Erlent

Kínverjar stefna á geiminn

Mynd/AFP
Kínverjar opinberuðu afar metnaðarfulla áætlun um geimferðir og geimrannsóknir í vikunni. Þeir stefna meðal annars að því að skjóta mannfólki til tunglsins. Þá er og markmið þeirra að byggja geimstöðvar, safna sýnishornum af tunglinu og setja upp rannsóknarstöðvar í geimnum innan næstu fimm ára. Með þessu vilja þeir koma sjálfum sér á kortið í geimrannsóknum.

„Fjárhagslegum framförum fylgir þörfin á framþróun og rannsóknum," sagði prófessor við geimvísindaskóla í Beijing við þetta tilefni.

Kína hefur síðustu ár fært sig mjög uppá skaftið á sviði geimvísinda. Þeir urðu meðal annars þriðja land heims til að skjóta manni út í geiminn árið 2003.

Kínverjar segja að geimferðaáætlanir sínar séu aðeins gerðar í friðsömum tilgangi t.d. við rannsóknir ásvarrtholum og geimryki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×