Innlent

Björgunarsveitir aðstoðuðu jeppamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn aðstoðuðu jeppafólk í gær. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitamenn aðstoðuðu jeppafólk í gær. Mynd/ Vilhelm.
Björgunarsveitir í uppsveitum Suðurlands, meðal annars frá Flúðum, Laugavatni og úr Biskpstungum, voru kallaðar út um miðjan daginn í gær vegna ferðalanga á jeppum sem voru í vandræðum. Björgunarsveitamennirnir fóru á Kjalveg, nánar tiltekið Bláfellsháls og norður af honum, þar sem jepparnir voru. Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir þeim tilmælum til manna að vera ekki að ferðast á hálendinu þegar vont veður er og ekkert ferðafæri, eins og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×