Vill stríðsskatt á tekjuháa Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2011 14:11 Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, vill að bankarnir nýti svigrúm til að lækka útlánsvexti. GVA. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur áhyggjur af því að launamunur á Íslandi stefni í að verða sá sami og varð fyrir bankahrun. Hún vill gera breytingar á hátekjuskatti og setja sérstakan skatt á þá sem eru með meira en milljón í tekjur. Slíkur skattur yrði þá nokkurskonar stríðsskattur. „Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins," segir Lilja. Viðskiptanefnd fundaði með fulltrúum viðskiptabankanna þriggja í morgun. Enginn úr stjórn bankanna mætti til að útskýra háar launagreiðslur til bankastjóranna. Lilja segir að viðskiptanefnd sé óánægð með það. Hins vegar hafi fulltrúar bankanna mætt sem hafi getað gefið greinagóðar skýringar á ársreikningum þeirra. „Það sem er að gerast í bankakerfinu er það að rekstrarkostnaður er að hækka. Þvert á ætlanir eða tal um að bankakerfið þurfi að minnka, þá er rekstrarkostnaður að hækka vegna þess að það er verið að fjölga starfsfólki og launakostnaður er að hækka," segir Lilja í samtali við Vísi. Lilja segir að það hafi komið fram á fundinum í morgun að ástæða þess að Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka, var hækkuð í launum sé sú að bankinn hafi aflað sér upplýsingar um laun framkvæmdastjóra 40 stærstu fyrirtækja landsins og þá hafi komið í ljós að laun þeirra séu á bilinu tvær til fjórar milljónir. Jafnframt hafi komið fram á fundinum að rangar fréttir hafi verið sagðar af launum bankastjóra Arion. Þau séu tæpar þrjár milljónir á mánuði en ekki rúmar fjórar eins og fullyrt hefur verið. „En þetta eru náttúrlega alveg rosaleg laun í ljósi þess að meðallaun eru ekki nema um 380 þúsund krónur á mánuði," segir Lilja. Stóru viðskiptabankarnir skiluðu allir ágætri arðsemi á síðasta ári. Flest bendir til þess að ástæðan sé sú að þeir séu að afskrifa minna af lánum en gert var ráð fyrir í fyrstu. Það er því svirgrúm fyrir meiri afskriftir fyrir heimili og fyrirtæki eða lægri útlánsvexti. Lilja segist fremur vilja sjá lægri útlánsvexti því vaxtamunurinn sé mikill, einkum hjá Íslandsbanka. Betra væri ef bankarnir næðu fram hagnaði með lækkun rekstrarkostnaðar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira