Handbolti

Fimmti sigurinn í röð hjá Rut og Þóreyju Rósu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Ole Nielsen
Team Tvis Holstebro er að gera góða hluti í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðið vann í kvöld sinn fimmta sigur í röð í deildinni.

Liðið mætti KIF Vejen í kvöld og vann nauman sigur, 27-26. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði eitt mark fyrir Team Tvis í kvöld en Rut Jónsdóttir meiddist í upphitun og gat ekki spilað í leiknum.

Team Tvis byrjaði skelfilega í leiknum og var 10-4 undir eftir stundarfjórðung. Liðið náði að minnka muninn eftir því sem leið á leikinn og sigldi svo fram úr á lokamínútunum.

Team Tvis og Viborg eru á toppi deildarinnar með sautján stig hvort eftir tíu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×