Nýsköpun í atvinnumálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar