Erlent

Sprengjuárás í Nígeríu

Moska. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Moska. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Sprengja sprakk nærri mosku í borg í norðurhluta Nígeríu fyrr í dag. Sprengjan sprakk rétt eftir að bænagjörð lauk og fólk var að týnast út úr moskunni. „Fólk henti sér í allar áttir svo það myndaðist mikil ringulreið," segir einn íbúi.

Talsmaður hersins á svæðinu kennir öfgahópnum Boko Haram um ódæðið. Hópurinn krefst þess að Nígería taki upp ströng lög byggð á siðgæðisboðum múslima. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hefur hann staðið fyrir fjölda árása, aðallega í norðausturhluta Nígeríu. Meðal annars stóðu þeir fyrir sprengjuárás á kirkjur á jóladag sem drógu 42 til dauða.

Ekki er ljóst sem stendur hvert mannfall hlaust af sprengingunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×