Auknar þjóðartekjur vegna loðnu Jón Bjarnason skrifar 3. febrúar 2011 06:00 Auknar heimildir til loðnuveiða nú á nýju ári eru tvígildur búhnykkur fyrir íslenskt samfélag. Bæði er að mjög óvíst var um ástand stofnsins eftir nokkurra ára lægð og að verð á loðnuafurðum fer nú ört hækkandi. Haustmælingar Hafrannsóknastofnunar gáfu tilefni til að veittar voru heimildir til 200 þúsund tonna veiði á yfirstandandi fiskveiðiári og var ákvörðun um það tilkynnt í nóvembermánuði. Rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni var síðan nú í janúar haldið úti við mælingar frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt komu að þeim mælingum 5 veiðiskip og voru niðurstöður þessara mælinga að í sjónum væru yfir 700 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Það er í framhaldi af þeim niðurstöðum að ég hefi ákveðið að auka heimildir til loðnuveiða um 125 þúsund tonn. Aukningin ein mun skila um 5 milljörðum króna í þjóðarbúið. Í heildina mun loðnuvertíðin skila um 15 milljörðum króna sem er óvænt búsílag og munar um minna. Sem kunnugt er gaf ráðuneytið ekki út neinar heimildir til loðnuveiða árið 2009 en veiðin hafði þá farið ört minnkandi frá árinu 2005 þegar heildarafli loðnu á Íslandsmiðum var um 700 þúsund tonn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum sveiflur í loðnustofninum hér við land. Veiðin fór niður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og aftur í byrjun þess níunda. Fyrir áratug fór aflinn aftur á móti í nær 1.300 þúsund tonn og enn hærri var heildartalan á árunum 1996 og 1997, eða liðlega 1.500 þúsund tonn. Miðað við þær tölur er 325 þúsund tonna afli ekki há tala en hér skiptir líka miklu hvernig loðnan nýtist. Margt bendir til að niðursveiflan í stofninum nú síðustu ár tengist hlýnun sjávar hér við land og of snemmt er að slá því föstu að loðnan nái sér varanlega á strik. Þar hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En það sem gerir aukna veiði nú kærkomna er stórfelld hækkun á loðnu og loðnuafurðum. Þannig er talið að hækkunin á mjöli sé um 60% á síðustu tveimur árum og þessa mánuðina rýkur verð á loðnulýsi upp. Því er full ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með aukna loðnuveiði. Enn eru það hin óskiptu yfirráð fullvalda þjóðar yfir sjávarauðlindinni sem munu varða veg okkar út úr kreppu liðinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Auknar heimildir til loðnuveiða nú á nýju ári eru tvígildur búhnykkur fyrir íslenskt samfélag. Bæði er að mjög óvíst var um ástand stofnsins eftir nokkurra ára lægð og að verð á loðnuafurðum fer nú ört hækkandi. Haustmælingar Hafrannsóknastofnunar gáfu tilefni til að veittar voru heimildir til 200 þúsund tonna veiði á yfirstandandi fiskveiðiári og var ákvörðun um það tilkynnt í nóvembermánuði. Rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni var síðan nú í janúar haldið úti við mælingar frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt komu að þeim mælingum 5 veiðiskip og voru niðurstöður þessara mælinga að í sjónum væru yfir 700 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Það er í framhaldi af þeim niðurstöðum að ég hefi ákveðið að auka heimildir til loðnuveiða um 125 þúsund tonn. Aukningin ein mun skila um 5 milljörðum króna í þjóðarbúið. Í heildina mun loðnuvertíðin skila um 15 milljörðum króna sem er óvænt búsílag og munar um minna. Sem kunnugt er gaf ráðuneytið ekki út neinar heimildir til loðnuveiða árið 2009 en veiðin hafði þá farið ört minnkandi frá árinu 2005 þegar heildarafli loðnu á Íslandsmiðum var um 700 þúsund tonn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum sveiflur í loðnustofninum hér við land. Veiðin fór niður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og aftur í byrjun þess níunda. Fyrir áratug fór aflinn aftur á móti í nær 1.300 þúsund tonn og enn hærri var heildartalan á árunum 1996 og 1997, eða liðlega 1.500 þúsund tonn. Miðað við þær tölur er 325 þúsund tonna afli ekki há tala en hér skiptir líka miklu hvernig loðnan nýtist. Margt bendir til að niðursveiflan í stofninum nú síðustu ár tengist hlýnun sjávar hér við land og of snemmt er að slá því föstu að loðnan nái sér varanlega á strik. Þar hafa fæst orð minnsta ábyrgð. En það sem gerir aukna veiði nú kærkomna er stórfelld hækkun á loðnu og loðnuafurðum. Þannig er talið að hækkunin á mjöli sé um 60% á síðustu tveimur árum og þessa mánuðina rýkur verð á loðnulýsi upp. Því er full ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með aukna loðnuveiði. Enn eru það hin óskiptu yfirráð fullvalda þjóðar yfir sjávarauðlindinni sem munu varða veg okkar út úr kreppu liðinna ára.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun