Fréttaskýring: Landbúnaðarstefna ESB til grundvallar 17. febrúar 2011 22:00 Íslendingar fallast á að vinna út frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB en minna á mikilvægi tollverndar.Nordicphotos/afp Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira
Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Sjá meira