Ótrúlegur bati Minhaj 12. nóvember 2011 09:00 Kraftaverki líkast. Bati Minhaj litla hefur verið með ólíkindum síðustu þrjá mánuði. Fréttablaðið/AP Í fréttum Myndin af Minhaj fór í fjölmiðla um allan heim á sínum tíma, þar á meðal Fréttablaðið. Hinn tíu mánaða gamli Minhaj Gedi Farah var lítið annað en skinn og bein þegar hann kom til Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenía fyrir þremur mánuðum. Innsognar kinnar hans, uppglennt augu og örmjóir handleggir birtust í fjölmiðlum um allan heim og áttu þátt í að opna augu heimsbyggðarinnar fyrir neyðarástandinu og hungursneyðinni sem hafði gerjast um mánaðaskeið í Austur-Afríku. Móðir Minhaj hugði honum vart líf þar sem hann lá á sjúkrabeði sínum, en eftir meðferð hjá hjálparsamtökum hefur drengurinn litli náð sér að fullu. Hann er nú með þrýstnar bollukinnar og vegur átta kíló, sem er nærri meðalþyngd tíu mánaða gamalla barna. Lykillinn að þessum árangri er aðstoð hjáparsamtaka sem hafa alið Minhaj á næringarbættu jarðhnetumauki, Plumpynut að nafni. Þrátt fyrir að mataraðstoð berist nú rúmlega tveimur milljónum nauðstaddra á svæðinu, eru enn 1,8 milljónir hjálpar þurfi. Flóttamannastraumurinn hefur minnkað nokkuð, en þó eru um 168.000 börn undir fimm ára aldri í bráðri hættu nema þau fái hjálp. Alþjóðasamfélagið hefur lagt til 779 milljónir dala af þeim 1.000 milljónum sem Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir. „Hungursneyðin er ekki að baki, börn eru að deyja hvern dag,“ segir Hannan Sulieman hjá UNICEF. „Vannæring er enn langt yfir neyðarmörkum líkt og verið hefur síðasta áratuginn.“ UNICEF hyggst viðhalda núverandi starfsemi til hjálpar nauðstöddum fram á næsta haust, og er vonast til þess að þá hafi landbúnaður á svæðinu tekið við sér. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Í fréttum Myndin af Minhaj fór í fjölmiðla um allan heim á sínum tíma, þar á meðal Fréttablaðið. Hinn tíu mánaða gamli Minhaj Gedi Farah var lítið annað en skinn og bein þegar hann kom til Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenía fyrir þremur mánuðum. Innsognar kinnar hans, uppglennt augu og örmjóir handleggir birtust í fjölmiðlum um allan heim og áttu þátt í að opna augu heimsbyggðarinnar fyrir neyðarástandinu og hungursneyðinni sem hafði gerjast um mánaðaskeið í Austur-Afríku. Móðir Minhaj hugði honum vart líf þar sem hann lá á sjúkrabeði sínum, en eftir meðferð hjá hjálparsamtökum hefur drengurinn litli náð sér að fullu. Hann er nú með þrýstnar bollukinnar og vegur átta kíló, sem er nærri meðalþyngd tíu mánaða gamalla barna. Lykillinn að þessum árangri er aðstoð hjáparsamtaka sem hafa alið Minhaj á næringarbættu jarðhnetumauki, Plumpynut að nafni. Þrátt fyrir að mataraðstoð berist nú rúmlega tveimur milljónum nauðstaddra á svæðinu, eru enn 1,8 milljónir hjálpar þurfi. Flóttamannastraumurinn hefur minnkað nokkuð, en þó eru um 168.000 börn undir fimm ára aldri í bráðri hættu nema þau fái hjálp. Alþjóðasamfélagið hefur lagt til 779 milljónir dala af þeim 1.000 milljónum sem Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir. „Hungursneyðin er ekki að baki, börn eru að deyja hvern dag,“ segir Hannan Sulieman hjá UNICEF. „Vannæring er enn langt yfir neyðarmörkum líkt og verið hefur síðasta áratuginn.“ UNICEF hyggst viðhalda núverandi starfsemi til hjálpar nauðstöddum fram á næsta haust, og er vonast til þess að þá hafi landbúnaður á svæðinu tekið við sér. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent