Ráðherra vill fleiri og minni svínabú 8. mars 2011 06:00 Jón Bjarnason hefur í hyggju að takmarka stærð svínabúa. Hann telur margvíslega ógn felast í núverandi skipan mála. fréttablaðið/gva Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í ræðu á Búnaðarþingi á sunnudag kvað hann ekki búandi við núverandi stöðu og boðaði frumvarp sem miðar að því að svínarækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Jón sagði framleiðsluna hafa á skömmum tíma færst á fárra manna hendur og sé nú svo komið að um tugur bænda standi að allri framleiðslu svínakjöts í landinu. Stærsti framleiðandinn ráði yfir meira en helmingi framleiðslunnar. Við þetta hafi samkeppnisstaða innan greinarinnar skekkst; smærri framleiðendur láti í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði. Fleira spili líka inn í. Þróunin sé alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag aukist í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. „Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð, sem er bótaskyldur í slíkum tilfellum, yrði þetta einnig stór biti að kyngja,“ sagði Jón í ræðunni. Hann furðaði sig líka á úrræðaleysi Samkeppniseftirlitsins sem hefði ekki séð sér fært að ógilda samruna í greininni þótt það hefði komist að því að einn aðili hafi óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað gæti umtalsverðar samkeppnishömlur. „Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í landbúnaði og þar með öruggt framboð matvæla,“ sagði Jón. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um framtíðarskipan svínaræktar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að hámarksstærð búa verði bundin í lög. Búast megi við að kveðið verði á um að hvert og eitt bú megi ekki vera með meira en tiltekið hlutfall heildarframleiðslunnar. Slíkar skorður þekkist á öðrum Norðurlöndum. Þeir framleiðendur sem eigi stærri bú en lögin heimili fái tiltekinn tíma til að laga sig að nýjum lögum. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í ræðu á Búnaðarþingi á sunnudag kvað hann ekki búandi við núverandi stöðu og boðaði frumvarp sem miðar að því að svínarækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Jón sagði framleiðsluna hafa á skömmum tíma færst á fárra manna hendur og sé nú svo komið að um tugur bænda standi að allri framleiðslu svínakjöts í landinu. Stærsti framleiðandinn ráði yfir meira en helmingi framleiðslunnar. Við þetta hafi samkeppnisstaða innan greinarinnar skekkst; smærri framleiðendur láti í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði. Fleira spili líka inn í. Þróunin sé alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag aukist í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. „Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð, sem er bótaskyldur í slíkum tilfellum, yrði þetta einnig stór biti að kyngja,“ sagði Jón í ræðunni. Hann furðaði sig líka á úrræðaleysi Samkeppniseftirlitsins sem hefði ekki séð sér fært að ógilda samruna í greininni þótt það hefði komist að því að einn aðili hafi óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað gæti umtalsverðar samkeppnishömlur. „Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í landbúnaði og þar með öruggt framboð matvæla,“ sagði Jón. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um framtíðarskipan svínaræktar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að hámarksstærð búa verði bundin í lög. Búast megi við að kveðið verði á um að hvert og eitt bú megi ekki vera með meira en tiltekið hlutfall heildarframleiðslunnar. Slíkar skorður þekkist á öðrum Norðurlöndum. Þeir framleiðendur sem eigi stærri bú en lögin heimili fái tiltekinn tíma til að laga sig að nýjum lögum. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira