Staðreyndir um staðgöngumæðrun af velgjörð Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 5. mars 2011 11:12 Þingsályktunartillaga mín og sautján annarra þingmanna úr fjórum flokkum um staðgöngumæðrun er nú til meðferðar á Alþingi. Ég hef unnið að undirbúningi þessa máls í vel á þriðja ár og tengist tillagan því ekki á nokkurn hátt máli Jóels litla, íslenska drengsins sem fæddist á Indlandi eins og haldið hefur verið fram. Ég vil beina umræðunni aftur að því sem þingsályktunartillaga okkar fjallar um, þ.e. að heimila staðgöngumæðrun af velgjörð á Íslandi, með öllum þeim skilyrðum sem íslenskar aðstæður krefjast.Mikill almennur stuðningurYfir 80% aðspurðra í nýlegum könnunum eru hlynnt staðgöngumæðrun. Ýmsir sem tjáð sig hafa um þetta mál, siðfræðingar og fleiri, hafa dregið þennan stuðning í efa og hafa gefið í skyn að almenningur hafi ekki forsendur til þess að mynda sér skoðun á þessu máli. Ég er þessu allsendis ósammála og treysti Íslendingum vel til þess að taka afstöðu til þessa málefnis sem annarra.Staðgöngumæðrun hefur verið heimiluð víða um heim síðan á níunda áratugnum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að heimila staðgöngumæðrun sökum þess að hún sé ekki leyfð á Norðurlöndunum. Það er rétt að staðgöngumæðrun er ekki heimiluð enn sem komið er á Norðurlöndunum. En við höfum ófeimin tekið framúr öðrum Norðurlandaþjóðum við að tryggja jafnræði milli kvenna þegar kemur að frjósemisaðstoð. Við heimilum eggjagjöf af velgjörð sem ekki er leyfð alls staðar á Norðurlöndunum. Við höfum einnig verið í fararbroddi við lagasetningu um önnur mikilvæg réttindamál, eins og réttindi samkynhneigðra. Ég tel okkur því eiga að vera óhrædd við að taka af skarið í þessu máli og vanda okkur við lagasetningu sem gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd.Álitamálin eiga einnig við önnur leyfileg úrræðiHelstu álitamálin sem gagnrýnendur staðgöngumæðrunar hafa nefnt einskorðast í flestum tilfellum ekki við það úrræði. Við Íslendingar höfum þegar tekið afstöðu til margra þeirra álitamála með því að heimila önnur úrræði, svo sem eins og tæknifrjóvgun einhleypra, giftra og samkynhneigðra með gjafaeggi og gjafasæði, þekktu og óþekktu, jafnt sem ættleiðingar giftra, einhleypra og samkynhneigðra.Álitamálin sem nefnd eru snúast m.a. um rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn - þau eiga sérstaklega við þegar um er að ræða tæknifrjóvgun með gjafaeggi og gjafasæði þar sem gefendurnir eru óþekktir. Samt sem áður var slík frjóvgun heimiluð með lögum í fyrrasumar, nánast án umræðu í þinginu. Og merkilegt nokk - hvorki Femínistafélagið eða Alþýðusambandið sáu ástæðu til að gera athugasemdir við það. Í umsögnum til þingsins fögnuðu Kvenfélagasambandið, Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofan frumvarpinu sérstaklega og töldu það mikilvægt skref til þess að tryggja réttindi allra kvenna til þess að gangast undir tæknifrjóvgun og eignast barn. Ég er sammála því sjónarmiði að þarna beri okkur að tryggja jöfn réttindi allra kvenna, líka þeirra sem geta ekki gengið með barn sitt sjálfar.Félagslegar aðstæður staðgöngumæðra verði tryggðar Félagslegar aðstæður á Íslandi eru góðar og allt aðrar en t.d. á Indlandi. Auðvitað munum við tryggja góðar félagslegar aðstæður íslenskra staðgöngumæðra á sama hátt og við höfum verið í fararbroddi hér á landi við að tryggja jafnrétti kynjanna, jafna stöðu karla og kvenna til töku fæðingarorlofs og jafnrétti óháð kynhneigð. Það er einmitt punkturinn - við viljum heimila staðgöngumæðrun á okkar eigin forsendum þannig að réttindi staðgöngumóðurinnar, barnsins og verðandi foreldra verði tryggð í hvívetna. Við treystum því að konan geti sjálf, af fúsum og frjálsum vilja, tekið ákvörðun um að ráðstafa líkama sínum til staðgöngumæðrunar alveg eins og við treystum því að konan geti tekið aðrar ákvarðanir er varða líkama hennar, t.d. eins og um að gefa úr sér egg eða jafnvel nýra, eins og heimilt er hér á landi, og hefur á sama hátt og meðganga ákveðna áhættu í för með sér fyrir viðkomandi.Lagalega bindandi samningurStaðgöngumæðrun af velgjörð með ströngum skilyrðum þýðir að verðandi foreldrar og staðgöngumóðirin ákveða af fúsum og frjálsum vilja að gera með sér lagalega bindandi samning um að staðgöngumóðir gangi með barn fyrir foreldrana. Áður yrðu þau að hafa gengist undir mat sérfræðingateymis, lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sem úrskurðuðu um hæfi þeirra til þess að fara þessa leið. Auðvitað yrði liður í því mati að útiloka að um einhvers konar nauðung eða viðskipti með barnið væri að ræða. Þetta samkomulag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ættleiðingar eða forsjá barna og miða að því að tryggja hag barna og foreldra sem allra best.Staðreyndin er sú að þetta er enn eitt úrræðið sem er tæknilega mögulegt til þess að aðstoða fólk með skerta frjósemi við að eignast barn. Við höfum alla möguleika til þess að tryggja vandaða lagasetningu sem tekur á þeim álitamálum sem upp geta komið. Einhendum okkur í það verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga mín og sautján annarra þingmanna úr fjórum flokkum um staðgöngumæðrun er nú til meðferðar á Alþingi. Ég hef unnið að undirbúningi þessa máls í vel á þriðja ár og tengist tillagan því ekki á nokkurn hátt máli Jóels litla, íslenska drengsins sem fæddist á Indlandi eins og haldið hefur verið fram. Ég vil beina umræðunni aftur að því sem þingsályktunartillaga okkar fjallar um, þ.e. að heimila staðgöngumæðrun af velgjörð á Íslandi, með öllum þeim skilyrðum sem íslenskar aðstæður krefjast.Mikill almennur stuðningurYfir 80% aðspurðra í nýlegum könnunum eru hlynnt staðgöngumæðrun. Ýmsir sem tjáð sig hafa um þetta mál, siðfræðingar og fleiri, hafa dregið þennan stuðning í efa og hafa gefið í skyn að almenningur hafi ekki forsendur til þess að mynda sér skoðun á þessu máli. Ég er þessu allsendis ósammála og treysti Íslendingum vel til þess að taka afstöðu til þessa málefnis sem annarra.Staðgöngumæðrun hefur verið heimiluð víða um heim síðan á níunda áratugnum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að heimila staðgöngumæðrun sökum þess að hún sé ekki leyfð á Norðurlöndunum. Það er rétt að staðgöngumæðrun er ekki heimiluð enn sem komið er á Norðurlöndunum. En við höfum ófeimin tekið framúr öðrum Norðurlandaþjóðum við að tryggja jafnræði milli kvenna þegar kemur að frjósemisaðstoð. Við heimilum eggjagjöf af velgjörð sem ekki er leyfð alls staðar á Norðurlöndunum. Við höfum einnig verið í fararbroddi við lagasetningu um önnur mikilvæg réttindamál, eins og réttindi samkynhneigðra. Ég tel okkur því eiga að vera óhrædd við að taka af skarið í þessu máli og vanda okkur við lagasetningu sem gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd.Álitamálin eiga einnig við önnur leyfileg úrræðiHelstu álitamálin sem gagnrýnendur staðgöngumæðrunar hafa nefnt einskorðast í flestum tilfellum ekki við það úrræði. Við Íslendingar höfum þegar tekið afstöðu til margra þeirra álitamála með því að heimila önnur úrræði, svo sem eins og tæknifrjóvgun einhleypra, giftra og samkynhneigðra með gjafaeggi og gjafasæði, þekktu og óþekktu, jafnt sem ættleiðingar giftra, einhleypra og samkynhneigðra.Álitamálin sem nefnd eru snúast m.a. um rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn - þau eiga sérstaklega við þegar um er að ræða tæknifrjóvgun með gjafaeggi og gjafasæði þar sem gefendurnir eru óþekktir. Samt sem áður var slík frjóvgun heimiluð með lögum í fyrrasumar, nánast án umræðu í þinginu. Og merkilegt nokk - hvorki Femínistafélagið eða Alþýðusambandið sáu ástæðu til að gera athugasemdir við það. Í umsögnum til þingsins fögnuðu Kvenfélagasambandið, Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofan frumvarpinu sérstaklega og töldu það mikilvægt skref til þess að tryggja réttindi allra kvenna til þess að gangast undir tæknifrjóvgun og eignast barn. Ég er sammála því sjónarmiði að þarna beri okkur að tryggja jöfn réttindi allra kvenna, líka þeirra sem geta ekki gengið með barn sitt sjálfar.Félagslegar aðstæður staðgöngumæðra verði tryggðar Félagslegar aðstæður á Íslandi eru góðar og allt aðrar en t.d. á Indlandi. Auðvitað munum við tryggja góðar félagslegar aðstæður íslenskra staðgöngumæðra á sama hátt og við höfum verið í fararbroddi hér á landi við að tryggja jafnrétti kynjanna, jafna stöðu karla og kvenna til töku fæðingarorlofs og jafnrétti óháð kynhneigð. Það er einmitt punkturinn - við viljum heimila staðgöngumæðrun á okkar eigin forsendum þannig að réttindi staðgöngumóðurinnar, barnsins og verðandi foreldra verði tryggð í hvívetna. Við treystum því að konan geti sjálf, af fúsum og frjálsum vilja, tekið ákvörðun um að ráðstafa líkama sínum til staðgöngumæðrunar alveg eins og við treystum því að konan geti tekið aðrar ákvarðanir er varða líkama hennar, t.d. eins og um að gefa úr sér egg eða jafnvel nýra, eins og heimilt er hér á landi, og hefur á sama hátt og meðganga ákveðna áhættu í för með sér fyrir viðkomandi.Lagalega bindandi samningurStaðgöngumæðrun af velgjörð með ströngum skilyrðum þýðir að verðandi foreldrar og staðgöngumóðirin ákveða af fúsum og frjálsum vilja að gera með sér lagalega bindandi samning um að staðgöngumóðir gangi með barn fyrir foreldrana. Áður yrðu þau að hafa gengist undir mat sérfræðingateymis, lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sem úrskurðuðu um hæfi þeirra til þess að fara þessa leið. Auðvitað yrði liður í því mati að útiloka að um einhvers konar nauðung eða viðskipti með barnið væri að ræða. Þetta samkomulag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ættleiðingar eða forsjá barna og miða að því að tryggja hag barna og foreldra sem allra best.Staðreyndin er sú að þetta er enn eitt úrræðið sem er tæknilega mögulegt til þess að aðstoða fólk með skerta frjósemi við að eignast barn. Við höfum alla möguleika til þess að tryggja vandaða lagasetningu sem tekur á þeim álitamálum sem upp geta komið. Einhendum okkur í það verk.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun