Skoðun

Hópur vistfræðinga á villigötum

Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi. Af því tilefni vill Skógfræðingafélag Íslands benda á málefnalegar og vandaðar umsagnir fjölmargra aðila, þar á meðal skógræktarfélaga og Skógræktar ríkisins, sem nálgast má hér .

Ástæða er til að fagna opinni og hreinskiptinni umræðu um framkomin drög að breytingum á lögum um náttúruvernd. Talsmenn frumvarpsins úr röðum vistfræðinga sem snúist hafa því til varnar benda nú á kanínur, spánarsnigla og minka sem dæmi um „ágengar framandi lífverur" og þá „gríðarlegu ógn" sem af slíkum lífverum stafar. Einn þeirra spyr jafnframt hvort varúð geti verið öfgafull. Því er fljótsvarað. Umrætt frumvarp tekur á engan hátt á innflutningi ofangreindra lífvera. Í stað þess að framfylgt sé sértækum vörnum til að sporna við innflutningi á þekktum plágum, sjúkdómum og tegundum sem valdið geta tjóni, er varúðarreglunni beint gegn aðfluttum tegundum og framandleika almennt. Það er gott dæmi um að varúðarreglan sé komin út í öfgar og missi marks. Varúðarreglu umhverfisréttar verður nefnilega að beita af mikilli varúð.

Fyrir hönd stjórnar Skógfræðingafélags Íslands,

Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður

Arnór Snorrason, gjaldkeri

Brynjólfur Jónsson, ritari






Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×