Erlent

Dagsetningin 11.11.11 haldin hátíðleg á föstudaginn

Dagsetningin á sér stað á hundrað ára fresti.
Dagsetningin á sér stað á hundrað ára fresti. mynd/NASA
Sé litið á dagatalið á föstudaginn næstkomandi má sjá afar sjaldgæft fyrirbæri. Þá verður dagsetningin 11.11.11 og séu menn heppnir geta menn upplifað andartakið sem klukkan slær ellefu mínútur yfir ellefu. Séu menn í þeim stellingunum má auðvitað telja sekúndurnar.

Slík dagsetning gerist aðeins einu sinni á hundrað ára fresti og eru margir sem telja daginn marka marks konar tímamót í sálarlífi mannsins.

Dagurinn verður haldinn hátíðlegur á ýmsan máta. Fréttastofan Reuters greinir frá því í dag að fjöldi kvenna hafi flýtt fæðingum sínum í Suður-Kóreu. Bókanir í keisaraskurð á föstudaginn eru 20% fleiri en á síðasta ári. Líklega þykir afar smart að vera með 111111 sem fyrstu sex í kennitölu sinni í Suður-Kóreu.

Giftingar eru einnig vinsælar þann 11.11.11 en í bænum Gretna Green á Englandi verða 50 brúðkaup á föstudaginn. Á síðasta ári voru haldnar um 10 á sama degi.

Það eru þó ekki allir jafn jákvæðir gagnvart dagsetningunni. Á föstudaginn verður kvikmyndin 11-11-11 frumsýnd en hún spáir því að á þeim degi muni hlið helvítis opnast og marka endalok heimsins. Framleiðendur myndarinnar eru augljóslega ekki að sækjast eftir miklum hagnaði af henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×