Hópurinn gengurfrá Gamla miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg, í beina leið að ráðhúsi Reykjavíkur og bera spjöld með einkunnarorðum hvers leikskóla. Ætlunin er síðan að leggja spjöldin niður að fótum borgarstjóra með táknrænum hætti. Einnig verður borgarstjóra, Jóni Gnarr, afhent áskorun þar sem hann er hvattur til að endurskoða niðurskurðartillögurnar.

Hún segir að fólki finnist að sé vegið og erfitt sé að sjá þann faglega og fjárhagslega ávinning sem ná eigi fram með niðurskurðinum.
Leikskólastjórar funduðu niðri á menntasviði í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála og tóku fjölmargir til máls. Elín segir hljóðið eðlilega hafa verið þungt í fólki og vonast til þess að sem flestir sýni málstaðnum samstöðu.
Fjallað verður um meðmælagönguna í Kvöldfréttum Stöðvar 2.