Samráð eykur sátt, gæði og árangur Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Þeir voru glaðlegir forystumennirnir sem á blokkarþaki í Breiðholti í sumarbyrjun boðuðu allskonar fyrir íbúa, aukið lýðræði og stanslausa skemmtun í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar virðist mesta gleðin horfin og mörg fyrirheitin gleymd. Vinnubrögð í borgarstjórn hafa versnað, samráð minnkað og forystumennirnir sjá litla ástæðu til að nýta þá reynslu eða þann árangur sem náðist með nýjum vinnubrögðum á síðasta kjörtímabili. En látum vera þótt meirihlutinn vilji ekki nýta krafta allra kjörinna fulltrúa eða valdi pólitískum andstæðingum vonbrigðum, enda hefur slíkt því miður verið viðtekin venja í íslenskum stjórnmálum. Verra er þó þegar þau vinnubrögð bitna beint á almenningi og beint á þeim sem eiga að veita og njóta mikilvægrar þjónustu borgarinnar. Það er einmitt það sem nú er að gerast í Reykjavík. Þannig er þessa dagana unnið að breytingum á skipulagi skólastarfs í borginni. Starfsfólk og samtök þeirra segjast illa upplýst og kalla vinnubrögð meirihlutans „faglega sýndarmennsku", „vonbrigði" og „valdníðslu". Foreldrar og samtök þeirra segja það sama og að upplýsingum sé haldið frá þeim með „leyniplöggum" og „sýndarsamráði". Þessir aðilar krefjast úrbóta, skýringa og svara. Svörin eru fá en meirihlutinn segir verkefnið erfitt, tímann lítinn og að ákveðna hluti verði að vinna án aðkomu almennings. Virðist þar litlu skipta þótt reynslan sýni að samráð tryggi sátt, gæði og árangur og að ótal tillögur um slíkt hafi verið fluttar sem hefðu getað komið í veg fyrir þau átök sem nú blasa við. Vandann má þó enn leysa. Fyrsta skrefið er að forystumenn meirihlutans viðurkenni að þeir einir vita ekki endilega best og skilji að það er farsælt að nýta sér ráð og reynslu annarra þegar gengið er til stórra verkefna. Að auki staðfestir hagræðingarvinna liðinna ára hjá Reykjavík að mesti árangurinn náðist með þátttöku og tillögum starfsfólks sem, líkt og almenningur, skilur þörfina og axlar ábyrgðina sé raunverulega eftir því leitað. Hér þarf önnur og betri vinnubrögð. Skólunum okkar verður ekki, frekar en samfélaginu sjálfu, breytt án kröftugrar aðkomu sem flestra og slík aðkoma mun ekki flækja málið heldur færa okkur farsæla lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þeir voru glaðlegir forystumennirnir sem á blokkarþaki í Breiðholti í sumarbyrjun boðuðu allskonar fyrir íbúa, aukið lýðræði og stanslausa skemmtun í Reykjavík. Nú nokkrum mánuðum síðar virðist mesta gleðin horfin og mörg fyrirheitin gleymd. Vinnubrögð í borgarstjórn hafa versnað, samráð minnkað og forystumennirnir sjá litla ástæðu til að nýta þá reynslu eða þann árangur sem náðist með nýjum vinnubrögðum á síðasta kjörtímabili. En látum vera þótt meirihlutinn vilji ekki nýta krafta allra kjörinna fulltrúa eða valdi pólitískum andstæðingum vonbrigðum, enda hefur slíkt því miður verið viðtekin venja í íslenskum stjórnmálum. Verra er þó þegar þau vinnubrögð bitna beint á almenningi og beint á þeim sem eiga að veita og njóta mikilvægrar þjónustu borgarinnar. Það er einmitt það sem nú er að gerast í Reykjavík. Þannig er þessa dagana unnið að breytingum á skipulagi skólastarfs í borginni. Starfsfólk og samtök þeirra segjast illa upplýst og kalla vinnubrögð meirihlutans „faglega sýndarmennsku", „vonbrigði" og „valdníðslu". Foreldrar og samtök þeirra segja það sama og að upplýsingum sé haldið frá þeim með „leyniplöggum" og „sýndarsamráði". Þessir aðilar krefjast úrbóta, skýringa og svara. Svörin eru fá en meirihlutinn segir verkefnið erfitt, tímann lítinn og að ákveðna hluti verði að vinna án aðkomu almennings. Virðist þar litlu skipta þótt reynslan sýni að samráð tryggi sátt, gæði og árangur og að ótal tillögur um slíkt hafi verið fluttar sem hefðu getað komið í veg fyrir þau átök sem nú blasa við. Vandann má þó enn leysa. Fyrsta skrefið er að forystumenn meirihlutans viðurkenni að þeir einir vita ekki endilega best og skilji að það er farsælt að nýta sér ráð og reynslu annarra þegar gengið er til stórra verkefna. Að auki staðfestir hagræðingarvinna liðinna ára hjá Reykjavík að mesti árangurinn náðist með þátttöku og tillögum starfsfólks sem, líkt og almenningur, skilur þörfina og axlar ábyrgðina sé raunverulega eftir því leitað. Hér þarf önnur og betri vinnubrögð. Skólunum okkar verður ekki, frekar en samfélaginu sjálfu, breytt án kröftugrar aðkomu sem flestra og slík aðkoma mun ekki flækja málið heldur færa okkur farsæla lausn.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun