumæðrun eða framleiðslu erfðabreyttra matvæla, svo nýleg dæmi séu nefnd, eða innviði viðskiptaheimsins. Það væri hægt að skýra forsendur og rökræða hvers konar breytni mætti telja rétta eða góða og hvers vegna, leggja til og færa rök fyrir hvers konar manneskja væri ákjósanlegt að vera. Það mætti benda á eymdina sem fylgdi tiltekinni breytni, afhjúpa ósamkvæmni þess að ætlast til annars af náunganum en sjálfum sér, tjá mikilvægi sanngirni, útskýra hvers vegna tilteknar hneigðir teljast lestir og hver sé skaðsemi lasta. Á þennan hátt gæti samræðan sagt okkur hvað sé gott og rétt og þannig breytt okkur eða styrkt, en ljóslega gæti hún einnig komið okkur í verulegt uppnám. Siðfræði er ekki kennsla í heldur rökræða um siðferði. Hún er margbreytileg tilraun (með ólíkum niðurstöðum) til að gera grein fyrir mannlegu siðferði. Hún er ekki ein um viðfangsefnið. Skáldverk og skopteikningar, til dæmis, fjalla um mannlegt siðferði. Á þessum forsendum, held ég, ættum við að spyrja hvort nauðsynlegt sé að rökræða þessi mál, eins og siðfræðin gerir, við börn og unglinga í kennslustofum landsins. Og reyndar hefur nú verið hrundið af stað verkefni innan Háskóla Íslands þar sem m.a. er spurt hvaða vit sé í því að fjalla um heimspeki, ekki síst siðfræði og gagnrýna hugsun, í kennslustofu með börnum og unglingum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun