Engar tölur til um brjóstastækkanir 17. febrúar 2011 05:30 Geir Gunnlaugsson Landlæknisembættið hefur engar tölulegar upplýsingar um fjölda brjóstastækkana, né annarra fegrunaraðgerða, sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt lögum um Landlækni frá árinu 2007 skal embættið halda skrá yfir allar aðgerðir sem gerðar eru, hvort sem þær eru framkvæmdar á einkareknum læknastofum, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að verið sé að kalla eftir upplýsingunum frá læknastofunum, en það taki tíma að fá tölurnar og vinna úr þeim. „Það er sannarlega markmið okkar að hafa eins gott yfirlit yfir allar aðgerðir og hægt er. Við erum að reyna að byggja upp kerfið á rafrænni skráningu, sem er eitt af okkar stöðugu baráttumálum,“ segir Geir. „En við höfum sett fram tilmæli til læknastofa um þessar skráningar.“ Geir segir markmið embættisins að halda skrá yfir sjúkrasögur í rauntíma en slíkt krefjist mikilla fjárfestinga í rafrænum kerfum. „Ég vil geta sagt núna hversu margar brjóstastækkanir voru framkvæmdar í janúar 2011,“ segir Geir. „Eina vandamálið við sjálfstætt starfandi lækna er að þeir eru með mjög mismunandi rafræn kerfi. Hver og einn hefur sínar hugmyndir um það hvernig standa eigi að skráningu og umfang aðgerða er mjög misjafnt eftir læknum.“ Geir segir að sérstaklega erfitt sé að ná utan um upplýsingar þar sem þátttaka Sjúkratrygginga Íslands sé engin, eins og í fegrunaraðgerðum. Þar sé einungis um að ræða viðskipti á milli þess einstaklings sem sæki þjónustuna og þess læknis sem framkvæmi hana. Ríkið og skattpeningar komi þar hvergi nærri. Komi upp vandamál hjá konum eftir brjóstastækkanir leita þær þó í flestum tilvikum á ríkisrekin sjúkrahús eða heilsugæslur og fá þar viðeigandi meðferðir. SÍ taka þó ekki þátt í lækniskostnaði vegna leka í silíkonpúðum. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segir ekki alla vera sammála um að opinbera eigi tölur um fjölda fegrunaraðgerða. „Þó að landlæknir geti kannski lagalega kallað eftir þessum upplýsingum kemur á móti trúnaður læknis og sjúklings,“ segir Þórdís. „Þar að auki vantar opinbera vinnuferla um hvað eigi síðan að gera við þessar upplýsingar og hvaða tilgangi þær þjóna. Trúnaður læknis og sjúklings má ekki gleymast.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Landlæknisembættið hefur engar tölulegar upplýsingar um fjölda brjóstastækkana, né annarra fegrunaraðgerða, sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt lögum um Landlækni frá árinu 2007 skal embættið halda skrá yfir allar aðgerðir sem gerðar eru, hvort sem þær eru framkvæmdar á einkareknum læknastofum, heilsugæslum eða sjúkrahúsum. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að verið sé að kalla eftir upplýsingunum frá læknastofunum, en það taki tíma að fá tölurnar og vinna úr þeim. „Það er sannarlega markmið okkar að hafa eins gott yfirlit yfir allar aðgerðir og hægt er. Við erum að reyna að byggja upp kerfið á rafrænni skráningu, sem er eitt af okkar stöðugu baráttumálum,“ segir Geir. „En við höfum sett fram tilmæli til læknastofa um þessar skráningar.“ Geir segir markmið embættisins að halda skrá yfir sjúkrasögur í rauntíma en slíkt krefjist mikilla fjárfestinga í rafrænum kerfum. „Ég vil geta sagt núna hversu margar brjóstastækkanir voru framkvæmdar í janúar 2011,“ segir Geir. „Eina vandamálið við sjálfstætt starfandi lækna er að þeir eru með mjög mismunandi rafræn kerfi. Hver og einn hefur sínar hugmyndir um það hvernig standa eigi að skráningu og umfang aðgerða er mjög misjafnt eftir læknum.“ Geir segir að sérstaklega erfitt sé að ná utan um upplýsingar þar sem þátttaka Sjúkratrygginga Íslands sé engin, eins og í fegrunaraðgerðum. Þar sé einungis um að ræða viðskipti á milli þess einstaklings sem sæki þjónustuna og þess læknis sem framkvæmi hana. Ríkið og skattpeningar komi þar hvergi nærri. Komi upp vandamál hjá konum eftir brjóstastækkanir leita þær þó í flestum tilvikum á ríkisrekin sjúkrahús eða heilsugæslur og fá þar viðeigandi meðferðir. SÍ taka þó ekki þátt í lækniskostnaði vegna leka í silíkonpúðum. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir segir ekki alla vera sammála um að opinbera eigi tölur um fjölda fegrunaraðgerða. „Þó að landlæknir geti kannski lagalega kallað eftir þessum upplýsingum kemur á móti trúnaður læknis og sjúklings,“ segir Þórdís. „Þar að auki vantar opinbera vinnuferla um hvað eigi síðan að gera við þessar upplýsingar og hvaða tilgangi þær þjóna. Trúnaður læknis og sjúklings má ekki gleymast.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira