Erlent

Engar breytingar í vændum í Norður Kóreu

Kim Jong-un, hinn nýi „leiðtogi ríkisins, flokksins og hersins“ í Norður Kóreu.
Kim Jong-un, hinn nýi „leiðtogi ríkisins, flokksins og hersins“ í Norður Kóreu. Mynd/AFP
Heimsbyggðin skal ekki búast við því að breytinga sé að vænta í Norður Kóreu þrátt fyrir fráfall leiðtogans Kim Jon Il og komu sonar hans Kim Jong Un á stóra sviðið. Þetta segir í skeyti sem flutt var í ríkisfjölmiðlum landsins í nótt og talið er skrifað í umboði Varnarmálaefndarinnar þar í landi, sem ku vera eitt valdamesta stjórnsýslubákn landsins.

„Hinir heimskulegu leiðtogar heimsins, þar með talið leiksopparnir í Suður-Kóreu, ættu ekki að búast við neinum breytingum frá Norður Kóreu í bráð," segir í yfirlýsingunni.

Norður Kórea hefur uppá síðkastið rekið mjög óvinsæla kjarnorkustefnu. Sex ríkja samningaviðræður sem miðuðu að því að stöðva þá stefnu sigldu í strand fyrir nokkrum mánuðum síðan. Meðal ríkja sem komu að viðræðunum voru Bandaríkin og Suður Kórea. Þau gerðu að skilyrði fyrir neyðar- og efnahagsaðstoð við Norður-Kóreu að landið breytti kjarnorkustefnu sinni. Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og hefur því brýna þörf fyrir neyðaraðstoð. Þetta skilyrði hefur valdið mikilli reiði ráðamanna í Norður Kóreu, en þeir eru þó ekki tilbúnir til að láta af kjarnorkuvopnum sínum, eins og nú liggur enn ljósar fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×