Fjandvinir sjávarútvegs Sveinn Hjörtur Hjartarson skrifar 11. febrúar 2011 09:19 Fjandvinir sjávarútvegsins fara mikinn þessa dagana. Nú þegar Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2009 klifa þeir á að atvinnugreinin sé rekin með ofurhagnaði og hann beri að skattleggja. Þetta er sama fólkið og fyrir nokkrum misserum klifaði á því að atvinnugreinin væri ofurskuldsett og illa rekin. Þetta eru í flestum tilvikum sömu aðilar og hafa einnig klifað á því að stjórnkerfi fiskveiða, kvótakerfið, sé ómögulegt og því beri að taka aflaheimildirnar af útgerðinni í eitt skipti fyrir öll. Það er erfitt að fóta sig í þessari umræðu. Hún ber hvorki vott um rök né skynsemi. Yfirbragðið er í anda Morfís-ræðumennsku, sem helgast af því að eiga síðasta orðið, snúa orðræðunni á hvolf ef það hentar. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands var afkoma í sjávarútvegi góð á árinu 2009 í sögulegu samhengi. Þrátt fyrir tímabundna lækkun í ársbyrjun 2009 jafnaðist verð á mörkuðum erlendis. Makrílveiðar komu sem óvæntur búhnykkur. Þrátt fyrir að olíuverð sé í sögulegu samhengi hátt lækkaði það á milli ára en hefur nú hækkað aftur. Óvissa í þjóðfélaginu vegna bankahrunsins og hótun stjórnvalda um að brjóta upp stjórnkerfi í fiskveiðum kallaði á mikið aðhald í atvinnugreininni og öll fjárfesting er í lágmarki. Framlegð í rekstrinum fyrir fjármagnskostnað og afskriftir var skv. samantekt Hagstofunnar 31%, sem er um þriðjungi hærri upphæð en langtímameðaltal framlegðar. Hagnaður greinarinnar er 14%. Samkvæmt svonefndri árgreiðsluaðferð Hagstofunnar er hagnaðurinn metinn 22%. Aðferðin hefur verið notuð um árabil sem ákveðið reiknað viðmið til þess að leggja mat á afkomuna óháð gengissveiflum, sem geta skekkt til muna niðurstöður ársreikninga á milli ára. Í því samhengi má benda á að tap sjávarútvegs nam 90% af tekjum árið 2008. Þetta þarf að hafa í huga þegar samantekt Hagstofunnar er skoðuð. Gengi krónunnar hefur mikil áhrif á afkomu sjávarútvegsins. Þegar það var hátt, eins og raunin var frá árinu 2003 og fram til ársins 2007, varð sjávarútvegurinn af gríðarlegum tekjum. Nú þegar gengið hefur lækkað hefur það í för með sér betri afkomu útflutningsatvinnuvega, þar sem tekjur í krónum aukast umfram hækkun tilkostnaðar í landinu. Þetta er einföld þumalputtaregla í efnahagsmálum. Það sem auðlindaskattssinnar víkja sér undan að vekja máls á er að ef tekin verður upp sú gríðarlega skattheimta sem þeir eru að leggja til verður að lækka gengi krónunnar til lengri tíma. Það veikir ekki aðeins möguleika atvinnugreinarinnar á nýfjárfestingum og búnaði heldur leiðir til verri lífskjara fyrir almenning í landinu, hærra verðs á innfluttum vörum og minni kaupmáttar. Ríkissjóður fær sitt í kassann á kostnað sjávarútvegs og almennings í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fjandvinir sjávarútvegsins fara mikinn þessa dagana. Nú þegar Hagstofa Íslands hefur gefið út ritið Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2009 klifa þeir á að atvinnugreinin sé rekin með ofurhagnaði og hann beri að skattleggja. Þetta er sama fólkið og fyrir nokkrum misserum klifaði á því að atvinnugreinin væri ofurskuldsett og illa rekin. Þetta eru í flestum tilvikum sömu aðilar og hafa einnig klifað á því að stjórnkerfi fiskveiða, kvótakerfið, sé ómögulegt og því beri að taka aflaheimildirnar af útgerðinni í eitt skipti fyrir öll. Það er erfitt að fóta sig í þessari umræðu. Hún ber hvorki vott um rök né skynsemi. Yfirbragðið er í anda Morfís-ræðumennsku, sem helgast af því að eiga síðasta orðið, snúa orðræðunni á hvolf ef það hentar. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands var afkoma í sjávarútvegi góð á árinu 2009 í sögulegu samhengi. Þrátt fyrir tímabundna lækkun í ársbyrjun 2009 jafnaðist verð á mörkuðum erlendis. Makrílveiðar komu sem óvæntur búhnykkur. Þrátt fyrir að olíuverð sé í sögulegu samhengi hátt lækkaði það á milli ára en hefur nú hækkað aftur. Óvissa í þjóðfélaginu vegna bankahrunsins og hótun stjórnvalda um að brjóta upp stjórnkerfi í fiskveiðum kallaði á mikið aðhald í atvinnugreininni og öll fjárfesting er í lágmarki. Framlegð í rekstrinum fyrir fjármagnskostnað og afskriftir var skv. samantekt Hagstofunnar 31%, sem er um þriðjungi hærri upphæð en langtímameðaltal framlegðar. Hagnaður greinarinnar er 14%. Samkvæmt svonefndri árgreiðsluaðferð Hagstofunnar er hagnaðurinn metinn 22%. Aðferðin hefur verið notuð um árabil sem ákveðið reiknað viðmið til þess að leggja mat á afkomuna óháð gengissveiflum, sem geta skekkt til muna niðurstöður ársreikninga á milli ára. Í því samhengi má benda á að tap sjávarútvegs nam 90% af tekjum árið 2008. Þetta þarf að hafa í huga þegar samantekt Hagstofunnar er skoðuð. Gengi krónunnar hefur mikil áhrif á afkomu sjávarútvegsins. Þegar það var hátt, eins og raunin var frá árinu 2003 og fram til ársins 2007, varð sjávarútvegurinn af gríðarlegum tekjum. Nú þegar gengið hefur lækkað hefur það í för með sér betri afkomu útflutningsatvinnuvega, þar sem tekjur í krónum aukast umfram hækkun tilkostnaðar í landinu. Þetta er einföld þumalputtaregla í efnahagsmálum. Það sem auðlindaskattssinnar víkja sér undan að vekja máls á er að ef tekin verður upp sú gríðarlega skattheimta sem þeir eru að leggja til verður að lækka gengi krónunnar til lengri tíma. Það veikir ekki aðeins möguleika atvinnugreinarinnar á nýfjárfestingum og búnaði heldur leiðir til verri lífskjara fyrir almenning í landinu, hærra verðs á innfluttum vörum og minni kaupmáttar. Ríkissjóður fær sitt í kassann á kostnað sjávarútvegs og almennings í landinu.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun