Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Drífa Kristjánsdóttir skrifar 5. mars 2011 06:00 Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki þannig, við sögðum upp samningi við ríkið vegna óþolandi stjórnunar Braga Guðbrandssonar yfirmanns Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa var stofnuð vorið 1995. Þá hafði Meðferðarheimilið Torfastöðum verið starfrækt í 16 ár. Torfastaðir voru fyrsta og eina einkarekna meðferðarheimilið á Íslandi til margra ára. Bragi var afar hrifinn af okkar rekstrarfyrirkomulagi einkum vegna þess að það kostaði ríkið miklu minna en meðferðarstaðir sem reknir voru af ríkinu og árangur okkar var einstakur. Bragi lagði niður hverja stofnuna á fætur annarri og lét stofna staði sem áttu að vera eins og Torfastaðir. Þetta óttuðumst við mjög, vissum hve erfitt er að að reka fjölskyldurekið meðferðarheimili. Við sögðum Braga ítrekað að nýir staðir þyrftu miklu meira fjármagn og stuðning en við fengjum. Bragi fór sínu fram en nú hefur hann snúið við blaðinu, dagar einkarekinna meðferðarheimila taldir að hans mati. Barnaverndarstofa hlunnfór Torfastaði um samningsbundnar hækkanir árin 1998-2003. Það fékkst ekki leiðrétt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skóli var á Torfastöðum fyrir vistbörnin. Það var aldrei borgað neitt fyrir þá vinnu. Bragi neitaði okkur um greiðslur til skólans frá sveitarfélögunum. Allt var gert til að þrengja að okkur fjárhagslega. Samstarfsfólki Braga blöskraði stundum og reyndi að koma til móts við okkur en þá setti Bragi skilyrði um meiri yfirráð yfir okkur. Það þorðum við ekki að samþykkja í ljósi erfiðra samskipta við forstöðumanninn. Hann var svo falskur og við treystum honum alls ekki. Þetta reyndi á þolrifin í mörg ár, en svo kom að því að við ákváðum að segja stopp. Við sögðum upp samningi við ríkið vegna óvildar Braga Guðbrandssonar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: Rekstraraðilar sögðu samningnum með bréfi til félagsmálaráðuneytis 27. september 2003 með tólf mánaða fyrirvara og báru við „langvarandi óvild“ forstjóra Barnaverndarstofu í sinn garð og „trúnaðarbresti“ við hann. Þetta ætti m.a. sök á fjárhagslegum þrengingum heimilisins sem ekki sæti við sama borð og önnur sambærileg heimili. Þeir gáfu um leið til kynna að þeir væru til í að halda áfram starfseminni ef ráðherra sjálfur eða fulltrúi hans kæmi á nýjum samningi fyrir áramótin 2003–04. Einnig segir: Í Greinargerð um framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið á Torfastöðum (sept. 2004) kom fram að markmið Ríkisendurskoðunar með aðkomu sinni var „að veita aðstoð við að greina og leysa vandamál og ágreiningsefni“ sem tengdust framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við rekstraraðila Torfastaðaheimilisins. Meginniðurstaða stofnunarinnar var sú að hvorki væri raunhæft né ráðlegt að mæla með því að aðilar reyndu að svo stöddu að gera nýjan samning um áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins. Stirð samskipti aðila leyfðu það ekki. Í ljósi forsögu málsins mætti hins vegar velta fyrir sér hvort til greina kæmi að bjóða rekstraraðilum uppbótar‐eða uppgjörsgreiðslu við samningslok sem tæki mið af því að endurgjald til heimilisins hefði um tíma verið lægra en til sambærilegra heimila.Í lok greinargerðar um Torfastaði segir í skýrslu ríkisendurskoðunar: Þess ber að geta að forstjóri Barnaverndarstofu óskaði eftir því að standa ekki að samkomulaginu við Torfastaðaheimilið með undirritun sinni. Hann ítrekaði líka í bréfi til félagsmálaráðuneytis þá afstöðu sína að rekstraraðilar heimilisins hefðu ekki átt neinar kröfur á ríkissjóð vegna slita á samstarfi enda hefðu þeir sjálfir sagt samningnum upp. Jafnframt lét hann í ljósi þá skoðun að sú fjárhæð sem samið var um hefði verið „óhófleg með hliðsjón af þeim fyrirvörum sem Ríkisendurskoðun gerir um slíka greiðslu“. Sömuleiðis hlyti sú niðurstaða að taka greiðsluna til heimilisins af fjárheimildum stofunnar að verða til þess að skerða þjónustu hennar við börn yrði ekki við brugðist. Torfastaðir töldu sig eiga háar fjárhæðir inni hjá ríkinu af samningsbundnum greiðslum en ákváðu að sættast á greiðslu og sáttargjörð. Ég legg til að Alþingi fái ríkisendurskoðun það verkefni að skoða stjórnunaraðferðir Braga Guðbrandssonar, nú á þessum tímamótum, þegar flest einkareknu og öll ríkisreknu meðferðarheimilin hafa verið lögð niður. Torfastaðir, Hvítárbakki, Skjöldólfsstaðir, Geldingalækur, Götusmiðjan, Árbót-Berg, Sólheimar 7 og Tindar, allt undir hans stjórn, já og Efstasund. Ég veit að margir hafa sína sögu að segja en þöggun hefur verið mikil enda oft vont að fara gegn þeim sem valdið hefur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki þannig, við sögðum upp samningi við ríkið vegna óþolandi stjórnunar Braga Guðbrandssonar yfirmanns Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa var stofnuð vorið 1995. Þá hafði Meðferðarheimilið Torfastöðum verið starfrækt í 16 ár. Torfastaðir voru fyrsta og eina einkarekna meðferðarheimilið á Íslandi til margra ára. Bragi var afar hrifinn af okkar rekstrarfyrirkomulagi einkum vegna þess að það kostaði ríkið miklu minna en meðferðarstaðir sem reknir voru af ríkinu og árangur okkar var einstakur. Bragi lagði niður hverja stofnuna á fætur annarri og lét stofna staði sem áttu að vera eins og Torfastaðir. Þetta óttuðumst við mjög, vissum hve erfitt er að að reka fjölskyldurekið meðferðarheimili. Við sögðum Braga ítrekað að nýir staðir þyrftu miklu meira fjármagn og stuðning en við fengjum. Bragi fór sínu fram en nú hefur hann snúið við blaðinu, dagar einkarekinna meðferðarheimila taldir að hans mati. Barnaverndarstofa hlunnfór Torfastaði um samningsbundnar hækkanir árin 1998-2003. Það fékkst ekki leiðrétt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skóli var á Torfastöðum fyrir vistbörnin. Það var aldrei borgað neitt fyrir þá vinnu. Bragi neitaði okkur um greiðslur til skólans frá sveitarfélögunum. Allt var gert til að þrengja að okkur fjárhagslega. Samstarfsfólki Braga blöskraði stundum og reyndi að koma til móts við okkur en þá setti Bragi skilyrði um meiri yfirráð yfir okkur. Það þorðum við ekki að samþykkja í ljósi erfiðra samskipta við forstöðumanninn. Hann var svo falskur og við treystum honum alls ekki. Þetta reyndi á þolrifin í mörg ár, en svo kom að því að við ákváðum að segja stopp. Við sögðum upp samningi við ríkið vegna óvildar Braga Guðbrandssonar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: Rekstraraðilar sögðu samningnum með bréfi til félagsmálaráðuneytis 27. september 2003 með tólf mánaða fyrirvara og báru við „langvarandi óvild“ forstjóra Barnaverndarstofu í sinn garð og „trúnaðarbresti“ við hann. Þetta ætti m.a. sök á fjárhagslegum þrengingum heimilisins sem ekki sæti við sama borð og önnur sambærileg heimili. Þeir gáfu um leið til kynna að þeir væru til í að halda áfram starfseminni ef ráðherra sjálfur eða fulltrúi hans kæmi á nýjum samningi fyrir áramótin 2003–04. Einnig segir: Í Greinargerð um framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við meðferðarheimilið á Torfastöðum (sept. 2004) kom fram að markmið Ríkisendurskoðunar með aðkomu sinni var „að veita aðstoð við að greina og leysa vandamál og ágreiningsefni“ sem tengdust framkvæmd þjónustusamnings Barnaverndarstofu við rekstraraðila Torfastaðaheimilisins. Meginniðurstaða stofnunarinnar var sú að hvorki væri raunhæft né ráðlegt að mæla með því að aðilar reyndu að svo stöddu að gera nýjan samning um áframhaldandi rekstur meðferðarheimilisins. Stirð samskipti aðila leyfðu það ekki. Í ljósi forsögu málsins mætti hins vegar velta fyrir sér hvort til greina kæmi að bjóða rekstraraðilum uppbótar‐eða uppgjörsgreiðslu við samningslok sem tæki mið af því að endurgjald til heimilisins hefði um tíma verið lægra en til sambærilegra heimila.Í lok greinargerðar um Torfastaði segir í skýrslu ríkisendurskoðunar: Þess ber að geta að forstjóri Barnaverndarstofu óskaði eftir því að standa ekki að samkomulaginu við Torfastaðaheimilið með undirritun sinni. Hann ítrekaði líka í bréfi til félagsmálaráðuneytis þá afstöðu sína að rekstraraðilar heimilisins hefðu ekki átt neinar kröfur á ríkissjóð vegna slita á samstarfi enda hefðu þeir sjálfir sagt samningnum upp. Jafnframt lét hann í ljósi þá skoðun að sú fjárhæð sem samið var um hefði verið „óhófleg með hliðsjón af þeim fyrirvörum sem Ríkisendurskoðun gerir um slíka greiðslu“. Sömuleiðis hlyti sú niðurstaða að taka greiðsluna til heimilisins af fjárheimildum stofunnar að verða til þess að skerða þjónustu hennar við börn yrði ekki við brugðist. Torfastaðir töldu sig eiga háar fjárhæðir inni hjá ríkinu af samningsbundnum greiðslum en ákváðu að sættast á greiðslu og sáttargjörð. Ég legg til að Alþingi fái ríkisendurskoðun það verkefni að skoða stjórnunaraðferðir Braga Guðbrandssonar, nú á þessum tímamótum, þegar flest einkareknu og öll ríkisreknu meðferðarheimilin hafa verið lögð niður. Torfastaðir, Hvítárbakki, Skjöldólfsstaðir, Geldingalækur, Götusmiðjan, Árbót-Berg, Sólheimar 7 og Tindar, allt undir hans stjórn, já og Efstasund. Ég veit að margir hafa sína sögu að segja en þöggun hefur verið mikil enda oft vont að fara gegn þeim sem valdið hefur.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun