Er sett of mikið fé í íslenska háskóla? Friðrik Már Baldursson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar