Lífið

Les óbirtan kveðskap föður síns, Kristjáns Eldjárns forseta

"Faðir minn orti mikið og þýddi. Minnst af því hefur birst en ég ætla að lesa svolítið úrval af því.“ fréttablaðið/Valli
"Faðir minn orti mikið og þýddi. Minnst af því hefur birst en ég ætla að lesa svolítið úrval af því.“ fréttablaðið/Valli
Þórarinn Eldjárn rithöfundur ætlar að flytja óbirtan kveðskap eftir föður sinn, Kristján Eldjárn, forseta Íslands, á vísnakvöldi í Breiðfirðingabúð í kvöld. „Ég var búinn að lofa að mæta á þessa samkomu og fara þar með einhvern kveðskap. Þegar ég áttaði mig á að hana bar upp á afmælisdag föður míns, sem hefði orðið 95 ára í dag, þá fannst mér upplagt að fara með eitthvað eftir hann. Faðir minn orti mikið og þýddi. Minnst af því hefur birst en ég ætla að lesa svolítið úrval af því," segir Þórarinn.

Þetta er þriðja vísnakvöldið í haust og vetur í Breiðfirðingabúð en þau eru haldin fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, doktor í íslenskri stuðlasetningu og skáld, sem stendur að þeim. Auk upplestra, fræðsluerinda og söngs er gestum gefinn kostur á að tjá sig í pontunni ef þeir luma á góðri vísu eða stuttu kvæði. Einnig fá viðstaddir tækifæri til að sýna kunnáttu sína í vísnagerð. Dómnefnd metur vísurnar áður en kvöldið er liðið og eru vegleg bókaverðlaun í boði.

Vísnakvöldið hefst klukkan 20 í Breiðfirðingabúð. Aðgangseyrir er 500 krónur. - gun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.