Að skipta atkvæði Haukur Arnþórsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni. RéttarbæturFlestar eru þessar tillögur til bóta frá því sem nú er. Þær eru flestar mjög opnar og væri ef til vill ekki verra að draga skýrari línur. Þegar upp er staðið þurfum við ákveðna festu í kosningakerfinu. Meðal tillagna er að vægi atkvæða allra kjósenda verður jafnt og heimild verður til þess að setja í lög ákvæði um hlutfall kynjanna. Hefði ef til vill mátt ganga enn lengra í jafnréttisátt, annað hvort er að takast á við kynjamálin eða ekki. Þá eru tillögurnar um heimild til kjördæmaskiptingar á margan hátt eðlilegri en núgildandi reglur því þær miða einfaldlega við fjölda íbúa og þær virðast munu tryggja það að minnstu kjördæmin fái fulltrúa í takt við íbúafjölda. En varla er ástæða til að hafa val um kjördæmaskipan eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Um hana þarf alveg ákveðin ákvæði, í jafndreifbýlu ríki og Ísland er verður kosningaréttur þeirra sem búa afskekkt ekki tryggður öðruvísi. Listakosning og persónukjörTillögurnar opna jafnt á persónukjör og listakosningu sem er þannig framkvæmd að kjósendur geti haft áhrif á kjör einstakra frambjóðanda. Það er ekki óeðlilegt, en ástæða er til að orða þessa tvo möguleika á kosningakerfi mun skýrar en gert er, þannig að ljóst sé að samfélagið geti notað þá þar sem þeir eiga við. Ekki á að þurfa að pukrast með listakosningar. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um persónukjör eftir kosninguna til stjórnlagaþings er sennilegt að listakosningar verði áfram aðalkosningaaðferð Íslendinga. Ef svo fer þarf að kveða nánar á um rétt kjósenda til að velja og hafna einstökum frambjóðendum í listakjöri. Margar ástæður mæla með því að prófkjör verði lögð niður, en að stjórnmálaflokkarnir stilli upp listum og gefi kjósendum hans ákveðna möguleika á því að hafa áhrif á röð fulltrúa, bæði til þess að hækka og lækka fulltrúa á lista. Skipting atkvæðaÍ tillögum Stjórnlagaráðs er ákvæði um að kjósandi geti valið frambjóðendur af fleiri en einum lista og frá hvaða kjördæmi sem er. Þessi regla heimilar kjósanda að kjósa Sjálfstæðismann fyrir hluta af atkvæði sínu, vinstri grænan fyrir annan hluta og Framsóknarmann fyrir enn einn hluta – og snýst því um að skipta atkvæði. Þetta er mjög sérkennileg tillaga og lítið rökstudd. Erfitt er að átta sig á lýðræðislegum tilgangi hennar. Hún gæti þó hugsanlega átt að mæta kröfum ákveðinna pólitískra afla um persónukjör á landsvísu, þegar Stjórnlagaráð er í raun að heimila listakjör og kjördæmaskipulag áfram. Tillagan mun væntanlega draga úr kosningasveiflum frá því sem nú er og hefði því neikvæð áhrif á stjórnmálin. Kosningaskipulagið okkar magnar ekki breytingar á fylgi eins og víða er gert, til dæmis þar sem einmenningskjördæmi eru. Þar verða sveiflur svo miklar að tveggja flokka kerfi myndast og breytingar á afstöðu kjósenda leiða auðveldlega til ríkisstjórnarskipta. Hér þarf miklar breytingar á fylgi til þess að fella ríkisstjórn og tillagan um skiptingu atkvæða gæti leitt til þess að ríkisstjórnarskipti á Íslandi yrðu enn fátíðari en verið hefur. Það er því beinlínis jákvætt fyrir lýðræðið að kjósendur geti ekki skipt atkvæði sínu milli flokka. Þá flækir skipting atkvæða mjög framkvæmd kosninga. Ef allir kjósendur eiga að geta kosið frambjóðendur í öllum kjördæmum, verður að telja atkvæði á einum stað. Þá myndast sú aðstaða að ákveðnir aðilar bera lýðræðislega ábyrgð á framkvæmd kosninga í einstöku kjördæmum, en ekki á talningu atkvæða, eftirliti með talningu atkvæða og birtingu niðurstaðna. Svo er sennilegt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna færist fljótlega frá ábyrgum lýðræðislegum aðilum til hugbúnaðargeirans. Og það er þróun sem víða á sér stað. Hvað vantar?Höfundi þessara orða finnst vanta tillögur þar sem orðaðar eru áhyggjur samtímans af rafrænum kosningum. Ástæða kann að vera til að setja ákvæði í lög um handtalningu atkvæða til að tryggja öryggi kosninga. Það þýðir að þótt rafrænar kosningavélar verði notaðar, verði við kosninguna mynduð pappírsslóð og pappírsatkvæði að lokum talin fyrir opnum tjöldum í (íþrótta)höllum. Jafnframt þarf að banna (Inter)netkosningar uns helstu lýðræðisríkin á Vesturlöndum hafa fundið öryggislausnir fyrir það kosningaform. Þessi ákvæði eru nauðsynleg og tímabær vegna þess þrýstings og hagsmuna sem hugbúnaðariðnaðurinn hefur í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni. RéttarbæturFlestar eru þessar tillögur til bóta frá því sem nú er. Þær eru flestar mjög opnar og væri ef til vill ekki verra að draga skýrari línur. Þegar upp er staðið þurfum við ákveðna festu í kosningakerfinu. Meðal tillagna er að vægi atkvæða allra kjósenda verður jafnt og heimild verður til þess að setja í lög ákvæði um hlutfall kynjanna. Hefði ef til vill mátt ganga enn lengra í jafnréttisátt, annað hvort er að takast á við kynjamálin eða ekki. Þá eru tillögurnar um heimild til kjördæmaskiptingar á margan hátt eðlilegri en núgildandi reglur því þær miða einfaldlega við fjölda íbúa og þær virðast munu tryggja það að minnstu kjördæmin fái fulltrúa í takt við íbúafjölda. En varla er ástæða til að hafa val um kjördæmaskipan eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Um hana þarf alveg ákveðin ákvæði, í jafndreifbýlu ríki og Ísland er verður kosningaréttur þeirra sem búa afskekkt ekki tryggður öðruvísi. Listakosning og persónukjörTillögurnar opna jafnt á persónukjör og listakosningu sem er þannig framkvæmd að kjósendur geti haft áhrif á kjör einstakra frambjóðanda. Það er ekki óeðlilegt, en ástæða er til að orða þessa tvo möguleika á kosningakerfi mun skýrar en gert er, þannig að ljóst sé að samfélagið geti notað þá þar sem þeir eiga við. Ekki á að þurfa að pukrast með listakosningar. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um persónukjör eftir kosninguna til stjórnlagaþings er sennilegt að listakosningar verði áfram aðalkosningaaðferð Íslendinga. Ef svo fer þarf að kveða nánar á um rétt kjósenda til að velja og hafna einstökum frambjóðendum í listakjöri. Margar ástæður mæla með því að prófkjör verði lögð niður, en að stjórnmálaflokkarnir stilli upp listum og gefi kjósendum hans ákveðna möguleika á því að hafa áhrif á röð fulltrúa, bæði til þess að hækka og lækka fulltrúa á lista. Skipting atkvæðaÍ tillögum Stjórnlagaráðs er ákvæði um að kjósandi geti valið frambjóðendur af fleiri en einum lista og frá hvaða kjördæmi sem er. Þessi regla heimilar kjósanda að kjósa Sjálfstæðismann fyrir hluta af atkvæði sínu, vinstri grænan fyrir annan hluta og Framsóknarmann fyrir enn einn hluta – og snýst því um að skipta atkvæði. Þetta er mjög sérkennileg tillaga og lítið rökstudd. Erfitt er að átta sig á lýðræðislegum tilgangi hennar. Hún gæti þó hugsanlega átt að mæta kröfum ákveðinna pólitískra afla um persónukjör á landsvísu, þegar Stjórnlagaráð er í raun að heimila listakjör og kjördæmaskipulag áfram. Tillagan mun væntanlega draga úr kosningasveiflum frá því sem nú er og hefði því neikvæð áhrif á stjórnmálin. Kosningaskipulagið okkar magnar ekki breytingar á fylgi eins og víða er gert, til dæmis þar sem einmenningskjördæmi eru. Þar verða sveiflur svo miklar að tveggja flokka kerfi myndast og breytingar á afstöðu kjósenda leiða auðveldlega til ríkisstjórnarskipta. Hér þarf miklar breytingar á fylgi til þess að fella ríkisstjórn og tillagan um skiptingu atkvæða gæti leitt til þess að ríkisstjórnarskipti á Íslandi yrðu enn fátíðari en verið hefur. Það er því beinlínis jákvætt fyrir lýðræðið að kjósendur geti ekki skipt atkvæði sínu milli flokka. Þá flækir skipting atkvæða mjög framkvæmd kosninga. Ef allir kjósendur eiga að geta kosið frambjóðendur í öllum kjördæmum, verður að telja atkvæði á einum stað. Þá myndast sú aðstaða að ákveðnir aðilar bera lýðræðislega ábyrgð á framkvæmd kosninga í einstöku kjördæmum, en ekki á talningu atkvæða, eftirliti með talningu atkvæða og birtingu niðurstaðna. Svo er sennilegt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna færist fljótlega frá ábyrgum lýðræðislegum aðilum til hugbúnaðargeirans. Og það er þróun sem víða á sér stað. Hvað vantar?Höfundi þessara orða finnst vanta tillögur þar sem orðaðar eru áhyggjur samtímans af rafrænum kosningum. Ástæða kann að vera til að setja ákvæði í lög um handtalningu atkvæða til að tryggja öryggi kosninga. Það þýðir að þótt rafrænar kosningavélar verði notaðar, verði við kosninguna mynduð pappírsslóð og pappírsatkvæði að lokum talin fyrir opnum tjöldum í (íþrótta)höllum. Jafnframt þarf að banna (Inter)netkosningar uns helstu lýðræðisríkin á Vesturlöndum hafa fundið öryggislausnir fyrir það kosningaform. Þessi ákvæði eru nauðsynleg og tímabær vegna þess þrýstings og hagsmuna sem hugbúnaðariðnaðurinn hefur í málinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun