Sameining leikskóla = faglegur ávinningur? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Leikskólastjórar og kennarar hafa gagnrýnt harðlega hugmyndir um sameiningu leikskóla og sameiningu grunn- og leikskóla. Bent hefur verið á að niðurskurður bitni á faglegu starfi og leiði til aukins álags á starfsfólk. Hvergi hafa fagaðilar fjallað um að faglegur ávinningur hafi hlotist af niðurskurði fyrri ára svo okkur sé kunnugt um. Á hvaða gögnum byggist þessi fullyrðing borgarfulltrúa sem mæla fyrir hugmyndinni? Formaður menntaráðs hefur haldið því fram að samkvæmt rannsóknum telji foreldrar að sameining skóla hafi ekki áhrif á þjónustu við börn þeirra. Við hvaða rannsóknir er hér átt við? Ein námsritgerð hefur verið unnin hérlendis um sameiningu grunnskóla þar sem viðhorf níu foreldra voru könnuð (Óskar J. Sandholt, 2006). Alhæfingargildi slíkrar rannsóknar er afar takmarkað. Eru til aðrar rannsóknir sem fulltrúar borgarinnar alhæfa út frá og þá sérstaklega rannsóknir sem kanna viðhorf foreldra í kjölfar sameiningu leikskóla? Fyrir hönd stjórnar foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík er óskað eftir útlistun á slíkum rannsóknum sem fyrst. Í desember sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Meðal annars er gert ráð fyrir að ná fram sparnaði með því að sameina stofnanir. Á þeim tíma hafði foreldrum ekki verið boðið til fundar af hálfu borgarinnar til samráðs um þessa ákvörðun. Ennfremur höfðu leikskólastjórar ekki verið beðnir um að leggja fram hugmyndir varðandi sameiningu skóla fyrir þann tíma. Þeir komu því ekkert að þessari ákvarðanatöku. Hins vegar, eftir að þessi ákvörðun var tekin, var boðað til hverfafunda með foreldrum og viðtöl boðuð við leikskólastjóra. Það er okkur að öllu leyti óljóst hvernig samráð á að eiga sér stað eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Í síðustu viku voru hugmyndir um sameiningu skóla loks sendar til leikskólastjóra frá starfsnefnd um málefnið, en þeim upplýsingum hefur fram að þessu verið haldið frá foreldrum af hálfu borgarinnar. Það var ekki fyrr en árið 2008 að lagaleg heimild var veitt sveitarfélögum til að reka saman leik-, grunn og/eða tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Heimildin var veitt „til að koma til móts við óskir sveitarfélaga, sér í lagi fámennra sveitarfélaga, sem sum hver höfðu átt í erfiðleikum með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa eða sáu hagræðingarmöguleika felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólum sveitarfélagsins". Við sameiningu grunn- og leikskóla í Reykjavík verður stjórnendum, þ.e. leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum, sagt upp og stöður þeirra auglýstar. Hver verður hinn faglegi ávinningur af því að segja upp leikskólastjórum með áratuga reynslu? Hvað ef enginn þeirra sækir um á ný? Er hér ekki teflt á tæpasta vað af hálfu borgaryfirvalda? Sumir mundu kalla þetta fífldirfsku. Endurspeglar þessi ákvörðun tilgang ofangreindra laga? Reykjavíkurborg hefur þó ítrekað vakið athygli á því hversu leikskólar eru vel reknir af stjórnendum þeirra. Athyglisvert er að í skýrslu sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2010 kemur fram að samrekstur grunn- og leikskóla hjá flestum sveitarfélögum skilaði sér í auknum eða sambærilegum rekstrarkostnaði, en ekki sparnaði. Þá eru nefndir kostir og ókostir samrekstrar leik- og grunnskóla. Svar frá einu sveitarfélagi er að „… faglegi hluti skólastarfs leikskólans færist nánast alfarið yfir á aðstoðarleikskólastjóra og væntanlega verðum við að bæta það upp á næstunni með því að mæta því í launalið og með meiri stjórnunartíma". Annað sveitarfélag nefnir: „Helsti gallinn er lítil þekking skólastjóra á leikskólastarfi og er það stór galli. Því funkera deildarstjórar sem skólastjórar í faglegu starfi og skólastjóri sér í raun bara um rekstrarleg og starfsmannamál." Stjórn samtaka foreldrafélaga í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af framvindu leikskólamála í borginni. Við tökum undir yfirlýsingu frá samtökum foreldra grunnskólabarna í sl. mánuði um að „Enn frekari aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það." Þegar samfélög ganga í gegnum efnahagskreppur og aukið álag leggst á fjölskyldur er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að velferð barna. Eðlilegra er á tímum sem þessum að auka fjármagn til menntamála og styðja þannig við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að höggva enn frekar í þær. Fundur verður haldinn með foreldrum í borginni 24. febrúar kl. 20 í Hlöðunni í Gufunesbæ til að ræða þessi mál enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólastjórar og kennarar hafa gagnrýnt harðlega hugmyndir um sameiningu leikskóla og sameiningu grunn- og leikskóla. Bent hefur verið á að niðurskurður bitni á faglegu starfi og leiði til aukins álags á starfsfólk. Hvergi hafa fagaðilar fjallað um að faglegur ávinningur hafi hlotist af niðurskurði fyrri ára svo okkur sé kunnugt um. Á hvaða gögnum byggist þessi fullyrðing borgarfulltrúa sem mæla fyrir hugmyndinni? Formaður menntaráðs hefur haldið því fram að samkvæmt rannsóknum telji foreldrar að sameining skóla hafi ekki áhrif á þjónustu við börn þeirra. Við hvaða rannsóknir er hér átt við? Ein námsritgerð hefur verið unnin hérlendis um sameiningu grunnskóla þar sem viðhorf níu foreldra voru könnuð (Óskar J. Sandholt, 2006). Alhæfingargildi slíkrar rannsóknar er afar takmarkað. Eru til aðrar rannsóknir sem fulltrúar borgarinnar alhæfa út frá og þá sérstaklega rannsóknir sem kanna viðhorf foreldra í kjölfar sameiningu leikskóla? Fyrir hönd stjórnar foreldrafélaga leikskóla í Reykjavík er óskað eftir útlistun á slíkum rannsóknum sem fyrst. Í desember sl. var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt í borgarstjórn. Meðal annars er gert ráð fyrir að ná fram sparnaði með því að sameina stofnanir. Á þeim tíma hafði foreldrum ekki verið boðið til fundar af hálfu borgarinnar til samráðs um þessa ákvörðun. Ennfremur höfðu leikskólastjórar ekki verið beðnir um að leggja fram hugmyndir varðandi sameiningu skóla fyrir þann tíma. Þeir komu því ekkert að þessari ákvarðanatöku. Hins vegar, eftir að þessi ákvörðun var tekin, var boðað til hverfafunda með foreldrum og viðtöl boðuð við leikskólastjóra. Það er okkur að öllu leyti óljóst hvernig samráð á að eiga sér stað eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Í síðustu viku voru hugmyndir um sameiningu skóla loks sendar til leikskólastjóra frá starfsnefnd um málefnið, en þeim upplýsingum hefur fram að þessu verið haldið frá foreldrum af hálfu borgarinnar. Það var ekki fyrr en árið 2008 að lagaleg heimild var veitt sveitarfélögum til að reka saman leik-, grunn og/eða tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra. Heimildin var veitt „til að koma til móts við óskir sveitarfélaga, sér í lagi fámennra sveitarfélaga, sem sum hver höfðu átt í erfiðleikum með að fá fagmenntaða starfsmenn og stjórnendur til starfa eða sáu hagræðingarmöguleika felast í því að hafa einn stjórnanda yfir skólum sveitarfélagsins". Við sameiningu grunn- og leikskóla í Reykjavík verður stjórnendum, þ.e. leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum, sagt upp og stöður þeirra auglýstar. Hver verður hinn faglegi ávinningur af því að segja upp leikskólastjórum með áratuga reynslu? Hvað ef enginn þeirra sækir um á ný? Er hér ekki teflt á tæpasta vað af hálfu borgaryfirvalda? Sumir mundu kalla þetta fífldirfsku. Endurspeglar þessi ákvörðun tilgang ofangreindra laga? Reykjavíkurborg hefur þó ítrekað vakið athygli á því hversu leikskólar eru vel reknir af stjórnendum þeirra. Athyglisvert er að í skýrslu sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2010 kemur fram að samrekstur grunn- og leikskóla hjá flestum sveitarfélögum skilaði sér í auknum eða sambærilegum rekstrarkostnaði, en ekki sparnaði. Þá eru nefndir kostir og ókostir samrekstrar leik- og grunnskóla. Svar frá einu sveitarfélagi er að „… faglegi hluti skólastarfs leikskólans færist nánast alfarið yfir á aðstoðarleikskólastjóra og væntanlega verðum við að bæta það upp á næstunni með því að mæta því í launalið og með meiri stjórnunartíma". Annað sveitarfélag nefnir: „Helsti gallinn er lítil þekking skólastjóra á leikskólastarfi og er það stór galli. Því funkera deildarstjórar sem skólastjórar í faglegu starfi og skólastjóri sér í raun bara um rekstrarleg og starfsmannamál." Stjórn samtaka foreldrafélaga í Reykjavík lýsir yfir miklum áhyggjum af framvindu leikskólamála í borginni. Við tökum undir yfirlýsingu frá samtökum foreldra grunnskólabarna í sl. mánuði um að „Enn frekari aðgerðir munu skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. Við sættum okkur ekki við það." Þegar samfélög ganga í gegnum efnahagskreppur og aukið álag leggst á fjölskyldur er sem aldrei fyrr mikilvægt að hlúa að velferð barna. Eðlilegra er á tímum sem þessum að auka fjármagn til menntamála og styðja þannig við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að höggva enn frekar í þær. Fundur verður haldinn með foreldrum í borginni 24. febrúar kl. 20 í Hlöðunni í Gufunesbæ til að ræða þessi mál enn frekar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun