Auknar þjóðartekjur vegna loðnu Jón Bjarnason skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Auknar heimildir til loðnuveiða nú á nýju ári eru tvígildur búhnykkur fyrir íslenskt samfélag. Bæði er að mjög óvíst var um ástand stofnsins eftir nokkurra ára lægð og að verð á loðnuafurðum fer nú ört hækkandi. Haustmælingar Hafrannsóknastofnunar gáfu tilefni til að veittar voru heimildir til 200 þúsund tonna veiði á yfirstandandi fiskveiðiári og var ákvörðun um það tilkynnt í nóvembermánuði. Rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni var síðan nú í janúar haldið úti við mælingar frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt komu að þeim mælingum 5 veiðiskip og voru niðurstöður þessara mælinga að í sjónum væru yfir 700 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Það er í framhaldi af þeim niðurstöðum að ég hefi ákveðið að auka heimildir til loðnuveiða um 125 þúsund tonn. Aukningin ein mun skila um 5 milljörðum króna í þjóðarbúið. Í heildina mun loðnuvertíðin skila um 15 milljörðum króna sem er óvænt búsílag og munar um minna. Sem kunnugt er gaf ráðuneytið ekki út neinar heimildir til loðnuveiða árið 2009 en veiðin hafði þá farið ört minnkandi frá árinu 2005 þegar heildarafli loðnu á Íslandsmiðum var um 700 þúsund tonn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum sveiflur í loðnustofninum hér við land. Veiðin fór niður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og aftur í byrjun þess níunda. Fyrir áratug fór aflinn aftur á móti í nær 1.300 þúsund tonn og enn hærri var heildartalan á árunum 1996 og 1997, eða liðlega 1.500 þúsund tonn. Miðað við þær tölur er 325 þúsund tonna afli ekki há tala en hér skiptir líka miklu hvernig loðnan nýtist. Margt bendir til að niðursveiflan í stofninum nú síðustu ár tengist hlýnun sjávar hér við land og of snemmt er að slá því föstu að loðnan nái sér varanlega á strik. Þar hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En það sem gerir aukna veiði nú kærkomna er stórfelld hækkun á loðnu og loðnuafurðum. Þannig er talið að hækkunin á mjöli sé um 60% á síðustu tveimur árum og þessa mánuðina rýkur verð á loðnulýsi upp. Því er full ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með aukna loðnuveiði. Enn eru það hin óskiptu yfirráð fullvalda þjóðar yfir sjávarauðlindinni sem munu varða veg okkar út úr kreppu liðinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Auknar heimildir til loðnuveiða nú á nýju ári eru tvígildur búhnykkur fyrir íslenskt samfélag. Bæði er að mjög óvíst var um ástand stofnsins eftir nokkurra ára lægð og að verð á loðnuafurðum fer nú ört hækkandi. Haustmælingar Hafrannsóknastofnunar gáfu tilefni til að veittar voru heimildir til 200 þúsund tonna veiði á yfirstandandi fiskveiðiári og var ákvörðun um það tilkynnt í nóvembermánuði. Rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni var síðan nú í janúar haldið úti við mælingar frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt komu að þeim mælingum 5 veiðiskip og voru niðurstöður þessara mælinga að í sjónum væru yfir 700 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Það er í framhaldi af þeim niðurstöðum að ég hefi ákveðið að auka heimildir til loðnuveiða um 125 þúsund tonn. Aukningin ein mun skila um 5 milljörðum króna í þjóðarbúið. Í heildina mun loðnuvertíðin skila um 15 milljörðum króna sem er óvænt búsílag og munar um minna. Sem kunnugt er gaf ráðuneytið ekki út neinar heimildir til loðnuveiða árið 2009 en veiðin hafði þá farið ört minnkandi frá árinu 2005 þegar heildarafli loðnu á Íslandsmiðum var um 700 þúsund tonn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum sveiflur í loðnustofninum hér við land. Veiðin fór niður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og aftur í byrjun þess níunda. Fyrir áratug fór aflinn aftur á móti í nær 1.300 þúsund tonn og enn hærri var heildartalan á árunum 1996 og 1997, eða liðlega 1.500 þúsund tonn. Miðað við þær tölur er 325 þúsund tonna afli ekki há tala en hér skiptir líka miklu hvernig loðnan nýtist. Margt bendir til að niðursveiflan í stofninum nú síðustu ár tengist hlýnun sjávar hér við land og of snemmt er að slá því föstu að loðnan nái sér varanlega á strik. Þar hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En það sem gerir aukna veiði nú kærkomna er stórfelld hækkun á loðnu og loðnuafurðum. Þannig er talið að hækkunin á mjöli sé um 60% á síðustu tveimur árum og þessa mánuðina rýkur verð á loðnulýsi upp. Því er full ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með aukna loðnuveiði. Enn eru það hin óskiptu yfirráð fullvalda þjóðar yfir sjávarauðlindinni sem munu varða veg okkar út úr kreppu liðinna ára.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun