Erlent

Sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða Karzai

Mynd/AP
Afganska leyniþjónustan segist hafa handtekið sex menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða Hamid Karzai forseta landsins. Hinir handteknu eru sagðir meðlimir í öfgasamtökunum Haqqani sem á síðustu mánuðum hafa myrt marga hátt setta Afgana. Í síðasta mánuði var fyrrverandi forseti landsins, Burhanuddin Rabbani, myrtur af manni sem talinn er hafa tilheyrt samtökunum en þau starfa jafnt í Afganistan og í Pakistan og eru tengd Talibönum nánum böndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×