Handbolti

Skandinavía: Gott gengi Íslendingaliðanna

Arnór Atlason.
Arnór Atlason.
Íslendingaliðin AG og GUIF eru í efstu sætunum í danska og sænska handboltanum. Bæði lið unnu sína leiki í kvöld.

Danska ofurliðið AG Kaupmannahöfn vann afar öruggan sigur á Nordsjælland í kvöld. Lokatölur 29-18 í leik þar sem Nordsjælland sá aldrei til sólar í síðari hálfleik en AG leiddi með tveim mörkum í hálfleik, 12-10.

Arnór Atlason skoraði þrjú mörk fyrir AG en Mads Larsen var markahæstur með sjö mörk.

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá GUIF eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að þeir unnu góðan heimasigur, 27-23, á Caperiotumba

Gunnar Örn Jónsson og félagar í Drott eru í fjórða sæti deildarinnar en Drott en þeir töpuðu með einu marki, 30-29, gegn Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×