Handbolti

Alexander öflugur í flottum sigri Berlin

Alexander Petersson.
Alexander Petersson.
Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, vann afar góðan útisigur á ungverska liðinu Veszprém í Meistaradeildinni í dag.

Lokatölur 24-33 eftir að Berlin hafði leitt í hálfleik með fimm mörkum, 10-15.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Berlin í leiknum.

Berlin er í þriðja sæti riðilsins með sjö stig eða einu stigi minna en Veszprém sem er í öðru sæti. Atletico Madrid er á toppnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×