Íbúar í Suður-Súdan kjósa um sjálfstæði 7. janúar 2011 05:00 Nota þurfti þyrlur til að flytja kjörgögn til afskekktustu þorpanna, eins og sést á þessari mynd þar sem rykið þyrlast upp þegar þyrlan tekur á loft á ný. nordicphotos/AFP Allt bendir til þess að ríkjum heims fjölgi um eitt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu í Suður-Súdan, sem hefst nú um helgina og stendur í viku. Valkostirnir hafa verið settir fram fyrir kjósendur með myndrænum hætti. Á kjörseðlunum eru tvær myndir og eiga kjósendur að merkja við aðra þeirra. Önnur myndin er af einni hendi og táknar stofnun sjálfstæðs ríkis en hin er af tveimur höndum tengdum handabandi og tákna þær áframhaldandi sambúð norður- og suðurhlutans. Kosningarnar eru haldnar samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulags frá 2005, sem Omar al-Bashir forseti gerði við uppreisnarsveitir Frelsishers súdönsku þjóðarinnar. Þetta samkomulag batt enda á tveggja áratuga samfellda borgarastyrjöld, sem kostaði um tvær milljónir manna lífið og hrakti fjórar milljónir burt frá heimkynnum sínum í suðrinu. Átökin bitnuðu harðast á suðurhlutanum, þótt bardagar hefðu geisað víða um landið. Ríkisstjórn landsins hefur aðsetur í norðurhlutanum, þar sem arabískir múslimar eru í miklum meirihluta en í suðrinu búa fjölmargir afrískir ættbálkar við mikla fátækt. Í suðurhlutanum búa líklega um níu milljónir manna og teljast 90 prósent þeirra undir fátæktarmörkum. Í norðurhlutanum búa 35 milljónir manna og er helmingur þeirra undir fátæktarmörkum. Suðurhlutinn býr hins vegar svo vel að þar eru miklar olíuauðlindir í jörðu. Ágreiningur um olíuna gæti sem hægast orðið til þess að borgarastyrjöld brjótist út að nýju milli norður- og suðurhlutans þótt al-Bashir forseti hafi heitið því að virða niðurstöður kosninganna. Bashir var yfirmaður í her landsins árið 1998 þegar hann gerði ásamt félögum sínum í hernum uppreisn gegn þáverandi forsætisráðherra. Hann hefur verið ákærður af Alþjóðlega sakadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna framferðis lausahers á vegum stjórnarinnar gegn íbúum í hinu stríðshrjáða Darfúrhéraði undanfarin ár, þar sem blóðug borgarastyrjöld braust út um svipað leyti og ró var að færast yfir í Suður-Súdan. Darfúrhérað tilheyrir eftir sem áður norðurhluta landsins og staða þess breytist ekkert þótt stofnað verði sjálfstætt ríki í Suður-Súdan, þar sem norðurhlutinn verður áfram undir stjórn Omars al-Bashir. Nærri fjórar milljónir hafa undanfarna mánuði skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. Kjörgögnum hefur verið dreift á meira en 2.600 kjörstaði í höfuðborginni Júba, smærri borgum og þorpum og allt út í afskekktar kofaþyrpingar hirðingja sem engir vegir liggja til. Ljóst þykir að sumir kjósendur þurfa samt að ganga nokkurra klukkutíma leið til að komast á kjörstað. Mikil herferð hefur verið í gangi til að kynna íbúum í suðrinu kosningarnar og um hvað þær snúast. Helstu leiðtogar og jafnvel embættismenn í Suður-Súdan hafa meðal annars tekið upp á því að heilsast með því að rétta upp hendur og smella saman lófum í staðinn fyrir að takast í hendur, allt í því skyni að vekja athygli á merkingu myndanna á kjörseðlinum. Atkvæðagreiðslunni lýkur 15. janúar og verða atkvæði talin á hverjum kjörstað. Útkoman fyrir hvern kjörstað verður síðan birt jafnóðum á netinu, en ekki er reiknað með endanlegum heildartölum fyrr en í lok janúar. Sjálfstæði Suður-Súdans getur tekið gildi strax 9. júlí þegar friðarsamkomulagið frá 2005 rennur út, en áður þarf að ná samkomulagi um skiptingu olíutekna, endanleg landamæri og ýmis réttindi íbúanna. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Allt bendir til þess að ríkjum heims fjölgi um eitt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu í Suður-Súdan, sem hefst nú um helgina og stendur í viku. Valkostirnir hafa verið settir fram fyrir kjósendur með myndrænum hætti. Á kjörseðlunum eru tvær myndir og eiga kjósendur að merkja við aðra þeirra. Önnur myndin er af einni hendi og táknar stofnun sjálfstæðs ríkis en hin er af tveimur höndum tengdum handabandi og tákna þær áframhaldandi sambúð norður- og suðurhlutans. Kosningarnar eru haldnar samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulags frá 2005, sem Omar al-Bashir forseti gerði við uppreisnarsveitir Frelsishers súdönsku þjóðarinnar. Þetta samkomulag batt enda á tveggja áratuga samfellda borgarastyrjöld, sem kostaði um tvær milljónir manna lífið og hrakti fjórar milljónir burt frá heimkynnum sínum í suðrinu. Átökin bitnuðu harðast á suðurhlutanum, þótt bardagar hefðu geisað víða um landið. Ríkisstjórn landsins hefur aðsetur í norðurhlutanum, þar sem arabískir múslimar eru í miklum meirihluta en í suðrinu búa fjölmargir afrískir ættbálkar við mikla fátækt. Í suðurhlutanum búa líklega um níu milljónir manna og teljast 90 prósent þeirra undir fátæktarmörkum. Í norðurhlutanum búa 35 milljónir manna og er helmingur þeirra undir fátæktarmörkum. Suðurhlutinn býr hins vegar svo vel að þar eru miklar olíuauðlindir í jörðu. Ágreiningur um olíuna gæti sem hægast orðið til þess að borgarastyrjöld brjótist út að nýju milli norður- og suðurhlutans þótt al-Bashir forseti hafi heitið því að virða niðurstöður kosninganna. Bashir var yfirmaður í her landsins árið 1998 þegar hann gerði ásamt félögum sínum í hernum uppreisn gegn þáverandi forsætisráðherra. Hann hefur verið ákærður af Alþjóðlega sakadómstólnum í Haag fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna framferðis lausahers á vegum stjórnarinnar gegn íbúum í hinu stríðshrjáða Darfúrhéraði undanfarin ár, þar sem blóðug borgarastyrjöld braust út um svipað leyti og ró var að færast yfir í Suður-Súdan. Darfúrhérað tilheyrir eftir sem áður norðurhluta landsins og staða þess breytist ekkert þótt stofnað verði sjálfstætt ríki í Suður-Súdan, þar sem norðurhlutinn verður áfram undir stjórn Omars al-Bashir. Nærri fjórar milljónir hafa undanfarna mánuði skráð sig á kjörskrá fyrir kosningarnar. Kjörgögnum hefur verið dreift á meira en 2.600 kjörstaði í höfuðborginni Júba, smærri borgum og þorpum og allt út í afskekktar kofaþyrpingar hirðingja sem engir vegir liggja til. Ljóst þykir að sumir kjósendur þurfa samt að ganga nokkurra klukkutíma leið til að komast á kjörstað. Mikil herferð hefur verið í gangi til að kynna íbúum í suðrinu kosningarnar og um hvað þær snúast. Helstu leiðtogar og jafnvel embættismenn í Suður-Súdan hafa meðal annars tekið upp á því að heilsast með því að rétta upp hendur og smella saman lófum í staðinn fyrir að takast í hendur, allt í því skyni að vekja athygli á merkingu myndanna á kjörseðlinum. Atkvæðagreiðslunni lýkur 15. janúar og verða atkvæði talin á hverjum kjörstað. Útkoman fyrir hvern kjörstað verður síðan birt jafnóðum á netinu, en ekki er reiknað með endanlegum heildartölum fyrr en í lok janúar. Sjálfstæði Suður-Súdans getur tekið gildi strax 9. júlí þegar friðarsamkomulagið frá 2005 rennur út, en áður þarf að ná samkomulagi um skiptingu olíutekna, endanleg landamæri og ýmis réttindi íbúanna.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira