Sameining leikskóla = faglegur ávinningur? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Leikskólastjórar og kennarar hafa gagnrýnt harðlega hugmyndir um sameiningu leikskóla og sameiningu grunn- og leikskóla. Bent hefur verið á að niðurskurður bitni á faglegu starfi og leiði til aukins álags á starfsfólk. Hvergi hafa fagaðilar fjallað um að faglegur ávinningur hafi hlotist af niðurskurði fyrri ára svo okkur sé kunnugt um. Á hvaða gögnum byggist þessi fullyrðing borgarfulltrúa sem mæla fyrir hugmyndinni? Formaður menntaráðs hefur haldið því fram að samkvæmt rannsóknum telji foreldrar að sameining skóla hafi ekki áhrif á þjónustu við börn þeirra. Við hvaða rannsóknir er hér átt við? Ein námsritgerð hefur verið unnin hérlendis um sameiningu grunnskóla þar sem viðhorf níu foreldra voru könnuð (Óskar J. Sandholt, 2006). Alhæfingargildi slíkrar rannsóknar er afar takmarkað. Eru til aðrar rannsóknir sem fulltrúar borgarinnar alhæfa út frá og þá sérstaklega rannsóknir sem kanna viðhorf foreldra í kjölfar sameiningu leikskóla? Fyrir hönd stjórnar foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík er óskað eftir útlistun á slíkum rannsóknum sem fyrst. Í desember sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Meðal annars er gert ráð fyrir að ná fram sparnaði með því að sameina stofnanir. Á þeim tíma hafði foreldrum ekki verið boðið til fundar af hálfu borgarinnar til samráðs um þessa ákvörðun. Ennfremur höfðu leikskólastjórar ekki verið beðnir um að leggja fram hugmyndir varðandi sameiningu skóla fyrir þann tíma. Þeir komu því ekkert að þessari ákvarðanatöku. Hins vegar, eftir að þessi ákvörðun var tekin, var boðað til hverfafunda með foreldrum og viðtöl boðuð við leikskólastjóra. Það er okkur að öllu leyti óljóst hvernig samráð á að eiga sér stað eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Í síðustu viku voru hugmyndir um sameiningu skóla loks sendar til leikskólastjóra frá starfsnefnd um málefnið, en þeim upplýsingum hefur fram að þessu verið haldið frá foreldrum af hálfu borgarinnar. Það var ekki fyrr en árið 2008 að lagaleg heimild var veitt sveitarfélögum til að reka saman leik-, grunn og/eða tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Heimildin var veitt „til að koma til móts við óskir sveitarfélaga, sér í lagi fámennra sveitarfélaga, sem sum hver höfðu átt í erfiðleikum með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa eða sáu hagræðingarmöguleika felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólum sveitarfélagsins". Við sameiningu grunn- og leikskóla í Reykjavík verður stjórnendum, þ.e. leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum, sagt upp og stöður þeirra auglýstar. Hver verður hinn faglegi ávinningur af því að segja upp leikskólastjórum með áratuga reynslu? Hvað ef enginn þeirra sækir um á ný? Er hér ekki teflt á tæpasta vað af hálfu borgaryfirvalda? Sumir mundu kalla þetta fífldirfsku. Endurspeglar þessi ákvörðun tilgang ofangreindra laga? Reykjavíkurborg hefur þó ítrekað vakið athygli á því hversu leikskólar eru vel reknir af stjórnendum þeirra. Athyglisvert er að í skýrslu sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2010 kemur fram að samrekstur grunn- og leikskóla hjá flestum sveitarfélögum skilaði sér í auknum eða sambærilegum rekstrarkostnaði, en ekki sparnaði. Þá eru nefndir kostir og ókostir samrekstrar leik- og grunnskóla. Svar frá einu sveitarfélagi er að „… faglegi hluti skólastarfs leikskólans færist nánast alfarið yfir á aðstoðarleikskólastjóra og væntanlega verðum við að bæta það upp á næstunni með því að mæta því í launalið og með meiri stjórnunartíma". Annað sveitarfélag nefnir: „Helsti gallinn er lítil þekking skólastjóra á leikskólastarfi og er það stór galli. Því funkera deildarstjórar sem skólastjórar í faglegu starfi og skólastjóri sér í raun bara um rekstrarleg og starfsmannamál." Stjórn samtaka foreldrafélaga í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af framvindu leikskólamála í borginni. Við tökum undir yfirlýsingu frá samtökum foreldra grunnskólabarna í sl. mánuði um að „Enn frekari aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það." Þegar samfélög ganga í gegnum efnahagskreppur og aukið álag leggst á fjölskyldur er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að velferð barna. Eðlilegra er á tímum sem þessum að auka fjármagn til menntamála og styðja þannig við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að höggva enn frekar í þær. Fundur verður haldinn með foreldrum í borginni 24. febrúar kl. 20 í Hlöðunni í Gufunesbæ til að ræða þessi mál enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Leikskólastjórar og kennarar hafa gagnrýnt harðlega hugmyndir um sameiningu leikskóla og sameiningu grunn- og leikskóla. Bent hefur verið á að niðurskurður bitni á faglegu starfi og leiði til aukins álags á starfsfólk. Hvergi hafa fagaðilar fjallað um að faglegur ávinningur hafi hlotist af niðurskurði fyrri ára svo okkur sé kunnugt um. Á hvaða gögnum byggist þessi fullyrðing borgarfulltrúa sem mæla fyrir hugmyndinni? Formaður menntaráðs hefur haldið því fram að samkvæmt rannsóknum telji foreldrar að sameining skóla hafi ekki áhrif á þjónustu við börn þeirra. Við hvaða rannsóknir er hér átt við? Ein námsritgerð hefur verið unnin hérlendis um sameiningu grunnskóla þar sem viðhorf níu foreldra voru könnuð (Óskar J. Sandholt, 2006). Alhæfingargildi slíkrar rannsóknar er afar takmarkað. Eru til aðrar rannsóknir sem fulltrúar borgarinnar alhæfa út frá og þá sérstaklega rannsóknir sem kanna viðhorf foreldra í kjölfar sameiningu leikskóla? Fyrir hönd stjórnar foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík er óskað eftir útlistun á slíkum rannsóknum sem fyrst. Í desember sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Meðal annars er gert ráð fyrir að ná fram sparnaði með því að sameina stofnanir. Á þeim tíma hafði foreldrum ekki verið boðið til fundar af hálfu borgarinnar til samráðs um þessa ákvörðun. Ennfremur höfðu leikskólastjórar ekki verið beðnir um að leggja fram hugmyndir varðandi sameiningu skóla fyrir þann tíma. Þeir komu því ekkert að þessari ákvarðanatöku. Hins vegar, eftir að þessi ákvörðun var tekin, var boðað til hverfafunda með foreldrum og viðtöl boðuð við leikskólastjóra. Það er okkur að öllu leyti óljóst hvernig samráð á að eiga sér stað eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Í síðustu viku voru hugmyndir um sameiningu skóla loks sendar til leikskólastjóra frá starfsnefnd um málefnið, en þeim upplýsingum hefur fram að þessu verið haldið frá foreldrum af hálfu borgarinnar. Það var ekki fyrr en árið 2008 að lagaleg heimild var veitt sveitarfélögum til að reka saman leik-, grunn og/eða tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Heimildin var veitt „til að koma til móts við óskir sveitarfélaga, sér í lagi fámennra sveitarfélaga, sem sum hver höfðu átt í erfiðleikum með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa eða sáu hagræðingarmöguleika felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólum sveitarfélagsins". Við sameiningu grunn- og leikskóla í Reykjavík verður stjórnendum, þ.e. leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum, sagt upp og stöður þeirra auglýstar. Hver verður hinn faglegi ávinningur af því að segja upp leikskólastjórum með áratuga reynslu? Hvað ef enginn þeirra sækir um á ný? Er hér ekki teflt á tæpasta vað af hálfu borgaryfirvalda? Sumir mundu kalla þetta fífldirfsku. Endurspeglar þessi ákvörðun tilgang ofangreindra laga? Reykjavíkurborg hefur þó ítrekað vakið athygli á því hversu leikskólar eru vel reknir af stjórnendum þeirra. Athyglisvert er að í skýrslu sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2010 kemur fram að samrekstur grunn- og leikskóla hjá flestum sveitarfélögum skilaði sér í auknum eða sambærilegum rekstrarkostnaði, en ekki sparnaði. Þá eru nefndir kostir og ókostir samrekstrar leik- og grunnskóla. Svar frá einu sveitarfélagi er að „… faglegi hluti skólastarfs leikskólans færist nánast alfarið yfir á aðstoðarleikskólastjóra og væntanlega verðum við að bæta það upp á næstunni með því að mæta því í launalið og með meiri stjórnunartíma". Annað sveitarfélag nefnir: „Helsti gallinn er lítil þekking skólastjóra á leikskólastarfi og er það stór galli. Því funkera deildarstjórar sem skólastjórar í faglegu starfi og skólastjóri sér í raun bara um rekstrarleg og starfsmannamál." Stjórn samtaka foreldrafélaga í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af framvindu leikskólamála í borginni. Við tökum undir yfirlýsingu frá samtökum foreldra grunnskólabarna í sl. mánuði um að „Enn frekari aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það." Þegar samfélög ganga í gegnum efnahagskreppur og aukið álag leggst á fjölskyldur er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að velferð barna. Eðlilegra er á tímum sem þessum að auka fjármagn til menntamála og styðja þannig við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að höggva enn frekar í þær. Fundur verður haldinn með foreldrum í borginni 24. febrúar kl. 20 í Hlöðunni í Gufunesbæ til að ræða þessi mál enn frekar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun