Fréttaskýring: Landbúnaðarstefna ESB til grundvallar 17. febrúar 2011 22:00 Íslendingar fallast á að vinna út frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB en minna á mikilvægi tollverndar.Nordicphotos/afp Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira