Er sett of mikið fé í íslenska háskóla? Friðrik Már Baldursson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun