Ófremdarástand í málefnum barna sem búa við heimilisofbeldi Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 12:04 Petrína Ásgeirsdóttir segir mál barna sem búa við heimilisofbeldi vera í algjörum ólestri Talið er að um tvö þúsund börn verði vitni að heimilisofbeldi árlega. Engin úrræði eru í boði fyrir þessi börn. Til að mynda urðu börn sem urðu fyrir hrottalegu ofbeldi af hendi föður síns í svokölluðu hnífakastaramáli að bíða í hálft ár eftir sérfræðiaðstoð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á félagslega kerfinu í Reykjavík. Mál barna sem búa við heimilisofbeldi eru algjörum ólestri og nær engin úrræði eru fyrir þessi börn innan félagslega kerfisins.Þetta sýnir ný rannsókn en niðurstöður hennar eru algjör áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Farið var yfir málið í morgun á málþingi samtakana Barnaheilla, sem stóðu að rannsókninni. Yfirskrift málþingsins var „Átta ára á drengur óskar eftir íbúð." Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, og fagfólk sem rætt var við í rannsókninni, segja að skilningsleysi á málefnum þessara barna verði jafnvel til þess að þau eru greind með kvilla sem þau þjást ekki af.Lyf ekki alltaf við hæfi „Þegar verið er að greina börn sem eiga við vandkvæði að stríða virðist vera mikill misbrestur á því hvort verið sé að spyrja þau um það hvort ofbeldi eigi sér stað á milli foreldra, eða gagnvart móður. Þar af leiðandi er verið að greina börn sem eru óþekk og erfið, eða þau sem eiga erfitt með að einbeita sér, með ofvirkni- og athyglisbrest, sem þau eru kannski alls ekki með. Við bendum því á það í skýrslunni að það sé mikilvægt að huga að fjölskylduaðstæðum þannig börn fái réttan og viðeigandi stuðning og að ekki sé verið að meðhöndla börn með lyfjum sem ætluð eru börnum með ofvirkni- og athyglisbrest en geta verið skaðleg þeim sem ekki eru með það," segir Petrína. Þróa með sér áfallastreituröskun Í skýrslunni segir að heili barna er sérstaklega viðkvæmur gagnvart streitu þar sem hann sé að þroskast. Núorðið sé það viðurkennt að barn, sem verður vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra, getur þróað með sér áfallastreituröskun. Segir Petrína að of mikið sé um ekki sé tekið tillit til aðstæðna barna og þess sem þau þurfa að ganga í gegnum heldur séu þau meðhöndluð eins og eylönd. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að flestar tilkynningar til barnaverndar um að börn byggju við heimilisofbeldi kæmu frá lögreglu eða heilbrigðis- og skólastofnunum. Mikill hluti þessara mála myndi hins vegar enda með því að móður barnsins væri sent bréf þar sem bent væri á almenn úrræði og þar með væri málinu lokið að hálfu barnaverndar. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Talið er að um tvö þúsund börn verði vitni að heimilisofbeldi árlega. Engin úrræði eru í boði fyrir þessi börn. Til að mynda urðu börn sem urðu fyrir hrottalegu ofbeldi af hendi föður síns í svokölluðu hnífakastaramáli að bíða í hálft ár eftir sérfræðiaðstoð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á félagslega kerfinu í Reykjavík. Mál barna sem búa við heimilisofbeldi eru algjörum ólestri og nær engin úrræði eru fyrir þessi börn innan félagslega kerfisins.Þetta sýnir ný rannsókn en niðurstöður hennar eru algjör áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Farið var yfir málið í morgun á málþingi samtakana Barnaheilla, sem stóðu að rannsókninni. Yfirskrift málþingsins var „Átta ára á drengur óskar eftir íbúð." Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, og fagfólk sem rætt var við í rannsókninni, segja að skilningsleysi á málefnum þessara barna verði jafnvel til þess að þau eru greind með kvilla sem þau þjást ekki af.Lyf ekki alltaf við hæfi „Þegar verið er að greina börn sem eiga við vandkvæði að stríða virðist vera mikill misbrestur á því hvort verið sé að spyrja þau um það hvort ofbeldi eigi sér stað á milli foreldra, eða gagnvart móður. Þar af leiðandi er verið að greina börn sem eru óþekk og erfið, eða þau sem eiga erfitt með að einbeita sér, með ofvirkni- og athyglisbrest, sem þau eru kannski alls ekki með. Við bendum því á það í skýrslunni að það sé mikilvægt að huga að fjölskylduaðstæðum þannig börn fái réttan og viðeigandi stuðning og að ekki sé verið að meðhöndla börn með lyfjum sem ætluð eru börnum með ofvirkni- og athyglisbrest en geta verið skaðleg þeim sem ekki eru með það," segir Petrína. Þróa með sér áfallastreituröskun Í skýrslunni segir að heili barna er sérstaklega viðkvæmur gagnvart streitu þar sem hann sé að þroskast. Núorðið sé það viðurkennt að barn, sem verður vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra, getur þróað með sér áfallastreituröskun. Segir Petrína að of mikið sé um ekki sé tekið tillit til aðstæðna barna og þess sem þau þurfa að ganga í gegnum heldur séu þau meðhöndluð eins og eylönd. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að flestar tilkynningar til barnaverndar um að börn byggju við heimilisofbeldi kæmu frá lögreglu eða heilbrigðis- og skólastofnunum. Mikill hluti þessara mála myndi hins vegar enda með því að móður barnsins væri sent bréf þar sem bent væri á almenn úrræði og þar með væri málinu lokið að hálfu barnaverndar.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira