Börn afskipt í ofbeldismálum 17. febrúar 2011 09:00 Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Tvö þúsund börn á Íslandi hið minnsta verða á hverju ári vitni að heimilisofbeldi. Þessi stóri hópur er hins vegar afskiptur og hafa félagsmálayfirvöld ekki sinnt honum. Þær stofnanir sem bera ábyrgð á börnum sem búa við þessar aðstæður hafa takmarkað samráð sín á milli og fagfólki kom á óvart að málin væru í þeim ólestri sem raun ber vitni. Þetta er meðal niðurstaðna í kolsvartri skýrslu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi á þeim stuðningi sem í boði er fyrir börn í Reykjavík. Tölur fagfólks benda til að 2,5 prósent allra barna hér á landi verði vitni að ofbeldi gegn móður sinni, eða milli foreldra, á hverju ári. Líklegt er talið að sá fjöldi sé stórlega vanmetinn sökum þess hversu dult er farið með þessi mál. Félagslega kerfið í Reykjavík fær falleinkunn í skýrslu Barnaheilla. Brýn þörf er talin á gagngerri endurskoðun á málefnum barna sem búa við ofbeldið. Flestir innan kerfisins líta svo á að með því að tilkynna mál til barnaverndar sé tryggt að börn fái þann stuðning og öryggi sem þeim ber. „En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum," segir í skýrslunni. Viðmælendur í rannsókn samtakanna, fagfólkið sem kemur að málaflokknum, eru allir sammála um að börn sem búi við svo dapurlegar aðstæður sem um ræðir séu ekkert síður fórnarlömb þess ofbeldis sem foreldri þess sé beitt og slíkt sé mannskemmandi. Í fréttatilkynningu sem birt var á heimasíðu Barnaverndarstofu á mánudag eru kynntar aðgerðir vegna heimilisofbeldis. Þar er viðurkennt að barnaverndaryfirvöld og aðrir hafi ekki gefið þessum hópi gaum og því verði leitað eftir samstarfi við lögreglu og barnaverndarnefndir um tilraunaverkefni þar sem verður lagt mat „á líðan, hugsanir og óskir barnanna með það fyrir augum að veita þeim áfallahjálp og annan viðeigandi stuðning strax í kjölfar atburða af þessu tagi". Barnaverndarstofa býður í dag eitt hópúrræði fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili og barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. - shá
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira