Erlent

Lýsir seinni heimsstyrjöld í gegnum Twitter

Collinson vill gefa fólki tækifæri á að sjá seinni heimsstyrjöld í nýju ljósi.
Collinson vill gefa fólki tækifæri á að sjá seinni heimsstyrjöld í nýju ljósi. mynd/AFP
Bretinn Alwyn Collinson er afar mikill áhugamaður um seinni heimsstyrjöldina. Eftir að Collinson útskrifaðist frá Oxford háskólanum með gráðu í sögu langaði honum að færa fólk nær þessum róstusama tíma.

Hann ákvað því að lýsa seinni heimsstyrjöldinni í gegnum samskiptasíðuna Twitter eins og hún væri í gangi í dag. Hann birtir ný skilaboð á hverjum degi og mun verkefnið taka sex ár.

Collinson vill að fólk sjái að það voru fullkomlega eðlilegir einstaklingar sem tók þátt í átökunum. Hann notar því Twitter til að gæða fortíðina lífi og vill gefa fólki tækifæri á að sjá atburði styrjaldarinnar án eftirhyggju.

Twitter-reikningur Collinson er @RealTimeWWII. Hann birtir allt að 40 nýjar færslur á dag og hafa vinsældirnar verið gríðarlegar. Tæplega 45.000 manns fylgja nú uppfærslum Collison.

Frásögn Collinson byggist á öllum helstu hernaðaraðgerðum styrjaldarinnar. Hann notast einnig við sögur þeirra sem voru á vígvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×