Er sett of mikið fé í íslenska háskóla? Friðrik Már Baldursson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar