Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni 9. janúar 2011 12:05 Fjöldi fólks kom saman í gærkvöldi, að staðartíma, til að biðja fyrir Giffords og þeim sem liggja særðir. Mynd/AFP Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. Meðal þeirra sex sem féllu í skotárásinni er formaður Fylkisdóms Arizona, John Roll, níu ára stúlka og einn aðstoðarmanna Giffords. Skotárásin beindist fyrst og fremst að þingmanninum sem hafði boðað til samtalsfundar með kjósendum fyrir utan verslunarmiðstöð í Tuscon. Lögregluyfirvöld hafa nafngreint árásarmanninn og segja hann heita Jared Lee Loughner, sem er tuttugu og tveggja ára gamall en hann var handtekinn eftir að fundargestir yfirbuguðu hann. Loughner komst mjög nálægt Giffords og skaut hana í höfuðið af stuttu færi og fór byssukúlan í gegnum höfuð hennar og heila. Síðan hóf hann skothríð á aðra nærstadda þar til sex manns lágu í valnum og tólf særðust. Lögreglustjórinn í borginni telur að Loughner hafi átt sér vitorðsmann og er hans nú leitað. Jafnframt segir hann að Loughner eigi að öllum líkindum við geðræn vandamál að stríða. Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir árásina í gær sorglegan atburð í sögu Bandaríkjanna. Hann hefur fyrirskipað forstjóra Alríkislögreglunnar að hafa yfirumsjón með rannsókn málsins. Giffords vann nauman sigur á hægriöfgafulltrúa Te-hreyfingarinnar innan Republikanaflokksins í þingkosningum í nóvember síðast liðnum. Hún telst til hógværari afla innan Demókrataflokksins, en studdi umdeildar breytingar forsetans á heilbrigðiskerfinu sem náðu í gegn á síðasta ári. Fulltrúum Te-hreyfingarinnar er hins vegar einstaklega í nöp við þær breytingar. Í kosningabaráttunni var ráðist á skrifstofu Giffords í Tuscon og skemmdarverk unnin. Þingmenn á Bandaríkjaþingi njóta mikillar verndar á þinginu en þegar þeir ferðast um á heimaslóðum hafa þeir nánast enga vernd. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. Meðal þeirra sex sem féllu í skotárásinni er formaður Fylkisdóms Arizona, John Roll, níu ára stúlka og einn aðstoðarmanna Giffords. Skotárásin beindist fyrst og fremst að þingmanninum sem hafði boðað til samtalsfundar með kjósendum fyrir utan verslunarmiðstöð í Tuscon. Lögregluyfirvöld hafa nafngreint árásarmanninn og segja hann heita Jared Lee Loughner, sem er tuttugu og tveggja ára gamall en hann var handtekinn eftir að fundargestir yfirbuguðu hann. Loughner komst mjög nálægt Giffords og skaut hana í höfuðið af stuttu færi og fór byssukúlan í gegnum höfuð hennar og heila. Síðan hóf hann skothríð á aðra nærstadda þar til sex manns lágu í valnum og tólf særðust. Lögreglustjórinn í borginni telur að Loughner hafi átt sér vitorðsmann og er hans nú leitað. Jafnframt segir hann að Loughner eigi að öllum líkindum við geðræn vandamál að stríða. Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir árásina í gær sorglegan atburð í sögu Bandaríkjanna. Hann hefur fyrirskipað forstjóra Alríkislögreglunnar að hafa yfirumsjón með rannsókn málsins. Giffords vann nauman sigur á hægriöfgafulltrúa Te-hreyfingarinnar innan Republikanaflokksins í þingkosningum í nóvember síðast liðnum. Hún telst til hógværari afla innan Demókrataflokksins, en studdi umdeildar breytingar forsetans á heilbrigðiskerfinu sem náðu í gegn á síðasta ári. Fulltrúum Te-hreyfingarinnar er hins vegar einstaklega í nöp við þær breytingar. Í kosningabaráttunni var ráðist á skrifstofu Giffords í Tuscon og skemmdarverk unnin. Þingmenn á Bandaríkjaþingi njóta mikillar verndar á þinginu en þegar þeir ferðast um á heimaslóðum hafa þeir nánast enga vernd.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira