Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun