Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar og landsliðsmaður í handbolta, mun ekki vita fyrr en á föstudag hvort hann fái tilboð frá þýskum úrvalsdeildarfélögum.
Bæði Wetzlar og Grosswallstadt hafa verið með Odd undir smásjánni í talsverðan tíma en eru að taka sér drjúgan tíma í að gera honum tilboð.
"Þetta er orðið pínu pirrandi. Ég er búinn að bíða ansi lengi eftir svörum og verð víst að bíða aðeins lengur," sagði Oddur við Vísi í dag.
Ef hann fær ekkert tilboð þá er hann meira en til í að taka einn vetur í viðbót með Akureyri enda ætlar félagið sér stóra hluti á næstu leiktíð.
Oddur fær engin svör fyrr en á föstudag
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn

Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti
