Ráðherra vill fleiri og minni svínabú 8. mars 2011 06:00 Jón Bjarnason hefur í hyggju að takmarka stærð svínabúa. Hann telur margvíslega ógn felast í núverandi skipan mála. fréttablaðið/gva Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í ræðu á Búnaðarþingi á sunnudag kvað hann ekki búandi við núverandi stöðu og boðaði frumvarp sem miðar að því að svínarækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Jón sagði framleiðsluna hafa á skömmum tíma færst á fárra manna hendur og sé nú svo komið að um tugur bænda standi að allri framleiðslu svínakjöts í landinu. Stærsti framleiðandinn ráði yfir meira en helmingi framleiðslunnar. Við þetta hafi samkeppnisstaða innan greinarinnar skekkst; smærri framleiðendur láti í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði. Fleira spili líka inn í. Þróunin sé alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag aukist í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. „Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð, sem er bótaskyldur í slíkum tilfellum, yrði þetta einnig stór biti að kyngja,“ sagði Jón í ræðunni. Hann furðaði sig líka á úrræðaleysi Samkeppniseftirlitsins sem hefði ekki séð sér fært að ógilda samruna í greininni þótt það hefði komist að því að einn aðili hafi óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað gæti umtalsverðar samkeppnishömlur. „Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í landbúnaði og þar með öruggt framboð matvæla,“ sagði Jón. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um framtíðarskipan svínaræktar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að hámarksstærð búa verði bundin í lög. Búast megi við að kveðið verði á um að hvert og eitt bú megi ekki vera með meira en tiltekið hlutfall heildarframleiðslunnar. Slíkar skorður þekkist á öðrum Norðurlöndum. Þeir framleiðendur sem eigi stærri bú en lögin heimili fái tiltekinn tíma til að laga sig að nýjum lögum. bjorn@frettabladid.is Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Of fá og of stór svínabú eru í landinu að mati Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í ræðu á Búnaðarþingi á sunnudag kvað hann ekki búandi við núverandi stöðu og boðaði frumvarp sem miðar að því að svínarækt verði stunduð í auknum mæli á fjölskyldubúum. Jón sagði framleiðsluna hafa á skömmum tíma færst á fárra manna hendur og sé nú svo komið að um tugur bænda standi að allri framleiðslu svínakjöts í landinu. Stærsti framleiðandinn ráði yfir meira en helmingi framleiðslunnar. Við þetta hafi samkeppnisstaða innan greinarinnar skekkst; smærri framleiðendur láti í minni pokann fyrir þeim stóra vegna yfirburða hans á markaði. Fleira spili líka inn í. Þróunin sé alvarleg út frá sjónarmiðum um traust fæðuframboð og öryggi við framleiðsluna. Smitálag aukist í stærri einingum og þar með hættan á að upp komi alvarlegir sjúkdómar. „Ekki þarf að tíunda þau áhrif sem það hefði á kjötmarkaðinn á Íslandi ef svo stór framleiðandi yrði fyrir alvarlegu áfalli og myndu þau áhrif teygja sig yfir í aðrar búgreinar. Fyrir ríkissjóð, sem er bótaskyldur í slíkum tilfellum, yrði þetta einnig stór biti að kyngja,“ sagði Jón í ræðunni. Hann furðaði sig líka á úrræðaleysi Samkeppniseftirlitsins sem hefði ekki séð sér fært að ógilda samruna í greininni þótt það hefði komist að því að einn aðili hafi óumdeilanlega markaðsráðandi stöðu sem skapað gæti umtalsverðar samkeppnishömlur. „Við slíku úrræðaleysi hljóta stjórnvöld að þurfa að bregðast og búa svo um hnútana að hægt sé að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi í landbúnaði og þar með öruggt framboð matvæla,“ sagði Jón. Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að smíði frumvarps um framtíðarskipan svínaræktar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir stefnt að því að hámarksstærð búa verði bundin í lög. Búast megi við að kveðið verði á um að hvert og eitt bú megi ekki vera með meira en tiltekið hlutfall heildarframleiðslunnar. Slíkar skorður þekkist á öðrum Norðurlöndum. Þeir framleiðendur sem eigi stærri bú en lögin heimili fái tiltekinn tíma til að laga sig að nýjum lögum. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira