Krabbamein snertir allar fjölskyldur Guðbjartur Hannesson skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Dag hvern greinast þrír eða fjórir Íslendingar að jafnaði með krabbamein. Þetta er sjúkdómur sem snertir allar fjölskyldur landsins fyrr eða síðar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, greina hann snemma og veita bestu fáanlegu meðferð. Eins er mikils virði að styðja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að takast á við breyttar aðstæður. Íslendingar standa mjög framarlega í öllum samanburði milli landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er á heimsmælikvarða, bið sjúklinga eftir að komast í viðeigandi meðferð er óvíða styttri en hér, meðferðin er markviss og lífshorfur sjúklinga með því besta sem þekkist. Í tilefni af alþjóðlegum krabbameinsdegi, 4. febrúar, legg ég áherslu á að ekkert verður gefið eftir í baráttunni við þennan vágest. Til marks um það má nefna ályktun Alþingis um bólusetningu gegn leghálskrabbameini sem fyrirhugað er að hefjist á þessu ári. Þá er ástæða til að fagna sérstaklega þeim mikla árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum. Nýjustu kannanir sýna að einungis sjöundi hver fullorðinn Íslendingur reykir daglega, sem er veruleg breyting frá því sem var fyrir örfáum áratugum. Þessi árangur ætti að vera okkur hvatning á öðrum sviðum forvarna þar sem víða er verk að vinna. Áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbameinSkýr stefna og skilgreind og mælanleg markmið eru mikilvæg forsenda fyrir árangri. Íslensk heilbrigðisáætlun er leiðarvísir fyrir heilbrigðiskerfið og nú er unnið að endurskoðun hennar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að setja sér sérstaka áætlun um aðgerðir og markmið í baráttunni við krabbamein og margar þjóðir hafa gert það. Ég tel þetta skynsamlegt, enda mikið í húfi, og hef því ákveðið að ráðast í þetta verkefni. Það er við hæfi að tilkynna þessa ákvörðun á alþjóðlegum krabbameinsdegi og jafnframt að unnið verði að málinu á þessu ári, þegar Krabbameinsfélag Íslands fagnar sextíu ára afmæli. Ég hvet landsmenn til að huga að heilbrigðu lífi á allan hátt, vera vakandi fyrir einkennum krabbameins og hika ekki við að leita læknis ef minnsti grunur vaknar. Við höfum staðið okkur vel í þessum málaflokki og ætlum að vera áfram í fremstu röð í heiminum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun