Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Drífa Kristjánsdóttir skrifar 5. mars 2011 06:00 Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki þannig, við sögðum upp samningi við ríkið vegna óþolandi stjórnunar Braga Guðbrandssonar yfirmanns Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa var stofnuð vorið 1995. Þá hafði Meðferðarheimilið Torfastöðum verið starfrækt í 16 ár. Torfastaðir voru fyrsta og eina einkarekna meðferðarheimilið á Íslandi til margra ára. Bragi var afar hrifinn af okkar rekstrarfyrirkomulagi einkum vegna þess að það kostaði ríkið miklu minna en meðferðarstaðir sem reknir voru af ríkinu og árangur okkar var einstakur. Bragi lagði niður hverja stofnuna á fætur annarri og lét stofna staði sem áttu að vera eins og Torfastaðir. Þetta óttuðumst við mjög, vissum hve erfitt er að að reka fjölskyldurekið meðferðarheimili. Við sögðum Braga ítrekað að nýir staðir þyrftu miklu meira fjármagn og stuðning en við fengjum. Bragi fór sínu fram en nú hefur hann snúið við blaðinu, dagar einkarekinna meðferðarheimila taldir að hans mati. Barnaverndarstofa hlunnfór Torfastaði um samningsbundnar hækkanir árin 1998-2003. Það fékkst ekki leiðrétt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skóli var á Torfastöðum fyrir vistbörnin. Það var aldrei borgað neitt fyrir þá vinnu. Bragi neitaði okkur um greiðslur til skólans frá sveitarfélögunum. Allt var gert til að þrengja að okkur fjárhagslega. Samstarfsfólki Braga blöskraði stundum og reyndi að koma til móts við okkur en þá setti Bragi skilyrði um meiri yfirráð yfir okkur. Það þorðum við ekki að samþykkja í ljósi erfiðra samskipta við forstöðumanninn. Hann var svo falskur og við treystum honum alls ekki. Þetta reyndi á þolrifin í mörg ár, en svo kom að því að við ákváðum að segja stopp. Við sögðum upp samningi við ríkið vegna óvildar Braga Guðbrandssonar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: Rekstraraðilar sögðu samningnum með bréfi til félagsmálaráðuneytis 27. september 2003 með tólf mánaða fyrirvara og báru við „langvarandi óvild“ forstjóra Barnaverndarstofu í sinn garð og „trúnaðarbresti“ við hann. Þetta ætti m.a. sök á fjárhagslegum þrengingum heimilisins sem ekki sæti við sama borð og önnur sambærileg heimili. Þeir gáfu um leið til kynna að þeir væru til í að halda áfram starfseminni ef ráðherra sjálfur eða fulltrúi hans kæmi á nýjum samningi fyrir áramótin 2003–04. Einnig segir: Í Greinargerð um framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið á Torfastöðum (sept. 2004) kom fram að markmið Ríkisendurskoðunar með aðkomu sinni var „að veita aðstoð við að greina og leysa vandamál og ágreiningsefni“ sem tengdust framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við rekstraraðila Torfastaðaheimilisins. Meginniðurstaða stofnunarinnar var sú að hvorki væri raunhæft né ráðlegt að mæla með því að aðilar reyndu að svo stöddu að gera nýjan samning um áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins. Stirð samskipti aðila leyfðu það ekki. Í ljósi forsögu málsins mætti hins vegar velta fyrir sér hvort til greina kæmi að bjóða rekstraraðilum uppbótar‐eða uppgjörsgreiðslu við samningslok sem tæki mið af því að endurgjald til heimilisins hefði um tíma verið lægra en til sambærilegra heimila.Í lok greinargerðar um Torfastaði segir í skýrslu ríkisendurskoðunar: Þess ber að geta að forstjóri Barnaverndarstofu óskaði eftir því að standa ekki að samkomulaginu við Torfastaðaheimilið með undirritun sinni. Hann ítrekaði líka í bréfi til félagsmálaráðuneytis þá afstöðu sína að rekstraraðilar heimilisins hefðu ekki átt neinar kröfur á ríkissjóð vegna slita á samstarfi enda hefðu þeir sjálfir sagt samningnum upp. Jafnframt lét hann í ljósi þá skoðun að sú fjárhæð sem samið var um hefði verið „óhófleg með hliðsjón af þeim fyrirvörum sem Ríkisendurskoðun gerir um slíka greiðslu“. Sömuleiðis hlyti sú niðurstaða að taka greiðsluna til heimilisins af fjárheimildum stofunnar að verða til þess að skerða þjónustu hennar við börn yrði ekki við brugðist. Torfastaðir töldu sig eiga háar fjárhæðir inni hjá ríkinu af samningsbundnum greiðslum en ákváðu að sættast á greiðslu og sáttargjörð. Ég legg til að Alþingi fái ríkisendurskoðun það verkefni að skoða stjórnunaraðferðir Braga Guðbrandssonar, nú á þessum tímamótum, þegar flest einkareknu og öll ríkisreknu meðferðarheimilin hafa verið lögð niður. Torfastaðir, Hvítárbakki, Skjöldólfsstaðir, Geldingalækur, Götusmiðjan, Árbót-Berg, Sólheimar 7 og Tindar, allt undir hans stjórn, já og Efstasund. Ég veit að margir hafa sína sögu að segja en þöggun hefur verið mikil enda oft vont að fara gegn þeim sem valdið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Sjá meira
Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki þannig, við sögðum upp samningi við ríkið vegna óþolandi stjórnunar Braga Guðbrandssonar yfirmanns Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa var stofnuð vorið 1995. Þá hafði Meðferðarheimilið Torfastöðum verið starfrækt í 16 ár. Torfastaðir voru fyrsta og eina einkarekna meðferðarheimilið á Íslandi til margra ára. Bragi var afar hrifinn af okkar rekstrarfyrirkomulagi einkum vegna þess að það kostaði ríkið miklu minna en meðferðarstaðir sem reknir voru af ríkinu og árangur okkar var einstakur. Bragi lagði niður hverja stofnuna á fætur annarri og lét stofna staði sem áttu að vera eins og Torfastaðir. Þetta óttuðumst við mjög, vissum hve erfitt er að að reka fjölskyldurekið meðferðarheimili. Við sögðum Braga ítrekað að nýir staðir þyrftu miklu meira fjármagn og stuðning en við fengjum. Bragi fór sínu fram en nú hefur hann snúið við blaðinu, dagar einkarekinna meðferðarheimila taldir að hans mati. Barnaverndarstofa hlunnfór Torfastaði um samningsbundnar hækkanir árin 1998-2003. Það fékkst ekki leiðrétt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skóli var á Torfastöðum fyrir vistbörnin. Það var aldrei borgað neitt fyrir þá vinnu. Bragi neitaði okkur um greiðslur til skólans frá sveitarfélögunum. Allt var gert til að þrengja að okkur fjárhagslega. Samstarfsfólki Braga blöskraði stundum og reyndi að koma til móts við okkur en þá setti Bragi skilyrði um meiri yfirráð yfir okkur. Það þorðum við ekki að samþykkja í ljósi erfiðra samskipta við forstöðumanninn. Hann var svo falskur og við treystum honum alls ekki. Þetta reyndi á þolrifin í mörg ár, en svo kom að því að við ákváðum að segja stopp. Við sögðum upp samningi við ríkið vegna óvildar Braga Guðbrandssonar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: Rekstraraðilar sögðu samningnum með bréfi til félagsmálaráðuneytis 27. september 2003 með tólf mánaða fyrirvara og báru við „langvarandi óvild“ forstjóra Barnaverndarstofu í sinn garð og „trúnaðarbresti“ við hann. Þetta ætti m.a. sök á fjárhagslegum þrengingum heimilisins sem ekki sæti við sama borð og önnur sambærileg heimili. Þeir gáfu um leið til kynna að þeir væru til í að halda áfram starfseminni ef ráðherra sjálfur eða fulltrúi hans kæmi á nýjum samningi fyrir áramótin 2003–04. Einnig segir: Í Greinargerð um framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið á Torfastöðum (sept. 2004) kom fram að markmið Ríkisendurskoðunar með aðkomu sinni var „að veita aðstoð við að greina og leysa vandamál og ágreiningsefni“ sem tengdust framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við rekstraraðila Torfastaðaheimilisins. Meginniðurstaða stofnunarinnar var sú að hvorki væri raunhæft né ráðlegt að mæla með því að aðilar reyndu að svo stöddu að gera nýjan samning um áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins. Stirð samskipti aðila leyfðu það ekki. Í ljósi forsögu málsins mætti hins vegar velta fyrir sér hvort til greina kæmi að bjóða rekstraraðilum uppbótar‐eða uppgjörsgreiðslu við samningslok sem tæki mið af því að endurgjald til heimilisins hefði um tíma verið lægra en til sambærilegra heimila.Í lok greinargerðar um Torfastaði segir í skýrslu ríkisendurskoðunar: Þess ber að geta að forstjóri Barnaverndarstofu óskaði eftir því að standa ekki að samkomulaginu við Torfastaðaheimilið með undirritun sinni. Hann ítrekaði líka í bréfi til félagsmálaráðuneytis þá afstöðu sína að rekstraraðilar heimilisins hefðu ekki átt neinar kröfur á ríkissjóð vegna slita á samstarfi enda hefðu þeir sjálfir sagt samningnum upp. Jafnframt lét hann í ljósi þá skoðun að sú fjárhæð sem samið var um hefði verið „óhófleg með hliðsjón af þeim fyrirvörum sem Ríkisendurskoðun gerir um slíka greiðslu“. Sömuleiðis hlyti sú niðurstaða að taka greiðsluna til heimilisins af fjárheimildum stofunnar að verða til þess að skerða þjónustu hennar við börn yrði ekki við brugðist. Torfastaðir töldu sig eiga háar fjárhæðir inni hjá ríkinu af samningsbundnum greiðslum en ákváðu að sættast á greiðslu og sáttargjörð. Ég legg til að Alþingi fái ríkisendurskoðun það verkefni að skoða stjórnunaraðferðir Braga Guðbrandssonar, nú á þessum tímamótum, þegar flest einkareknu og öll ríkisreknu meðferðarheimilin hafa verið lögð niður. Torfastaðir, Hvítárbakki, Skjöldólfsstaðir, Geldingalækur, Götusmiðjan, Árbót-Berg, Sólheimar 7 og Tindar, allt undir hans stjórn, já og Efstasund. Ég veit að margir hafa sína sögu að segja en þöggun hefur verið mikil enda oft vont að fara gegn þeim sem valdið hefur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun