Vill stríðsskatt á tekjuháa Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2011 14:11 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, vill að bankarnir nýti svigrúm til að lækka útlánsvexti. GVA. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda