Boltann til þjóðarinnar Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 16. nóvember 2011 06:00 Gunnar Kristjánsson prestur Fram undan er kjör til embættis biskups Íslands, Karl Sigurbjörnsson hefur tilkynnt að hann láti af embætti á næsta ári. Biskupskjör markar ætíð tímamót í lífi kirkju og þjóðar og miklu máli skiptir hvernig það fer fram. Margt hefur breyst í umhverfi þjóðkirkjunnar síðustu 15 árin og nýs biskups bíða ögrandi verkefni. Innleiða þarf ný vinnubrögð í stjórnsýslu og samskiptum kirkjunnar og snúa við þróun síðustu ára: draga úr stofnanavæðingu þjóðkirkjunnar og endurvekja traust þjóðarinnar á kirkjunni. Nýr biskup mætir einnig til leiks í gjörbreyttu viðhorfi til biskupsembættisins og hlutverks þess. Nýlega hafa hugmyndir um aðskilnað andlegrar og veraldlegrar umsýslu biskups fengið byr undir báða vængi, m.a. í ábendingum Ríkisendurskoðunar um aðgreiningu starfsþátta kirkjunnar og breytingar á skipan kirkjuráðs. Það styrkir biskup í sessi sem leiðtoga og hirði og léttir af embættinu ábyrgð á fjármálum og framkvæmdastjórn. Núverandi starfsreglur þjóðkirkjunnar gera ráð fyrir að allir prestar og örfáir leikmenn kjósi biskup Íslands. Þessu þarf að breyta. Aukin lýðræðisvitund almennings og staða kirkjunnar í samtímanum krefst þess að mun fleiri, helst allir sem láta sig kirkjuna varða, komi að því að velja biskup Íslands. Við spyrjum einnig hvort ekki sé eðlilegt í kirkju sem vill vera þjóðkirkja að sem flestir fái að koma að vali á æðsta embættismanni hennar. Nú stendur kirkjuþing yfir. Það fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Kirkjuþing getur breytt starfsreglum um biskupskjör. Við skorum á kirkjuþing að nota tækifærið sem nú blasir við og breyta starfsreglum á þann veg að fleiri velji næsta biskup. Boltinn er hjá kirkjuþingi. Næsta sending skiptir miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Gunnar Kristjánsson prestur Fram undan er kjör til embættis biskups Íslands, Karl Sigurbjörnsson hefur tilkynnt að hann láti af embætti á næsta ári. Biskupskjör markar ætíð tímamót í lífi kirkju og þjóðar og miklu máli skiptir hvernig það fer fram. Margt hefur breyst í umhverfi þjóðkirkjunnar síðustu 15 árin og nýs biskups bíða ögrandi verkefni. Innleiða þarf ný vinnubrögð í stjórnsýslu og samskiptum kirkjunnar og snúa við þróun síðustu ára: draga úr stofnanavæðingu þjóðkirkjunnar og endurvekja traust þjóðarinnar á kirkjunni. Nýr biskup mætir einnig til leiks í gjörbreyttu viðhorfi til biskupsembættisins og hlutverks þess. Nýlega hafa hugmyndir um aðskilnað andlegrar og veraldlegrar umsýslu biskups fengið byr undir báða vængi, m.a. í ábendingum Ríkisendurskoðunar um aðgreiningu starfsþátta kirkjunnar og breytingar á skipan kirkjuráðs. Það styrkir biskup í sessi sem leiðtoga og hirði og léttir af embættinu ábyrgð á fjármálum og framkvæmdastjórn. Núverandi starfsreglur þjóðkirkjunnar gera ráð fyrir að allir prestar og örfáir leikmenn kjósi biskup Íslands. Þessu þarf að breyta. Aukin lýðræðisvitund almennings og staða kirkjunnar í samtímanum krefst þess að mun fleiri, helst allir sem láta sig kirkjuna varða, komi að því að velja biskup Íslands. Við spyrjum einnig hvort ekki sé eðlilegt í kirkju sem vill vera þjóðkirkja að sem flestir fái að koma að vali á æðsta embættismanni hennar. Nú stendur kirkjuþing yfir. Það fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Kirkjuþing getur breytt starfsreglum um biskupskjör. Við skorum á kirkjuþing að nota tækifærið sem nú blasir við og breyta starfsreglum á þann veg að fleiri velji næsta biskup. Boltinn er hjá kirkjuþingi. Næsta sending skiptir miklu máli.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar