Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2011 18:55 Árni Páll Árnason Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. Ríkisstjórnin ræddi launamál bankastjóra stóru viðskiptabankanna í morgun. En bankastjórar Arion og Íslandsbanka, eru vel á þriðju milljón króna á mánuði. Efnahags og viðskiptaráðherra minnir á að þótt þetta séu einkabankar séu þeir í samstarfi við ríkisvaldið og innistæður í þeim séu tryggðar af ríkinu. „Og það er ekkert óeðlilegt að fara fram á það á meðan slíkt ástand vari, hagi þeir ákvörðunum um kjör í samræmi við það sem almenningur þolir,“ segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann er ekki sannfærður um að hár viðbótarskattur á atvinnulaun af þessu tagi sé lausnin, margar aðrar leliðir komi til greina. Þegar ráðherrann var spurður hvort til greina kæmi að afnema tryggingu ríkisins á innistæðum einkabankanna sagði hann fulla ástæðu til að ræða við bankana um með hvaða hætti þeir treystu sér til að vinna með stjórnvöldum að tryggja samfélagslega ábyrga launastefnu. „Á þessum tímum þegar þeir þurfa auðvitað á ríkisvaldinu að halda og ríkisvaldið er að vinna með bönkunum að endurreisn fjármálakerfisins,“ segir Árni Páll. Laun bankastjóra Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, eru engin smánarlaun en þó mun lægri en bankastjóra Arion og Íslandsbanka sem eru að mestu í eigu kröfuhafa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra útilokar ekki háan skatt á ofurlaun. „Ég tel það vel koma til greina já, ef við förum að sjá einhvera þróun í átt til ofurlauna ganga í garð strax eftir hrun. Ég tala nú ekki um í fjármálageiranum . Þá á að taka á því,“ segir fjármálaráðherra. Það séu ýmsar leiðir til þess. Hægt væri að skattleggja sérstaklega kaupauka og bónusa og setja viðbótarálag á allra hæstu laun. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. Ríkisstjórnin ræddi launamál bankastjóra stóru viðskiptabankanna í morgun. En bankastjórar Arion og Íslandsbanka, eru vel á þriðju milljón króna á mánuði. Efnahags og viðskiptaráðherra minnir á að þótt þetta séu einkabankar séu þeir í samstarfi við ríkisvaldið og innistæður í þeim séu tryggðar af ríkinu. „Og það er ekkert óeðlilegt að fara fram á það á meðan slíkt ástand vari, hagi þeir ákvörðunum um kjör í samræmi við það sem almenningur þolir,“ segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann er ekki sannfærður um að hár viðbótarskattur á atvinnulaun af þessu tagi sé lausnin, margar aðrar leliðir komi til greina. Þegar ráðherrann var spurður hvort til greina kæmi að afnema tryggingu ríkisins á innistæðum einkabankanna sagði hann fulla ástæðu til að ræða við bankana um með hvaða hætti þeir treystu sér til að vinna með stjórnvöldum að tryggja samfélagslega ábyrga launastefnu. „Á þessum tímum þegar þeir þurfa auðvitað á ríkisvaldinu að halda og ríkisvaldið er að vinna með bönkunum að endurreisn fjármálakerfisins,“ segir Árni Páll. Laun bankastjóra Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, eru engin smánarlaun en þó mun lægri en bankastjóra Arion og Íslandsbanka sem eru að mestu í eigu kröfuhafa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra útilokar ekki háan skatt á ofurlaun. „Ég tel það vel koma til greina já, ef við förum að sjá einhvera þróun í átt til ofurlauna ganga í garð strax eftir hrun. Ég tala nú ekki um í fjármálageiranum . Þá á að taka á því,“ segir fjármálaráðherra. Það séu ýmsar leiðir til þess. Hægt væri að skattleggja sérstaklega kaupauka og bónusa og setja viðbótarálag á allra hæstu laun.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira